Ráðherrann ræður Páll Magnússon skrifar 26. febrúar 2024 12:01 Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: „Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um sölu ríkisins á öllu landi í Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjakaupstaðar. Á grundvelli laganna seldi ríkið Vestmannaeyjar í heild sinni til Vestmannaeyjabæjar og var gefið út afsal þar að lútandi og því þinglýst. Það er fráleitt að kröfugerð ríkisins nú byggist á því að véfengja heimildir sama ríkisvalds til að selja og afsala Vestmannaeyjabæ öllu landi í Vestmannaeyjum.“ Í þau 63 ár sem liðin eru frá þessum kaupsamningi hafa engar deilur risið um efni hans, aldrei nokkur maður, stofnun eða félag, gert tilkall til þess lands eða eyja sem samningurinn tekur til - og enginn véfengt að nákvæmlega svona skuli þessum málum hagað. Engar landamerkjadeilur. Ekkert. Þangað til núna. Fjármálaráðherra – ríkið - tekur sig til og rýfur friðinn, sáttina og eigin samning. Og þegar spurt er um tilganginn – markmiðið með þessari herför – er svarið: af því bara. Vísað er í Þjóðlendulögin sem voru samin og sett í allt öðrum tilgangi en fyrir ríkið til að ryðjast inn í þéttbýli og sölsa undir sig land sem það sjálft hefur þegar selt og afsalað fyrir löngu. Fáránleikinn í Eyjum birtist m.a. í því að ríkið gerir kröfur í land sem þegar er búið að ráðstafa með réttum hætti undir atvinnustarfsemi þar sem fjárfestingar og framkvæmdir standa nú yfir fyrir tugi milljarða. Fáránleikinn er sumstaðar jafnvel enn meiri en í Eyjum. Á Höfn í Hornafirði gerir fjármálaráðherra kröfu í Krossey – líklega bara vegna þess að það er ‘’ey’’ í nafninu. Krossey hefur hins vegar ekki verið eyja síðan um 1970 þegar hún varð hluti af landfyllingu þar sem m.a. stendur nú fiskverkunarhús Skinneyjar/Þinganess og ýmis önnur mannvirki. Þjóðlenda? Óbyggðanefnd? Í síðustu viku hafnaði Óbyggðanefnd ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð varðandi þá kröfulýsingu sem hér um ræðir. Enda svo sem ekki um mikið annað að ræða en breytta röð á bréfum. Nefndin tekur líka af öll tvímæli um stöðu og ábyrgð fjármálaráðherra í þessu máli og segir í bréfinu: „Óbyggðanefnd bendir á að skv. 1. mgr. 10.gr. þjóðlendulaga hefur fjármála- og efnahagsráðherra forræði í kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum og skv. 1. mgr. 11. gr. þjóðlendulaga fer fjármála- og efnahagsráðherra með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana á vegum þess við úrlausn um hvort land teljist til eignarlands eða þjóðlendu. Telji fjármála- og efnahagsráðherra að tilefni sé til að endurskoða kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eftir atvikum að framkomnum gagnkröfum eða undangenginni frekari gagnaöflun, er á forræði ráðherra að taka þær til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er.“ Þá höfum við það. Fjármálaráðherra hefur sem sagt fullt vald á þessu máli og kjósi hún að láta þennan fáránleika ganga áfram - með öllum þeim ama og tilkostnaði sem því fylgir - er það hennar ákvörðun og hún á ekkert skjól í embættismönnum eða lögfræðiskrifstofum úti í bæ hvað það varðar. Valdið er ráðherrans og hún á að nota það til að afturkalla þennan órökrétta og tilgangslausa yfirgang af hálfu ríkisins í garð einstaklinga og sveitarfélaga. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Páll Magnússon Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Jarða- og lóðamál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: „Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um sölu ríkisins á öllu landi í Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjakaupstaðar. Á grundvelli laganna seldi ríkið Vestmannaeyjar í heild sinni til Vestmannaeyjabæjar og var gefið út afsal þar að lútandi og því þinglýst. Það er fráleitt að kröfugerð ríkisins nú byggist á því að véfengja heimildir sama ríkisvalds til að selja og afsala Vestmannaeyjabæ öllu landi í Vestmannaeyjum.“ Í þau 63 ár sem liðin eru frá þessum kaupsamningi hafa engar deilur risið um efni hans, aldrei nokkur maður, stofnun eða félag, gert tilkall til þess lands eða eyja sem samningurinn tekur til - og enginn véfengt að nákvæmlega svona skuli þessum málum hagað. Engar landamerkjadeilur. Ekkert. Þangað til núna. Fjármálaráðherra – ríkið - tekur sig til og rýfur friðinn, sáttina og eigin samning. Og þegar spurt er um tilganginn – markmiðið með þessari herför – er svarið: af því bara. Vísað er í Þjóðlendulögin sem voru samin og sett í allt öðrum tilgangi en fyrir ríkið til að ryðjast inn í þéttbýli og sölsa undir sig land sem það sjálft hefur þegar selt og afsalað fyrir löngu. Fáránleikinn í Eyjum birtist m.a. í því að ríkið gerir kröfur í land sem þegar er búið að ráðstafa með réttum hætti undir atvinnustarfsemi þar sem fjárfestingar og framkvæmdir standa nú yfir fyrir tugi milljarða. Fáránleikinn er sumstaðar jafnvel enn meiri en í Eyjum. Á Höfn í Hornafirði gerir fjármálaráðherra kröfu í Krossey – líklega bara vegna þess að það er ‘’ey’’ í nafninu. Krossey hefur hins vegar ekki verið eyja síðan um 1970 þegar hún varð hluti af landfyllingu þar sem m.a. stendur nú fiskverkunarhús Skinneyjar/Þinganess og ýmis önnur mannvirki. Þjóðlenda? Óbyggðanefnd? Í síðustu viku hafnaði Óbyggðanefnd ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð varðandi þá kröfulýsingu sem hér um ræðir. Enda svo sem ekki um mikið annað að ræða en breytta röð á bréfum. Nefndin tekur líka af öll tvímæli um stöðu og ábyrgð fjármálaráðherra í þessu máli og segir í bréfinu: „Óbyggðanefnd bendir á að skv. 1. mgr. 10.gr. þjóðlendulaga hefur fjármála- og efnahagsráðherra forræði í kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum og skv. 1. mgr. 11. gr. þjóðlendulaga fer fjármála- og efnahagsráðherra með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana á vegum þess við úrlausn um hvort land teljist til eignarlands eða þjóðlendu. Telji fjármála- og efnahagsráðherra að tilefni sé til að endurskoða kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eftir atvikum að framkomnum gagnkröfum eða undangenginni frekari gagnaöflun, er á forræði ráðherra að taka þær til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er.“ Þá höfum við það. Fjármálaráðherra hefur sem sagt fullt vald á þessu máli og kjósi hún að láta þennan fáránleika ganga áfram - með öllum þeim ama og tilkostnaði sem því fylgir - er það hennar ákvörðun og hún á ekkert skjól í embættismönnum eða lögfræðiskrifstofum úti í bæ hvað það varðar. Valdið er ráðherrans og hún á að nota það til að afturkalla þennan órökrétta og tilgangslausa yfirgang af hálfu ríkisins í garð einstaklinga og sveitarfélaga. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar