„Ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 18:24 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði og lagði upp í sigrinum mikilvæga. Vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir var maður leiksins er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í seinni leik liðanna í einvígi um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hún segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi unnið einvígið vera einfalda. „Það er bara það að við skoruðum tvö mörk og þær bara eitt,“ sagði Sveindís glöð í bragði eftir sigurinn, en hún skoraði fyrra mark Íslands og lagði upp það seinna. „Við höfðum trú á verkefninu og mér fannst ósanngjarnt að við höfum verið undir í hálfleik. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna og það var að skora tvö mörk og halda hreinu í seinni. Við gerðum það bara og það skilaði okkur sigrinum.“ Íslenska liðið lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins og segir Sveindís það hafa verið högg. Hún segir þó að liðið hafi aldrei misst trú á verkefninu. „Það var svolítið högg þegar þær komast yfir bara í byrjun leiksins. En við höfðum tæpar 90 mínútur til að skora tvö og vinna. Þetta var bara eitthvað smá basl þarna og þær ná að skora. Það gerist oft að maður lendir undir en þá er bara karakter að koma til baka.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð að jafna metin í fyrri hálfleik fékk íslenska liðið tækifæri til þess. Þar á meðal fékk Sveindís eitt færi sem hún hefði viljað skora úr. „Þetta var eftir skot frá Karó [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur] og markmaðurinn ver. Mér fannst ég sjá hann svolítið seint en maður á alltaf að koma þessu inn. Þetta var bara smá óheppni og ég sagði það líka í viðtali í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það í seinni.“ Þá segir hún að liðsheildin hafi skilað íslenska liðinu sigrinum í seinni hálfleik. „Ég held að þetta hafi bara snúist um hvort liðið langaði þetta meira og við vildum vinna þetta. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna þetta. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur og við gerðum það í dag.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu í seinni eftir að þær skora. Við vitum að við erum gott varnarlið og við eigum ekki að fá á okkur mörg mörk. Mér fannst við gera þetta vel og þær fengu ekkert þannig séð mörg færi og voru ekki að opna okkur. Þær eru mjög aggressívar og mikil harka í þeim, en þær voru líka svolítið að henda sér niður sem fer svolítið í taugarnar á manni. En við hleyptum þeim ekki í hausinn á okkur og héldum bara áfram.“ „Þetta einkennir þær svolítið, að tefja. En við getum ekkert gert í því nema kannski að láta dómarann vita. Dómarinn gaf markmanninum þeirra gult spjald snemma í seinni hálfleik og það hjálpaði okkur. Hún getur þá ekki tekið fleiri sénsa. En svo var það bara geggjað hjá okkur að komast yfir og þá byrja þær að drífa sig. Við lokum bara á það og höldum vel í boltann. Mér fannst við gera það vel í lokin og gáfum engin færi á okkur.“ Klippa: Sveindís eftir sigurinn gegn Serbum Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
„Það er bara það að við skoruðum tvö mörk og þær bara eitt,“ sagði Sveindís glöð í bragði eftir sigurinn, en hún skoraði fyrra mark Íslands og lagði upp það seinna. „Við höfðum trú á verkefninu og mér fannst ósanngjarnt að við höfum verið undir í hálfleik. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna og það var að skora tvö mörk og halda hreinu í seinni. Við gerðum það bara og það skilaði okkur sigrinum.“ Íslenska liðið lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins og segir Sveindís það hafa verið högg. Hún segir þó að liðið hafi aldrei misst trú á verkefninu. „Það var svolítið högg þegar þær komast yfir bara í byrjun leiksins. En við höfðum tæpar 90 mínútur til að skora tvö og vinna. Þetta var bara eitthvað smá basl þarna og þær ná að skora. Það gerist oft að maður lendir undir en þá er bara karakter að koma til baka.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð að jafna metin í fyrri hálfleik fékk íslenska liðið tækifæri til þess. Þar á meðal fékk Sveindís eitt færi sem hún hefði viljað skora úr. „Þetta var eftir skot frá Karó [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur] og markmaðurinn ver. Mér fannst ég sjá hann svolítið seint en maður á alltaf að koma þessu inn. Þetta var bara smá óheppni og ég sagði það líka í viðtali í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það í seinni.“ Þá segir hún að liðsheildin hafi skilað íslenska liðinu sigrinum í seinni hálfleik. „Ég held að þetta hafi bara snúist um hvort liðið langaði þetta meira og við vildum vinna þetta. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna þetta. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur og við gerðum það í dag.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu í seinni eftir að þær skora. Við vitum að við erum gott varnarlið og við eigum ekki að fá á okkur mörg mörk. Mér fannst við gera þetta vel og þær fengu ekkert þannig séð mörg færi og voru ekki að opna okkur. Þær eru mjög aggressívar og mikil harka í þeim, en þær voru líka svolítið að henda sér niður sem fer svolítið í taugarnar á manni. En við hleyptum þeim ekki í hausinn á okkur og héldum bara áfram.“ „Þetta einkennir þær svolítið, að tefja. En við getum ekkert gert í því nema kannski að láta dómarann vita. Dómarinn gaf markmanninum þeirra gult spjald snemma í seinni hálfleik og það hjálpaði okkur. Hún getur þá ekki tekið fleiri sénsa. En svo var það bara geggjað hjá okkur að komast yfir og þá byrja þær að drífa sig. Við lokum bara á það og höldum vel í boltann. Mér fannst við gera það vel í lokin og gáfum engin færi á okkur.“ Klippa: Sveindís eftir sigurinn gegn Serbum
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30