Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 19:49 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fór yfir stöðu vopnahlésviðræðna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. Staðan á Gasasvæðinu er um þessar mundir hrikaleg og halda stöðugar loftárásir Ísraelshers áfram í suðurhluta Gasa þangað sem hundruðir þúsunda hafa flúið. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Loftárásir voru einnig gerðar á Rafaborg sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. Athugið að myndefni fréttarinnar hér fyrir neðan kann að vekja óhug. „Það er orðið mjög erfitt fyrir mannúðaraðstoð að koma inn. Bílstjórar fara þarna með vörubíla, almenningur er orðinn mjög örvæntingarfullur og fer að bílunum og tekur varninginn. Þannig að þeir eru farnir að hætta að vilja að fara þarna inn. Svo auðvitað er það erfitt því það er þarna enn þá stríðsástand,“ segir Magnea. Hún segir árangur viðræðna hanga á fangaskiptum. Enn séu fjörutíu ísraelskir gíslar í haldi frá áhlaupi Hamasliða í október í fyrra og er Ísrael með mörg þúsund palestínska pólitíska fanga í haldi. Til stendur að Hamas sleppi þessum fjörutíu gíslum í skiptum fyrir einhver hundruð pólitískra fanga. Magnea segir versnandi mannúðarástandið á svæðinu vera ein að lykilbreytum viðræðnanna fyrir fulltrúa Hamas þar sem fólk á Gasa er orðið örvæntingarfullt og saki Hamas um að bera ábyrgð. Magnea talaði líka um þau tvö mál Ísraels fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og segir að nýjar vendingar í máli sem var lagt fram langt fyrir þann örlagaríka sjöunda október gætu skipt sköpum. „Annars vegar er það mál Suður-Afríku í sambandi við brot á samningum um þjóðarmorð og hins vegar er mál frá palestínskum stjórnvöldum að skoða aðgerðir og stefnu í sambandi við hernámsríkisins Ísrael og hvort það sé brot á alþjóðalögum. Palestínumenn vilja í raun og veru að hernámið sé afhjúpað sem brot á alþjóðalögum,“ segir Magnea. Vitnaleiðslur í seinna málinu séu hafnar og standa fram á morgundaginn. 52 ríki og þrjár alþjóðastofnanir hafi lagt fram skriflegt álit. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Staðan á Gasasvæðinu er um þessar mundir hrikaleg og halda stöðugar loftárásir Ísraelshers áfram í suðurhluta Gasa þangað sem hundruðir þúsunda hafa flúið. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Loftárásir voru einnig gerðar á Rafaborg sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. Athugið að myndefni fréttarinnar hér fyrir neðan kann að vekja óhug. „Það er orðið mjög erfitt fyrir mannúðaraðstoð að koma inn. Bílstjórar fara þarna með vörubíla, almenningur er orðinn mjög örvæntingarfullur og fer að bílunum og tekur varninginn. Þannig að þeir eru farnir að hætta að vilja að fara þarna inn. Svo auðvitað er það erfitt því það er þarna enn þá stríðsástand,“ segir Magnea. Hún segir árangur viðræðna hanga á fangaskiptum. Enn séu fjörutíu ísraelskir gíslar í haldi frá áhlaupi Hamasliða í október í fyrra og er Ísrael með mörg þúsund palestínska pólitíska fanga í haldi. Til stendur að Hamas sleppi þessum fjörutíu gíslum í skiptum fyrir einhver hundruð pólitískra fanga. Magnea segir versnandi mannúðarástandið á svæðinu vera ein að lykilbreytum viðræðnanna fyrir fulltrúa Hamas þar sem fólk á Gasa er orðið örvæntingarfullt og saki Hamas um að bera ábyrgð. Magnea talaði líka um þau tvö mál Ísraels fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og segir að nýjar vendingar í máli sem var lagt fram langt fyrir þann örlagaríka sjöunda október gætu skipt sköpum. „Annars vegar er það mál Suður-Afríku í sambandi við brot á samningum um þjóðarmorð og hins vegar er mál frá palestínskum stjórnvöldum að skoða aðgerðir og stefnu í sambandi við hernámsríkisins Ísrael og hvort það sé brot á alþjóðalögum. Palestínumenn vilja í raun og veru að hernámið sé afhjúpað sem brot á alþjóðalögum,“ segir Magnea. Vitnaleiðslur í seinna málinu séu hafnar og standa fram á morgundaginn. 52 ríki og þrjár alþjóðastofnanir hafi lagt fram skriflegt álit.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira