Uppsagnir hjá Alvotech Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 16:42 Róbert Wessman er stofnandi Alvotech. Vísir/Vilhelm Þónokkrum starfsmönnum lyfjafyrirtækisins Alvotech var sagt upp störfum í dag. Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. Vísi bárust ábendingar þess efnis að allt að tuttugu manns hefði verið sagt upp. Benedikt segist ekki vera með nákvæma tölu á hreinu. Þá segir hann að starfsmennirnir sem sagt var upp hafi starfað bæði hér á landi sem og erlendis. Innan við mánuður frá síðustu uppsögnum Greint var frá því fyrir síðustu mánaðamót að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hjá Alvotech. Benedikt sagði þá að það væru alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki væri sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ sagði Benedikt. Hann sagði að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara þá hafi starfað á Íslandi. Fengu fleiri milljarða inn í reksturinn í fyrradag Alvotech tilkynnti aðfaranótt laugardags að félagið hefði fengið langþráð grænt ljós frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Margir höfðu beðið lengi eftir leyfinu, enda er eitt Humira mest selda lyf í heiminum. Búist var við því að gengi hlutabréfa í Alvotech myndu taka kipp upp á við við opnun markaða á mánudag. Flestir áhugasamir um markaðinn ráku þó upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir sáu að bréf í félaginu höfðu verið keypt fyrir 23 milljarða króna fyrir opnun markaða. Alvotech tilkynnti þá að félagið hefði gengið að tilboði hóps fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna. Í tilkynningu sagði að Alvotech hyggðist nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Gengið rauk upp en fór hratt niður aftur Við opnun markaðar hér á landi tók gengi bréfa í Alvotech að stíga hratt upp á við og fór hæst í 2.500 krónur á hlut áður en það endaði í 2.450 krónum í dagslok. Tilboð fagfjárfestanna hljóðaði upp á 2.250 krónur á hlut og því leit út fyrir um tíma að þeir hefði efnast um 2,5 milljarða króna yfir morgunkaffinu. Í gær var hins vegar eldrauður dagur í Kauphöllinni og Alvotech leiddi lækkanir. Við dagslok var gengið komið niður um 7,76 prósent í 2.260 krónur. Sú þróun hélt svo áfram í dag og verðið stendur í 2.190 krónum, 3,10 prósentum lægra en í gær. Þá er gengið komið tíu krónur undir dagslokagengi á föstudag, áður en tilkynnt var um leyfið verðmæta. Fréttin verður uppfærð. Alvotech Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. Vísi bárust ábendingar þess efnis að allt að tuttugu manns hefði verið sagt upp. Benedikt segist ekki vera með nákvæma tölu á hreinu. Þá segir hann að starfsmennirnir sem sagt var upp hafi starfað bæði hér á landi sem og erlendis. Innan við mánuður frá síðustu uppsögnum Greint var frá því fyrir síðustu mánaðamót að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hjá Alvotech. Benedikt sagði þá að það væru alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki væri sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ sagði Benedikt. Hann sagði að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara þá hafi starfað á Íslandi. Fengu fleiri milljarða inn í reksturinn í fyrradag Alvotech tilkynnti aðfaranótt laugardags að félagið hefði fengið langþráð grænt ljós frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Margir höfðu beðið lengi eftir leyfinu, enda er eitt Humira mest selda lyf í heiminum. Búist var við því að gengi hlutabréfa í Alvotech myndu taka kipp upp á við við opnun markaða á mánudag. Flestir áhugasamir um markaðinn ráku þó upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir sáu að bréf í félaginu höfðu verið keypt fyrir 23 milljarða króna fyrir opnun markaða. Alvotech tilkynnti þá að félagið hefði gengið að tilboði hóps fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna. Í tilkynningu sagði að Alvotech hyggðist nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Gengið rauk upp en fór hratt niður aftur Við opnun markaðar hér á landi tók gengi bréfa í Alvotech að stíga hratt upp á við og fór hæst í 2.500 krónur á hlut áður en það endaði í 2.450 krónum í dagslok. Tilboð fagfjárfestanna hljóðaði upp á 2.250 krónur á hlut og því leit út fyrir um tíma að þeir hefði efnast um 2,5 milljarða króna yfir morgunkaffinu. Í gær var hins vegar eldrauður dagur í Kauphöllinni og Alvotech leiddi lækkanir. Við dagslok var gengið komið niður um 7,76 prósent í 2.260 krónur. Sú þróun hélt svo áfram í dag og verðið stendur í 2.190 krónum, 3,10 prósentum lægra en í gær. Þá er gengið komið tíu krónur undir dagslokagengi á föstudag, áður en tilkynnt var um leyfið verðmæta. Fréttin verður uppfærð.
Alvotech Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira