Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2024 20:22 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga, fagfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu í allan dag. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, um ákvörðun VR að ganga frá borði. Hlusta má á viðtalið eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur í klippunni að neðan. Sigríður Margrét sagði langtímakjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi vera það mikilvægasta sem verið væri að vinna að í viðræðunum. Henni þykir miður að VR hafi hætt þegar viðræðurnar voru komnar svona langt. Hver eru viðbrögð þín við útspili VR? „Okkur þykir það mjög miður að VR hafi ákveðið að slíta sig frá þessu samstarfi vegna þess að VR var áður búið að samþykkja launaliðinn sem við erum að semja um og eins var VR búið að samþykkja það að við værum að horfa til verðbólguviðmiða í svokölluðum forsenduákvæðum sem eru auðvitað nauðsynlegur hluti af því að gera svona langtímakjarasamninga,“ sagði hún. Öll stéttarfélög samþykkt viðmiðið nema VR Ragnar Þór sagði fyrr í dag að ágreiningur um forsenduákvæðið hafa snúið að tímasetningum. Sigríður segir sorglegt að 0,2 prósentustiga munur á verðbólguviðmiði hafi gert útslagið. Var ekki hægt að hliðra til tímasetningum? „Sorglega staðreyndin er sú að VR fer frá þessum viðræðum meðan það munar 0,2 prósentustigum á því verðbólguviðmiði sem við erum að horfa til og öll önnur stéttarfélög voru tilbúin til að samþykkja. Það munaði þremur mánuðum á viðmiðunartímabilinu sem við erum að horfa til varðandi verðbólguviðmiðin,“ sagði hún. „Frá okkar bæjardyrum séð finnst okkur þetta fyrst og fremst miður vegna þess að VR var búið að samþykkja þessa launastefnu, þennan launalið og eins líka það að horfa til þess að vera að miða við verðbólguviðmiðin í forsenduákvæðunum,“ sagði hún. „Fyrst og fremst hissa og sorgmædd“ Ragnar Þór sagði tímasetninguna á forsenduákvæðunum vera stóran þátt í viðræðunum. Sigríður setti spurningarmerki við ákvörðunina og segist bæði hissa og sorgmædd. Finnst þér þetta ábyrgðalaust af formanni eða stjórn VR að stíga frá borði? „Við setjum spurningarmerki við að þau stígi frá borði á þessum tímapunkti eftir að hafa verið búin að samþykkja launaliðinn, samþykkja það að horfa til verðbólguviðmiða. Við höfum svo sannarlega verið tilbúin til þess og vitum að það sé mikilvægt að það séu forsenduákvæði inni í svona langtímakjarasamningum,“ sagði Sigríður. „Við erum bara fyrst og fremst hissa og sorgmædd,“ bætti hún við. Nást samningar um helgina? „Við ætlum að gera okkar allra besta til að svo geti verið vegna þess að þetta eru tímamótasamningar sem við erum að gera. Gríðarlega mikilvægir samningar til að hér geti verið efnahagslegur stöðugleiki,“ sagði hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga, fagfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu í allan dag. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, um ákvörðun VR að ganga frá borði. Hlusta má á viðtalið eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur í klippunni að neðan. Sigríður Margrét sagði langtímakjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi vera það mikilvægasta sem verið væri að vinna að í viðræðunum. Henni þykir miður að VR hafi hætt þegar viðræðurnar voru komnar svona langt. Hver eru viðbrögð þín við útspili VR? „Okkur þykir það mjög miður að VR hafi ákveðið að slíta sig frá þessu samstarfi vegna þess að VR var áður búið að samþykkja launaliðinn sem við erum að semja um og eins var VR búið að samþykkja það að við værum að horfa til verðbólguviðmiða í svokölluðum forsenduákvæðum sem eru auðvitað nauðsynlegur hluti af því að gera svona langtímakjarasamninga,“ sagði hún. Öll stéttarfélög samþykkt viðmiðið nema VR Ragnar Þór sagði fyrr í dag að ágreiningur um forsenduákvæðið hafa snúið að tímasetningum. Sigríður segir sorglegt að 0,2 prósentustiga munur á verðbólguviðmiði hafi gert útslagið. Var ekki hægt að hliðra til tímasetningum? „Sorglega staðreyndin er sú að VR fer frá þessum viðræðum meðan það munar 0,2 prósentustigum á því verðbólguviðmiði sem við erum að horfa til og öll önnur stéttarfélög voru tilbúin til að samþykkja. Það munaði þremur mánuðum á viðmiðunartímabilinu sem við erum að horfa til varðandi verðbólguviðmiðin,“ sagði hún. „Frá okkar bæjardyrum séð finnst okkur þetta fyrst og fremst miður vegna þess að VR var búið að samþykkja þessa launastefnu, þennan launalið og eins líka það að horfa til þess að vera að miða við verðbólguviðmiðin í forsenduákvæðunum,“ sagði hún. „Fyrst og fremst hissa og sorgmædd“ Ragnar Þór sagði tímasetninguna á forsenduákvæðunum vera stóran þátt í viðræðunum. Sigríður setti spurningarmerki við ákvörðunina og segist bæði hissa og sorgmædd. Finnst þér þetta ábyrgðalaust af formanni eða stjórn VR að stíga frá borði? „Við setjum spurningarmerki við að þau stígi frá borði á þessum tímapunkti eftir að hafa verið búin að samþykkja launaliðinn, samþykkja það að horfa til verðbólguviðmiða. Við höfum svo sannarlega verið tilbúin til þess og vitum að það sé mikilvægt að það séu forsenduákvæði inni í svona langtímakjarasamningum,“ sagði Sigríður. „Við erum bara fyrst og fremst hissa og sorgmædd,“ bætti hún við. Nást samningar um helgina? „Við ætlum að gera okkar allra besta til að svo geti verið vegna þess að þetta eru tímamótasamningar sem við erum að gera. Gríðarlega mikilvægir samningar til að hér geti verið efnahagslegur stöðugleiki,“ sagði hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51
Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent