Ekkert fær Inter stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 22:01 Lautaro Martínez er búinn að skora 22 mörk í 23 leikjum á leiktíðinni. EPA-EFE/ABBONDANZA SCURO LEZZI Inter, topplið Serie A – ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, stefnir hraðbyr á meistaratitilinn þar í landi. Liðið vann 4-0 sigur á Lecce í dag á meðan nágrannar þess í AC Milan gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta. Inter er að eiga rosalegt tímabil en ásamt því að sitja á toppi Serie A er liðið í góðri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og það hefur nú þegar unnið Ofurbikar Ítalíu. Hvað leik dagsins varðar þá var staðan 1-0 gestunum frá Mílanó í vil eftir að Lautaro Marínez kom Inter yfir eftir stundarfjórðung. Davide Frattesi bætti við öðru markinu í síðari hálfleik áður en hann lagði upp þriðja markið á Martínez. Hollenski miðvörðurinn Steven de Vrij bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu og þar við sat. Lokatölur 0-4 og Inter í toppmálum á toppi deildarinnar þó Juventus hafi unnið dramatískan sigur fyrr í dag. Inter trónir á toppnum með 66 stig, níu meira en Juventus sem hefur leikið leik meira. Slakt gengi meistara Napolí heldur áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari fyrr í dag. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom meisturunum yfir á 66. mínútu en heimaliðið jafnaði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Napolí er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum minna en Bologna sem situr í 4. sæti. Síðasti leikur dagsins var leikur AC Milan og Atalanta en bæði lið eru í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti. Fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rafael Leão kom AC Milan yfir en Teun Koopmeiners jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Milan situr því í 3. sæti með 53 stig en Atalanta er í 5. sæti með 46 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Inter er að eiga rosalegt tímabil en ásamt því að sitja á toppi Serie A er liðið í góðri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og það hefur nú þegar unnið Ofurbikar Ítalíu. Hvað leik dagsins varðar þá var staðan 1-0 gestunum frá Mílanó í vil eftir að Lautaro Marínez kom Inter yfir eftir stundarfjórðung. Davide Frattesi bætti við öðru markinu í síðari hálfleik áður en hann lagði upp þriðja markið á Martínez. Hollenski miðvörðurinn Steven de Vrij bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu og þar við sat. Lokatölur 0-4 og Inter í toppmálum á toppi deildarinnar þó Juventus hafi unnið dramatískan sigur fyrr í dag. Inter trónir á toppnum með 66 stig, níu meira en Juventus sem hefur leikið leik meira. Slakt gengi meistara Napolí heldur áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari fyrr í dag. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom meisturunum yfir á 66. mínútu en heimaliðið jafnaði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Napolí er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum minna en Bologna sem situr í 4. sæti. Síðasti leikur dagsins var leikur AC Milan og Atalanta en bæði lið eru í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti. Fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rafael Leão kom AC Milan yfir en Teun Koopmeiners jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Milan situr því í 3. sæti með 53 stig en Atalanta er í 5. sæti með 46 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40