Sport

Fær stærsta samninginn síðan að Usain Bolt hætti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adidas veðjar á bandaríska spretthlauparann Noah Lyles á  næstu árum.
Adidas veðjar á bandaríska spretthlauparann Noah Lyles á  næstu árum. Getty/Sam Wasson

Usain Bolt var langstærsta frjálsíþróttastjarna heims á sínum tíma og fékk þar af leiðandi stærstu auglýsingasamningana.

Nú hefur bandarískur spretthlaupari fengið stærsta auglýsingasamninginn síðan að Usain Bolt hætti.

Hér erum við að tala hinn sprettharða Noah Lyles.

Lyles skrifaði nýverið undir samning við Adidas sem nær fram yfir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028.

Umboðsmaður hans staðfestir að enginn hafi fengið stærri samning síðan að hlaupaskór Bolt fóru upp á hillu.

Hinn 26 ára gamli Lyles vann gullþrennu á síðasta heimsmeistaramóti. Hann vann þá 100 metra hlaupið, 200 metra hlaupið og svo 4 x 100 metra boðhlaup með bandarísku sveitinni.

Enginn hafði náð því síðan að umræddur Bolt gerði það á HM 2015.

Lyles hefur hraðast hlaupið á 9,83 sekúndum í 100 metra hlaupi og á 19,31 sekúndum í 200 metra hlaupi.

Það er búist við því að Lyles reyni við þrennuna á Ólympíuleikunum í París í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×