Læknar í Kópavogi fá ekki að sinna sjúklingum fyrir norðan Bjarki Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2024 13:15 Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar. Tveimur læknum með starfstöðvar í Kópavogi verður ekki leyft að mæta til Akureyrar inn á milli og sinna sjúklingum sínum þar. Forstjóri Heilsuverndar segir að þarna sé verið að mismuna sjúklingum eftir búsetu. Læknarnir tveir eru starfsmenn Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og eru með aðalstarfsstöðvar þar. Þeir höfðu ætlað sér að vera einnig með sjúklinga sem búsettir eru á Akureyri og ferðast norður til að sinna þeim og nýta sér aðstöðu Læknastofanna á Akureyri. Fólki er frjálst að velja sér heilsugæslustöð og heimilislækni óháð búsetu en þrátt fyrir það sendu Sjúkratryggingar Íslands bréf sem kemur í veg fyrir að læknarnir geti einnig sinnt sjúklingunum fyrir norðan. Fjöldi skjólstæðinga á Akureyri Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, segir ósamræmi ríkja hjá Sjúkratryggingum. „Við höfum einfaldlega velt því upp að það sé eðlilegt að við skoðum það að þegar margir skrá sig hjá okkur á Akureyri og vilja hitta sinn heimilislækni að okkur sé heimilt að geta komið til móts við þann skjólstæðingahóp en árétta að megin þjónustan er í Kópavogi,“ segir Teitur. Mega ekki neita fólki Hann segir fyrirkomulagið ekki skila auknum kostnaði til sjúklinga sem búa á Akureyri en vilja nýta sér þjónustu læknanna. Hann bendir á að hver sem er geti skráð sig á hvaða heilsugæslu sem er og heilsugæslurnar megi ekki neita fólki um nýskráningar. „Þá teljum við eðlilegt að reyna að koma til móts við þá á okkar eigin kostnaði og reyna að sinna þeim sem best á þeim stað sem þeir búa. Þetta er val. Við erum að horfa til þess að það val er verið að skerða með þessari nálgun Sjúkratrygginga,“ segir Teitur. Heilsuvernd fundar með Sjúkratryggingum á fimmtudag um málið. „Það eiga allir sjúklingar rétt á sömu þjónustu á sama gjaldi landið um kring. Um það snýst málið,“ segir Teitur. Heilbrigðismál Kópavogur Akureyri Stjórnsýsla Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Læknarnir tveir eru starfsmenn Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og eru með aðalstarfsstöðvar þar. Þeir höfðu ætlað sér að vera einnig með sjúklinga sem búsettir eru á Akureyri og ferðast norður til að sinna þeim og nýta sér aðstöðu Læknastofanna á Akureyri. Fólki er frjálst að velja sér heilsugæslustöð og heimilislækni óháð búsetu en þrátt fyrir það sendu Sjúkratryggingar Íslands bréf sem kemur í veg fyrir að læknarnir geti einnig sinnt sjúklingunum fyrir norðan. Fjöldi skjólstæðinga á Akureyri Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, segir ósamræmi ríkja hjá Sjúkratryggingum. „Við höfum einfaldlega velt því upp að það sé eðlilegt að við skoðum það að þegar margir skrá sig hjá okkur á Akureyri og vilja hitta sinn heimilislækni að okkur sé heimilt að geta komið til móts við þann skjólstæðingahóp en árétta að megin þjónustan er í Kópavogi,“ segir Teitur. Mega ekki neita fólki Hann segir fyrirkomulagið ekki skila auknum kostnaði til sjúklinga sem búa á Akureyri en vilja nýta sér þjónustu læknanna. Hann bendir á að hver sem er geti skráð sig á hvaða heilsugæslu sem er og heilsugæslurnar megi ekki neita fólki um nýskráningar. „Þá teljum við eðlilegt að reyna að koma til móts við þá á okkar eigin kostnaði og reyna að sinna þeim sem best á þeim stað sem þeir búa. Þetta er val. Við erum að horfa til þess að það val er verið að skerða með þessari nálgun Sjúkratrygginga,“ segir Teitur. Heilsuvernd fundar með Sjúkratryggingum á fimmtudag um málið. „Það eiga allir sjúklingar rétt á sömu þjónustu á sama gjaldi landið um kring. Um það snýst málið,“ segir Teitur.
Heilbrigðismál Kópavogur Akureyri Stjórnsýsla Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira