„Munum gera allt til þess að koma okkur á EM“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. febrúar 2024 18:30 Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að Ísland muni leika í A-deild Þjóðadeildar. „Það var markmiðið og það tókst. Þetta snýst um að vinna leiki og auðvitað var þetta erfiður leikur. Við vissum að þær væru góðar og við fórum af fullum krafti í þennan leik og sigldum þessu heim.“ Ísland lenti undir snemma og Þorsteinn viðurkenndi það að mark Serba gerði leikinn erfiðari fyrir íslenska liðið. „Þær komust yfir eftir einstaklingsmistök hjá okkur og auðvitað gerði það leikinn erfiðari fyrir okkur. Ég var sáttur með að hafa unnið þennan leik og um það snýst þetta bara.“ „Ég er ekki búinn að sjá markið aftur. Við töpuðum boltanum á miðjunni og þær kláruðu færið vel.“ Ísland var marki undir í tæplega 69 mínútur en hvernig fannst Þorsteini liðið spila einu marki undir? „Mér fannst við gera það þokkalega vel í síðari hálfleik. Við herjuðum á þær í seinni hálfleik reyndar þegar að fyrra markið kom þá var komið jafnvægið í leikinn og þær komnar framar sem gerði það að verkum að það var pláss á bakvið þær sem okkur tókst að nýta.“ Serbía komst snemma yfir og var mikið að tefja í leiknum sem kom Þorsteini þó ekkert á óvart. „Við vissum þetta alveg fyrir leik ef staðan yrði markalaus eða þær komnar yfir þá myndu þær liggja mikið og reyna að drepa leikinn. Þær voru klókar í því og það reyndi á kollinn á okkur en mér fannst við leysa vel úr því.“ Þorsteinn var gríðarlega ánægður með síðari hálfleikinn og að hans mati fannst honum leikurinn snúast við í byrjun síðari hálfleiks. „Í byrjun seinni hálfleiks fannst mér við liggja á þeim. Eftir jöfnunarmarkið fóru þær að hugsa að þær þyrftu að vinna þennan leik líka og fóru framar á völlinn og við fengum pláss á bakvið þær og urðum hættulegri við það.“ Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og Þorsteinn var afar ánægður með hana. Þetta var fyrsta landsliðsmark Bryndísar. „Þetta var týpískt mark eins og hún myndi skora. Hún er góð í þessu að finna pláss og stöður. Þetta var ekta mark fyrir hana og það var týpískt fyrir hana að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þorsteinn sagði að lokum að markmið liðsins væri að komast inn á EM en það væri þó langur vegur framundan. „Það er langur vegur eftir. Við skoðum framhaldið í næsta glugga og það er mikið eftir og mikið verk framundan. Það er markmiðið að komast á EM og það er það sem við stefnum að og munum gera allt til þess að koma okkur á EM,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira
„Það var markmiðið og það tókst. Þetta snýst um að vinna leiki og auðvitað var þetta erfiður leikur. Við vissum að þær væru góðar og við fórum af fullum krafti í þennan leik og sigldum þessu heim.“ Ísland lenti undir snemma og Þorsteinn viðurkenndi það að mark Serba gerði leikinn erfiðari fyrir íslenska liðið. „Þær komust yfir eftir einstaklingsmistök hjá okkur og auðvitað gerði það leikinn erfiðari fyrir okkur. Ég var sáttur með að hafa unnið þennan leik og um það snýst þetta bara.“ „Ég er ekki búinn að sjá markið aftur. Við töpuðum boltanum á miðjunni og þær kláruðu færið vel.“ Ísland var marki undir í tæplega 69 mínútur en hvernig fannst Þorsteini liðið spila einu marki undir? „Mér fannst við gera það þokkalega vel í síðari hálfleik. Við herjuðum á þær í seinni hálfleik reyndar þegar að fyrra markið kom þá var komið jafnvægið í leikinn og þær komnar framar sem gerði það að verkum að það var pláss á bakvið þær sem okkur tókst að nýta.“ Serbía komst snemma yfir og var mikið að tefja í leiknum sem kom Þorsteini þó ekkert á óvart. „Við vissum þetta alveg fyrir leik ef staðan yrði markalaus eða þær komnar yfir þá myndu þær liggja mikið og reyna að drepa leikinn. Þær voru klókar í því og það reyndi á kollinn á okkur en mér fannst við leysa vel úr því.“ Þorsteinn var gríðarlega ánægður með síðari hálfleikinn og að hans mati fannst honum leikurinn snúast við í byrjun síðari hálfleiks. „Í byrjun seinni hálfleiks fannst mér við liggja á þeim. Eftir jöfnunarmarkið fóru þær að hugsa að þær þyrftu að vinna þennan leik líka og fóru framar á völlinn og við fengum pláss á bakvið þær og urðum hættulegri við það.“ Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og Þorsteinn var afar ánægður með hana. Þetta var fyrsta landsliðsmark Bryndísar. „Þetta var týpískt mark eins og hún myndi skora. Hún er góð í þessu að finna pláss og stöður. Þetta var ekta mark fyrir hana og það var týpískt fyrir hana að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þorsteinn sagði að lokum að markmið liðsins væri að komast inn á EM en það væri þó langur vegur framundan. „Það er langur vegur eftir. Við skoðum framhaldið í næsta glugga og það er mikið eftir og mikið verk framundan. Það er markmiðið að komast á EM og það er það sem við stefnum að og munum gera allt til þess að koma okkur á EM,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira