Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2024 10:38 Hin tvítuga Eden Golan mun flytja framlag Ísraels á Eurovision í Malmö í maí. Nema Ísraelar dragi sig úr keppni. Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. Fram kemur í umfjöllun ísraelska miðilsins Times of Israel að um sé að ræða viðbrögð forsetans við fréttum af því að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi það til skoðunar hvort texti í lagi Ísrael sé of pólitískur. „Ég tel að það sé mikilvægt að Ísrael verði með í Eurovision og þátttakan er yfirlýsing því það eru hatarar sem vilja reka okkur af öllum sviðum,“ hefur ísraelski miðillinn eftir ísraelska forsetanum. Í síðustu viku hótaði ísraelska sjónvarpsstöðin KAN því að draga sig úr keppni ef EBU kæmist á þá niðurstöðu að framlag þeirra October Rain væri of pólitískt. Lagið vísar með beinum hætti til árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn þar sem rúmlega 1200 ísraelskra borgara létust. Lagið er á ensku og verður sungið af rússnesk ættuðu söngkonunni Eden Golan. Tvær línur úr laginu verða á hebresku. Meðal lína sem eru í laginu eru: „Það er ekkert loft eftir,“ og „Þau voru öll góð börn, hvert og eitt þeirra.“ Þá er einnig vísað til blóma í laginu og hefur verið fullyrt að þar sé í raun vísað til fallinna hermanna. Forseti Ísrael er ekki eini stjórnmálamaður landsins sem hefur tjáð sig um málið en það hefur Miki Zohar menningar- og íþróttamálaráðherra Ísrael einnig gert. Hann hefur sagt möguleikann á því að Ísrael verði dæmt úr leik í keppninni „fáránlegan.“ Hann segir lagið October Rain endurspegla tilfinningar Ísraela þessa dagana. Það sé ekki pólitískt. Áður hefur KAN sagt að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í viðræðum við forsvarsmenn EBU vegna málsins. 11. mars er lokadagur fyrir sjónvarpsstöðvar til þess að leggja fram sitt framlag til Eurovision. KAN hefur ítrekað sagt að það standi ekki til að skipta um lag. Yrði það ekki samþykkt af EBU myndi KAN ekki eiga neinn annan kost en að draga sig úr keppni. Ísrael hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun ísraelska miðilsins Times of Israel að um sé að ræða viðbrögð forsetans við fréttum af því að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi það til skoðunar hvort texti í lagi Ísrael sé of pólitískur. „Ég tel að það sé mikilvægt að Ísrael verði með í Eurovision og þátttakan er yfirlýsing því það eru hatarar sem vilja reka okkur af öllum sviðum,“ hefur ísraelski miðillinn eftir ísraelska forsetanum. Í síðustu viku hótaði ísraelska sjónvarpsstöðin KAN því að draga sig úr keppni ef EBU kæmist á þá niðurstöðu að framlag þeirra October Rain væri of pólitískt. Lagið vísar með beinum hætti til árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn þar sem rúmlega 1200 ísraelskra borgara létust. Lagið er á ensku og verður sungið af rússnesk ættuðu söngkonunni Eden Golan. Tvær línur úr laginu verða á hebresku. Meðal lína sem eru í laginu eru: „Það er ekkert loft eftir,“ og „Þau voru öll góð börn, hvert og eitt þeirra.“ Þá er einnig vísað til blóma í laginu og hefur verið fullyrt að þar sé í raun vísað til fallinna hermanna. Forseti Ísrael er ekki eini stjórnmálamaður landsins sem hefur tjáð sig um málið en það hefur Miki Zohar menningar- og íþróttamálaráðherra Ísrael einnig gert. Hann hefur sagt möguleikann á því að Ísrael verði dæmt úr leik í keppninni „fáránlegan.“ Hann segir lagið October Rain endurspegla tilfinningar Ísraela þessa dagana. Það sé ekki pólitískt. Áður hefur KAN sagt að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í viðræðum við forsvarsmenn EBU vegna málsins. 11. mars er lokadagur fyrir sjónvarpsstöðvar til þess að leggja fram sitt framlag til Eurovision. KAN hefur ítrekað sagt að það standi ekki til að skipta um lag. Yrði það ekki samþykkt af EBU myndi KAN ekki eiga neinn annan kost en að draga sig úr keppni. Ísrael hefur unnið keppnina fjórum sinnum.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira