Vel undirbúinn Þorvaldur horfir fram veginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 07:00 Þorvaldur þakkar fyrir sig. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson var í dag kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem haldið var í Framheimilinu. Tvær umferðir þurfti til að skera úr um sigurvegara kosninganna. Mikil spenna var fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði og er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur var lengi vel þjálfari Fram og því má segja að það hafi verið táknrænt að hann hafi verið kosinn formaður sambandsins í Framheimilinu í Úlfarsárdal. „Heldur betur, þjálfaði Fram á sínum tíma og var alltaf á leiðinni hingað upp eftir. Það tók langan tíma en kom loks hingað upp eftir og gaman að vera kosinn formaður.“ „Ég nýtti hann ágætlega til að undirbúa mig fyrir daginn í dag, langur dagur og vildi vera ferskur til að takast á við daginn. Við vorum þrír í framboði og það breytir svolítið miklu þegar þrír eru frekar en tveir. Ég einbeitti mér að því hvað ég ætlaði að segja og það var undir hreyfingunni að kjósa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvernig hann nýtti síðasta sólahring. Um ÍTF og KSÍ „Það er í fyrsta lagi hitta þá og spjalla, ég hef engar stórar áhyggjur af því að menn muni setjast niður og tala saman. Ég held að allir í hreyfingunni séu sammála, hvort það sé ÍTF eða sambandið, að fara fram veginn og ég efast ekki um að okkur muni takast það. Hvenær verður nýr Laugardalsvöllur tekinn í gagnið? „Ég get ekki svarað því í dag en við munum skoða það strax. Pálmi og Sigfús, sem voru í stjórn fyrir, höfðu byrjað mikla og góða vinnu. Þetta snýst um hvað næstu skref eru hjá öllum aðilum.“ „Vonast svo sannarlega að við getum komið einhverju af stað, hefur ekki gerst hingað til. Snýst ekki bara um að við hjá sambandinu – formaður, framkvæmdastjóri og stjórn – gerum það. Við þurfum hjálp frá hreyfingunni, hjálp frá öllum og við munum gera það.“ Fyrsta verkefni Þorvaldar hjá KSÍ „Við erum að fara í landsleik með kvennaliðið okkar og það er eitt af okkar fyrstu verkefnum að klára þann leik, sigra hann og komast áfram.“ Viðtalið við Þorvald má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Mikil spenna var fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði og er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur var lengi vel þjálfari Fram og því má segja að það hafi verið táknrænt að hann hafi verið kosinn formaður sambandsins í Framheimilinu í Úlfarsárdal. „Heldur betur, þjálfaði Fram á sínum tíma og var alltaf á leiðinni hingað upp eftir. Það tók langan tíma en kom loks hingað upp eftir og gaman að vera kosinn formaður.“ „Ég nýtti hann ágætlega til að undirbúa mig fyrir daginn í dag, langur dagur og vildi vera ferskur til að takast á við daginn. Við vorum þrír í framboði og það breytir svolítið miklu þegar þrír eru frekar en tveir. Ég einbeitti mér að því hvað ég ætlaði að segja og það var undir hreyfingunni að kjósa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvernig hann nýtti síðasta sólahring. Um ÍTF og KSÍ „Það er í fyrsta lagi hitta þá og spjalla, ég hef engar stórar áhyggjur af því að menn muni setjast niður og tala saman. Ég held að allir í hreyfingunni séu sammála, hvort það sé ÍTF eða sambandið, að fara fram veginn og ég efast ekki um að okkur muni takast það. Hvenær verður nýr Laugardalsvöllur tekinn í gagnið? „Ég get ekki svarað því í dag en við munum skoða það strax. Pálmi og Sigfús, sem voru í stjórn fyrir, höfðu byrjað mikla og góða vinnu. Þetta snýst um hvað næstu skref eru hjá öllum aðilum.“ „Vonast svo sannarlega að við getum komið einhverju af stað, hefur ekki gerst hingað til. Snýst ekki bara um að við hjá sambandinu – formaður, framkvæmdastjóri og stjórn – gerum það. Við þurfum hjálp frá hreyfingunni, hjálp frá öllum og við munum gera það.“ Fyrsta verkefni Þorvaldar hjá KSÍ „Við erum að fara í landsleik með kvennaliðið okkar og það er eitt af okkar fyrstu verkefnum að klára þann leik, sigra hann og komast áfram.“ Viðtalið við Þorvald má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira