Leita að listaverkum Erró í einkaeigu fyrir listasýningu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 16:04 Daníel og ljónin er verk eftir Erró frá árinu 1978. Til hægri má sjá mynd af Erró í stúdíóinu sínu í París árið 2021. Mynd/Erró og Gunnar B. Kvaran Listasafn Reykjavíkur leitar nú að listaverkum eftir Erró til að sýna á sýningu sem á að opna í september á þessu ári. Í tilkynningu frá safninu kemur fram að með sýningunni vilji safnið bregða upp mynd af vinsælustu verkum listamannsins frá 9. áratugnum undir yfirskriftinni 1001 nótt. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Listasafn Reykjavíkur leitar því að verkum sem voru á eftirtöldum sýningum í Reykjavík: Norræna húsið í september 1982 Norræna húsið í september 1985 Kjarvalsstaðir í september 1989 „Þetta voru geysivinsælar sýningar og nánast öll verkin eru í einkaeigu. Því biður safnið öll þau sem kannast við eitthvað af þessum verkum að láta safnið vita með tölvupósti á netfangið listasafn@reykjavik.is. Tilgangurinn er annars vegar sá að geta skráð verk eftir Erró sem eru í einkaeigu og hinsvegar kæmi það sér afar vel ef safnið gæti fengið verk að láni fyrir sýninguna í haust,“ segir í tilkynningu frá safninu og að afar mikilvægt sé að ljósmynd af málverkinu fylgi í tölvupóstinum. Nóg sé að senda einfalda símamynd. Frestur til að skila inn myndum af verkum er til 1. júní 2024. Stúdió Erró í ParísDanielle Kvaran Í tilkynningu frá safninu er nánar fjallað um myndaseríuna. Þar segir að Erró hafi byrjað á seríunni árið 1977 og alls málað 137 málverk sem tengjast henni. „Nætur Errós myndgera enga sérstaka sögu frá Þúsund og einni nótt, en þar birtast sambærileg þema líkt og ferðalög, ást, ofbeldi. Nokkrar tilvísanir til Austurlanda er að finna hér og þar í gegnum mótíf sem eru fengin að láni úr vestrænum málverkum: ambáttir og kvennabúr, ljónaveiðar og þættir úr Biblíunni. Að mestu leyti vísa tilvitnanir verkanna í nútímasamfélagið, landvinninga út í geimnum, kínversku menningarbyltinguna, heimsvalda- og nýlendustríð.“ Erró í stúdíóinu sínu í París í mars 2016.Mynd/Danielle Kvaran Þá segir um Erró: Guðmundur Guðmundsson, öðru nafni Erró (f. 1932), er tvímælalaust einn þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Eftir nám á Íslandi innritaðist hann í listaakademíuna í Osló tvítugur að aldri. Árið 1954 stundað hann nám við listaakademíuna í Flórens og síðan í Ravenna þar sem hann lagði áherslu á gerð mósaíkmynda. Hann fluttist til Parísar árið 1958 og hefur búið þar síðan. Árið 1963 fór Erró í fyrsta sinn til New York og komst í kynni við popplistina sem þá var að ryðja sér til rúms. Næstu ár fékkst hann við ýmiss konar listform, svo sem gjörningalist og tilraunakennda kvikmyndagerð auk málaralistar. Hann varð brátt einn af forvígismönnum popplistarinnar og evrópska frásagnarmálverksins. Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um 2000 talsins. Í því safni er meðal annars að finna málverk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna allan feril listamannsins allt frá æskuárum. Auk listaverkanna gaf Erró borginni umfangsmikið safn einkabréfa og annarra gagna sem snerta listferil hans. Þessar ríkulegu heimildir hafa mikið gildi fyrir allar rannsóknir sem snerta listamanninn Erró og samtíma hans. Myndlist Söfn Sýningar á Íslandi Reykjavík Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Í tilkynningu frá safninu kemur fram að með sýningunni vilji safnið bregða upp mynd af vinsælustu verkum listamannsins frá 9. áratugnum undir yfirskriftinni 1001 nótt. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Listasafn Reykjavíkur leitar því að verkum sem voru á eftirtöldum sýningum í Reykjavík: Norræna húsið í september 1982 Norræna húsið í september 1985 Kjarvalsstaðir í september 1989 „Þetta voru geysivinsælar sýningar og nánast öll verkin eru í einkaeigu. Því biður safnið öll þau sem kannast við eitthvað af þessum verkum að láta safnið vita með tölvupósti á netfangið listasafn@reykjavik.is. Tilgangurinn er annars vegar sá að geta skráð verk eftir Erró sem eru í einkaeigu og hinsvegar kæmi það sér afar vel ef safnið gæti fengið verk að láni fyrir sýninguna í haust,“ segir í tilkynningu frá safninu og að afar mikilvægt sé að ljósmynd af málverkinu fylgi í tölvupóstinum. Nóg sé að senda einfalda símamynd. Frestur til að skila inn myndum af verkum er til 1. júní 2024. Stúdió Erró í ParísDanielle Kvaran Í tilkynningu frá safninu er nánar fjallað um myndaseríuna. Þar segir að Erró hafi byrjað á seríunni árið 1977 og alls málað 137 málverk sem tengjast henni. „Nætur Errós myndgera enga sérstaka sögu frá Þúsund og einni nótt, en þar birtast sambærileg þema líkt og ferðalög, ást, ofbeldi. Nokkrar tilvísanir til Austurlanda er að finna hér og þar í gegnum mótíf sem eru fengin að láni úr vestrænum málverkum: ambáttir og kvennabúr, ljónaveiðar og þættir úr Biblíunni. Að mestu leyti vísa tilvitnanir verkanna í nútímasamfélagið, landvinninga út í geimnum, kínversku menningarbyltinguna, heimsvalda- og nýlendustríð.“ Erró í stúdíóinu sínu í París í mars 2016.Mynd/Danielle Kvaran Þá segir um Erró: Guðmundur Guðmundsson, öðru nafni Erró (f. 1932), er tvímælalaust einn þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Eftir nám á Íslandi innritaðist hann í listaakademíuna í Osló tvítugur að aldri. Árið 1954 stundað hann nám við listaakademíuna í Flórens og síðan í Ravenna þar sem hann lagði áherslu á gerð mósaíkmynda. Hann fluttist til Parísar árið 1958 og hefur búið þar síðan. Árið 1963 fór Erró í fyrsta sinn til New York og komst í kynni við popplistina sem þá var að ryðja sér til rúms. Næstu ár fékkst hann við ýmiss konar listform, svo sem gjörningalist og tilraunakennda kvikmyndagerð auk málaralistar. Hann varð brátt einn af forvígismönnum popplistarinnar og evrópska frásagnarmálverksins. Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um 2000 talsins. Í því safni er meðal annars að finna málverk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna allan feril listamannsins allt frá æskuárum. Auk listaverkanna gaf Erró borginni umfangsmikið safn einkabréfa og annarra gagna sem snerta listferil hans. Þessar ríkulegu heimildir hafa mikið gildi fyrir allar rannsóknir sem snerta listamanninn Erró og samtíma hans.
Myndlist Söfn Sýningar á Íslandi Reykjavík Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira