Strætóáskorunin sem sumir þurfa að standast til að fá bílprófið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 11:39 Formaður Ökukennarafélagsins telur að bæta ætti almenningssamgöngur á svæðinu við Ökuskóla 3. Fólk átti sig hreinlega ekki á því hvað þurfi að gera til að komast upp í húsnæðið, sem er í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Við spreyttum okkur á ferðalaginu í Íslandi í dag. Ökuskóli 3 hefur verið skylduáfangi í ökunámi frá árinu 2010 og var fyrst staðsettur við Laugarnesveg í Reykjavík. Hann er nú fluttur að Álfhellu í útjaðri Hafnarfjarðar, steinsnar frá álverinu í Straumsvík. Hverfið er tiltölulega nýtt og fyrst um sinn var raunar vandkvæðum háð að finna staðsetningu Ökuskólans á korti. Úr því hefur þó verið bætt. En staðsetningin er ekki beint í alfaraleið - og næstum allir sem eiga þangað erindi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki með bíl til umráða. Þeir sem til dæmis eru búsettir í tilteknum hverfum Reykjavíkur og búa ekki svo vel að geta fengið far eiga ákveðna áskorun fyrir höndum. Ef lagt er af stað frá Suðurlandsbraut, eins og gert var í innslaginu hér fyrir ofan, þarf til að mynda að taka tvo strætisvagna upp á Velli í Hafnarfirði. Þriðja legginn þarf svo að panta sérstaklega með fyrirvara. Ferðalagið tók klukkutíma og tíu mínútur. Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Það er einmitt kannski ekki að undra að langflestum ökunemum sé skutlað í Ökuskóla 3. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá Ökukennarafélagi Íslands, að sögn Þuríðar B. Ægisdóttur, formanns félagsins. „Við erum sko aldeilis búin að spá í því. Við erum líka búin að hafa samband við Strætó, og líka búin að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ. Fyrirkomulagið þarna hentar okkur afskaplega illa, fólk áttar sig ekki á því hvað það þarf að gera til þess að koma alla leið til okkar og það er bara tilvalið að það verði farið að skoða. Því þarna fjölgar bara fyrirtækjum, svæðið stækkar og stækkar. Við erum með þannig starfsemi að við eigum ekki heima inni í bæjarfélagi.“ Brot úr Íslandi í dag gærkvöldsins má horfa á í spilaranum fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Bílar Skóla- og menntamál Hafnarmál Strætó Bílpróf Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Ökuskóli 3 hefur verið skylduáfangi í ökunámi frá árinu 2010 og var fyrst staðsettur við Laugarnesveg í Reykjavík. Hann er nú fluttur að Álfhellu í útjaðri Hafnarfjarðar, steinsnar frá álverinu í Straumsvík. Hverfið er tiltölulega nýtt og fyrst um sinn var raunar vandkvæðum háð að finna staðsetningu Ökuskólans á korti. Úr því hefur þó verið bætt. En staðsetningin er ekki beint í alfaraleið - og næstum allir sem eiga þangað erindi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki með bíl til umráða. Þeir sem til dæmis eru búsettir í tilteknum hverfum Reykjavíkur og búa ekki svo vel að geta fengið far eiga ákveðna áskorun fyrir höndum. Ef lagt er af stað frá Suðurlandsbraut, eins og gert var í innslaginu hér fyrir ofan, þarf til að mynda að taka tvo strætisvagna upp á Velli í Hafnarfirði. Þriðja legginn þarf svo að panta sérstaklega með fyrirvara. Ferðalagið tók klukkutíma og tíu mínútur. Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Það er einmitt kannski ekki að undra að langflestum ökunemum sé skutlað í Ökuskóla 3. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá Ökukennarafélagi Íslands, að sögn Þuríðar B. Ægisdóttur, formanns félagsins. „Við erum sko aldeilis búin að spá í því. Við erum líka búin að hafa samband við Strætó, og líka búin að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ. Fyrirkomulagið þarna hentar okkur afskaplega illa, fólk áttar sig ekki á því hvað það þarf að gera til þess að koma alla leið til okkar og það er bara tilvalið að það verði farið að skoða. Því þarna fjölgar bara fyrirtækjum, svæðið stækkar og stækkar. Við erum með þannig starfsemi að við eigum ekki heima inni í bæjarfélagi.“ Brot úr Íslandi í dag gærkvöldsins má horfa á í spilaranum fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Bílar Skóla- og menntamál Hafnarmál Strætó Bílpróf Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira