Bryndís um sigurmarkið: „Vissi ekki hvað ég átti að gera við mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. febrúar 2024 18:08 Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið gegn Serbíu Vísir/Hulda Margrét Ísland vann 2-1 sigur gegn Serbíu og tryggði sér áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og var í skýjunum eftir leik. „Ég á ekki orð til að lýsa þessu. Mér líður ógeðslega vel og að hafa náð marki á þessum tíma var geggjað,“ sagði Bryndís og hélt áfram að segja frá sigurmarkinu sem var hennar fyrsta landsliðsmark. „Sveindís fékk boltann inn fyrir vörnina og ég hljóp eins hratt og ég gat til að komast framhjá varnarmanninum og síðan sá ég boltann i netinu og þá vissi ég ekki hvað ég átti að gera við mig.“ Ísland lenti undir í leiknum og Bryndísi fannst ýmislegt vanta upp á í marki gestanna. „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun þegar þær skoruðu. Mér fannst við svara vel og við vorum að skapa færi í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fannst mér góð orka í okkur.“ „Þegar við jöfnuðum þá þurftum við bara að bæta við einu marki til þess að klára þetta og mér fannst orkan vera með okkur og við náðum að klára þær.“ Bryndís var gríðarlega ánægð með að hafa klárað einvígið og þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið muni leika áfram í A-deild þjóðadeildar. „Þær voru sterkar og við vissum að þetta yrði erfitt einvígi. Fyrsti leikurinn var smá vonbrigði en við komum inn í þennan leik af krafti og gerðum það sem við þurftum til þess að klára þetta. Það var gríðarlega mikilvægt að halda sér í A-deild og við erum sáttar,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir ánægð með sigurinn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sjá meira
„Ég á ekki orð til að lýsa þessu. Mér líður ógeðslega vel og að hafa náð marki á þessum tíma var geggjað,“ sagði Bryndís og hélt áfram að segja frá sigurmarkinu sem var hennar fyrsta landsliðsmark. „Sveindís fékk boltann inn fyrir vörnina og ég hljóp eins hratt og ég gat til að komast framhjá varnarmanninum og síðan sá ég boltann i netinu og þá vissi ég ekki hvað ég átti að gera við mig.“ Ísland lenti undir í leiknum og Bryndísi fannst ýmislegt vanta upp á í marki gestanna. „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun þegar þær skoruðu. Mér fannst við svara vel og við vorum að skapa færi í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fannst mér góð orka í okkur.“ „Þegar við jöfnuðum þá þurftum við bara að bæta við einu marki til þess að klára þetta og mér fannst orkan vera með okkur og við náðum að klára þær.“ Bryndís var gríðarlega ánægð með að hafa klárað einvígið og þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið muni leika áfram í A-deild þjóðadeildar. „Þær voru sterkar og við vissum að þetta yrði erfitt einvígi. Fyrsti leikurinn var smá vonbrigði en við komum inn í þennan leik af krafti og gerðum það sem við þurftum til þess að klára þetta. Það var gríðarlega mikilvægt að halda sér í A-deild og við erum sáttar,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir ánægð með sigurinn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sjá meira