Áfallið kalli á heildarendurskoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:18 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins. Meirihlutar fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til talsverðar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um uppkaup húsnæðis Grindvíkinga. Í álitunum, sem birt voru í gærkvöldi, kemur meðal annars fram að kostnaður ríkisins verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir - og þannig lagt til að ríkið megi taka 230 milljarða lán til að fjármagna uppkaupin í stað 200. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun fyrir fyrirhugaða lántöku. „Hvers vegna var ekki farin sú leið að fjármagna þessar aðgerðir til dæmis með sértækri skattheimtu. Hækkun fjármagnstekjuskatts, hvalrekaskatts, bankaskatts, svo við séum að taka nokkur dæmi um skatta sem gætu slegið á þensluna og þar með unnið með markmiðum ríkisstjórnarinnar um að vera eitthvað annað en í besta falli hlutlaus þegar kemur að því að tækla verðbólguna,“ sagði Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það vissulega rétt að það aðhald sem lagt var upp með í fjárlögum fyrir árið þurrkist út við uppkaupin, að óbreyttu. Aðgerðin kalli á endurskoðun. „Vegna þess að ef að við meinum það að við viljum vera með ríkisfjármálin þannig að þau styðji við verðbólgumarkmið seðlabankans og við náum árangri í því stóra verkefni sem við erum öll sammála um að vilja gera, þá mun það kalla á fórnir,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá innti Þórhildur Sunna ráðherra eftir því hvernig hægt væri að taka háar fjárhæðir úr náttúruhamfaratryggingasjóði við uppkaupin en tryggja um leið að gjaldþol stofnunarinnar líði fyrir það. „Er ekki verið að stefna framtíðarviðnámsþoli gagnvart náttúruhamförum í tvísýnu með því að koma svona fram við þennan sjóð sem ekki er ætlaður að bæta annað en það tjón sem verður af náttúruhamförum?“ spurði Þórhildur Sunna. Ráðherra sagði þetta enn í skoðun. „Ég tel nú að þetta áfall kalli á heildarendurskoðun á því hvernig við fjármögnum náttúruhamfarir. Við erum með ofanflóðasjóð, náttúruhamfaratryggingar og það er þarna gat með það tjón sem við stöndum frammi fyrir núna og við þurfum einfaldlega að endurskoða það heilt yfir,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Efnahagsmál Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Píratar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Meirihlutar fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til talsverðar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um uppkaup húsnæðis Grindvíkinga. Í álitunum, sem birt voru í gærkvöldi, kemur meðal annars fram að kostnaður ríkisins verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir - og þannig lagt til að ríkið megi taka 230 milljarða lán til að fjármagna uppkaupin í stað 200. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun fyrir fyrirhugaða lántöku. „Hvers vegna var ekki farin sú leið að fjármagna þessar aðgerðir til dæmis með sértækri skattheimtu. Hækkun fjármagnstekjuskatts, hvalrekaskatts, bankaskatts, svo við séum að taka nokkur dæmi um skatta sem gætu slegið á þensluna og þar með unnið með markmiðum ríkisstjórnarinnar um að vera eitthvað annað en í besta falli hlutlaus þegar kemur að því að tækla verðbólguna,“ sagði Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það vissulega rétt að það aðhald sem lagt var upp með í fjárlögum fyrir árið þurrkist út við uppkaupin, að óbreyttu. Aðgerðin kalli á endurskoðun. „Vegna þess að ef að við meinum það að við viljum vera með ríkisfjármálin þannig að þau styðji við verðbólgumarkmið seðlabankans og við náum árangri í því stóra verkefni sem við erum öll sammála um að vilja gera, þá mun það kalla á fórnir,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá innti Þórhildur Sunna ráðherra eftir því hvernig hægt væri að taka háar fjárhæðir úr náttúruhamfaratryggingasjóði við uppkaupin en tryggja um leið að gjaldþol stofnunarinnar líði fyrir það. „Er ekki verið að stefna framtíðarviðnámsþoli gagnvart náttúruhamförum í tvísýnu með því að koma svona fram við þennan sjóð sem ekki er ætlaður að bæta annað en það tjón sem verður af náttúruhamförum?“ spurði Þórhildur Sunna. Ráðherra sagði þetta enn í skoðun. „Ég tel nú að þetta áfall kalli á heildarendurskoðun á því hvernig við fjármögnum náttúruhamfarir. Við erum með ofanflóðasjóð, náttúruhamfaratryggingar og það er þarna gat með það tjón sem við stöndum frammi fyrir núna og við þurfum einfaldlega að endurskoða það heilt yfir,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra.
Efnahagsmál Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Píratar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent