Innlent

Enn fundað í Karp­húsinu um for­sendu­á­kvæðið

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fundað er á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag.
Fundað er á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Einar

Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 

Hún segir að til viðræðu á fundinum sé svokallað forsenduákvæði og tilhögun þess. Elísabet gat ekki gefið upp hvort fundað væri í einum hópi en sagði verkefnin og umræðuefnin mörg. Hún sagði suma hafa farið út í hádegismat en aðra ekki.

Kjaraviðræður hófust aftur í gær eftir að hafa legið niðri í um tvær vikur. Fundað var til um fimm í gær. Helsta þrætuepli breiðfylkingarinnar og SA hefur verið svokallað forsenduákvæði um þróun verðbólgu og stýrivaxta Seðlabankans.

Nýtt útspil

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði áður en fundirnir hófust á nú að Samtök atvinnulífsins hlytu að vera með nýtt útspil. „Ríkissáttasemjari hefur sagt að hann muni ekki boða til fundar nema hann sjái ástæðu til og að einhver breyting hafi átt sér stað, þannig ég met það svo að Samtök atvinnulífsins séu að koma eitthvað til baka,“ sagði Ragnar fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×