Missti ekki einu sinni hattinn sinn þegar þrír menn réðust á hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 16:01 Cam Newton elskar hattana sína. Hann var um tíma ein allra stærsta stjarnan í NFL deildinni. Getty/Christopher Polk Myndbönd af slagsmálum hjá fyrrum NFL stórstjörnu fóru á mikið flug á netmiðlum um helgina. Þrír menn réðust þá á Cam Newton á unglingamóti í Atalanta en kappinn missti ekki einu sinni hattinn sinn í slagsmálunum. ESPN segir frá. Þetta var unglingamót með sjö manna liðum í amerískum fótbolta. Mótið heitir We Ball Sports x DynastyU 7v7 tournament. Newton er þekktur fyrir sérhönnuðu hattana sínu sem eru eins og klipptir út úr galdramannasögum. Það fór því ekkert á milli mála hver var þarna á ferðinni. Cam Newton led Auburn to a Natty with 1 O-lineman that started an NFL game and no one else recording a NFL reception, rush attempt or pass attempt. He s used to being a one man army, so you are delulu if you thought some guys jumping him was gonna phase him. Hat didn t even move. pic.twitter.com/i321xmZTyE— Robert Griffin III (@RGIII) February 25, 2024 Margir voru því með símana á lofti þegar slagsmálin hófust. Newton togaði árásarmennina til og frá en lét þá að mestu um hnefahöggin. Það þurfti marga menn til að eiga við hann og komust þeir samt lítið áleiðis enda hélt Newton hattinum sínum allan tímann. Atvikið varð efst í tröppum og endaði út við grindverk eftir að öryggisverðir og lögreglumaður á svæðinu náðu að skilja á milli mannanna. Cam Newton var valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar árið 2015 og þótti á sínum einstakur leikstjórnandi í deildinni. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu þegar hann kom inn í deildina. Hraustur með eindæmum og skoraði margoft sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Hann er frá Atlanta og rekur þar C1N fyrirtækið sem hjálpar ungum leikmönnum að fá tækifæri til að sýna hæfileika sína í ameríska fótboltanum í gegnum sjö á móti sjö boltanum. Þess vegna var hann staddur á þessu móti. Eitthvað hefur orðið til þess að allt fór í bál og brand milli hans og mannanna en hvað það er kemur ekki fram í bandarískum fjölmiðlum sem fjalla um atvikið. Hér fyrir ofan og neðan má sjá myndbönd af atvikinu. Cam Newton fighting off 3 dudes while dressed as the wicked witch of the west was not on my 2024 bingo card pic.twitter.com/IU08ii0ojY— Courtney McKinney (@CourtAnne1225) February 25, 2024 NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Þrír menn réðust þá á Cam Newton á unglingamóti í Atalanta en kappinn missti ekki einu sinni hattinn sinn í slagsmálunum. ESPN segir frá. Þetta var unglingamót með sjö manna liðum í amerískum fótbolta. Mótið heitir We Ball Sports x DynastyU 7v7 tournament. Newton er þekktur fyrir sérhönnuðu hattana sínu sem eru eins og klipptir út úr galdramannasögum. Það fór því ekkert á milli mála hver var þarna á ferðinni. Cam Newton led Auburn to a Natty with 1 O-lineman that started an NFL game and no one else recording a NFL reception, rush attempt or pass attempt. He s used to being a one man army, so you are delulu if you thought some guys jumping him was gonna phase him. Hat didn t even move. pic.twitter.com/i321xmZTyE— Robert Griffin III (@RGIII) February 25, 2024 Margir voru því með símana á lofti þegar slagsmálin hófust. Newton togaði árásarmennina til og frá en lét þá að mestu um hnefahöggin. Það þurfti marga menn til að eiga við hann og komust þeir samt lítið áleiðis enda hélt Newton hattinum sínum allan tímann. Atvikið varð efst í tröppum og endaði út við grindverk eftir að öryggisverðir og lögreglumaður á svæðinu náðu að skilja á milli mannanna. Cam Newton var valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar árið 2015 og þótti á sínum einstakur leikstjórnandi í deildinni. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu þegar hann kom inn í deildina. Hraustur með eindæmum og skoraði margoft sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Hann er frá Atlanta og rekur þar C1N fyrirtækið sem hjálpar ungum leikmönnum að fá tækifæri til að sýna hæfileika sína í ameríska fótboltanum í gegnum sjö á móti sjö boltanum. Þess vegna var hann staddur á þessu móti. Eitthvað hefur orðið til þess að allt fór í bál og brand milli hans og mannanna en hvað það er kemur ekki fram í bandarískum fjölmiðlum sem fjalla um atvikið. Hér fyrir ofan og neðan má sjá myndbönd af atvikinu. Cam Newton fighting off 3 dudes while dressed as the wicked witch of the west was not on my 2024 bingo card pic.twitter.com/IU08ii0ojY— Courtney McKinney (@CourtAnne1225) February 25, 2024
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira