Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 19:25 Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Sambærilega sögu er að segja frá Rafah-borg, í suðurhluta Gasa, sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. „Það var kröftug sprenging, þannig að ég kom niður. Ég sá lík og allt var á hvolfi. Fólk var að draga hina látnu út úr byggingum. Þetta vöru lítil börn, konur og börn. Húsið var fullt af fólki og þar voru líka flóttamenn,“ sagði Hassan Ishta um árásina á Rafah þegar fjölmiðlar á Gasa ræddu við hann. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa hafa yfir 29 þúsund látið lífið og tæplega 70.000 slasast í árásum Ísraelsmanna á svæðinu, frá hryðjuverkum Hamas 7. október, þar sem tæplega 1.200 létust. Ræða saman í Katar Ísraelsher undirbýr nú að setja aukinn þunga í sókn sína að Rafah. Helmingur þeirra 2,3 milljóna sem búa á Gasa hafa flúið til borgarinnar eða nálægra svæða í suðri. Á sama tíma glímir flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu við fjárskort, eftir að átján ríki, þar á meðal Ísland, frystu greiðslur til stofnunarinnar, vegna meintra tengsla nokkurra starfsmanna stofnunarinnar við hryðjuverk Hamas. Stofnunin hefur orðið af tugum milljarða króna, og hefur þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð í norðurhluta Gasa. Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til slíkra viðræðna. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar, þar sem fulltrúar Hamas munu einnig koma að borðinu. Rétt er að vara við myndefninu í fréttinni hér að ofan. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Sambærilega sögu er að segja frá Rafah-borg, í suðurhluta Gasa, sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. „Það var kröftug sprenging, þannig að ég kom niður. Ég sá lík og allt var á hvolfi. Fólk var að draga hina látnu út úr byggingum. Þetta vöru lítil börn, konur og börn. Húsið var fullt af fólki og þar voru líka flóttamenn,“ sagði Hassan Ishta um árásina á Rafah þegar fjölmiðlar á Gasa ræddu við hann. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa hafa yfir 29 þúsund látið lífið og tæplega 70.000 slasast í árásum Ísraelsmanna á svæðinu, frá hryðjuverkum Hamas 7. október, þar sem tæplega 1.200 létust. Ræða saman í Katar Ísraelsher undirbýr nú að setja aukinn þunga í sókn sína að Rafah. Helmingur þeirra 2,3 milljóna sem búa á Gasa hafa flúið til borgarinnar eða nálægra svæða í suðri. Á sama tíma glímir flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu við fjárskort, eftir að átján ríki, þar á meðal Ísland, frystu greiðslur til stofnunarinnar, vegna meintra tengsla nokkurra starfsmanna stofnunarinnar við hryðjuverk Hamas. Stofnunin hefur orðið af tugum milljarða króna, og hefur þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð í norðurhluta Gasa. Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til slíkra viðræðna. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar, þar sem fulltrúar Hamas munu einnig koma að borðinu. Rétt er að vara við myndefninu í fréttinni hér að ofan.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira