Sendir 81 árs gamlan eiganda Dallas Cowboys í faðernispróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2024 12:30 Jerry Jones sést hér með eiginkonu sinni Eugeniu Jones sem er hægra megin á myndinni. Þau hafa verið gift í 61 ár. Getty/Ethan Miller Dómstóll í Dallas hefur ákveðið að Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, þurfi að gangast undir faðernispróf. Málið tengist því að 27 ára gömul kona heldur því fram að Jones sé faðir hennar. Dómstóllinn hafnaði áfrýjun Jones frá 2022. Konan heitir Alexandra Davis og segir að hún hafi komið undir í sambandi Jones og móður hennar á tíunda áratug síðustu aldar. Jerry Jones must take paternity test to see if he s the father of 27-year-old woman after his appeal is rejected https://t.co/zuTm1BwHGQ pic.twitter.com/SMihrJQsKi— New York Post Sports (@nypostsports) March 1, 2024 Lögfræðingar Jones gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir það að faðernisprófið verði framkvæmt og láta meðal annars reyna á lagalegt réttmæti þess að neyða Jones í slíkt próf. Davis lögsótti Jones árið 2022 og sóttist eftir því að dómarinn myndi ógilda samkomulag móður hennar við Jones. Móðirin skrifaði undir slíkan samning þegar barnið var tveggja ára. Samkvæmt Davis kom það það fram í samkomulaginu að Jones myndi styðja móðurina fjárhagslega svo framarlega hún opinberaði ekki að hann væri faðir Alexöndru. Jones segir að það sé ekki satt. Jones giftist konu sinni Gene árið 1963. Þau eiga þrjú börn saman og öll börnin þeirra starfa hjá Cowboys félaginu. Hinn 81 árs gamli Jones er ekki bara eigandi félagsins heldur einnig forseti og framkvæmdastjóri Dallas Cowboys. Lögfræðingar Jones segja að Alexandra Davis hafi þegar fengið samanlagt milljónir dollara frá Jones á ævi sinni. Hann er milljarðamæringur og Dallas Cowboys er verðmætasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Virði þess hefur þúsundfaldast síðan hann eignaðist félagið árið 1989. : A judge has ordered #Cowboys Owner Jerry Jones to submit a DNA test in a paternity lawsuit brought by a woman that is claiming to be his daughter. Alexandra Davis, 26, sued Jones in March, claiming the 80-year-old billionaire was her father and had been pic.twitter.com/1mtNYrjxfp— JPAFootball (@jasrifootball) February 29, 2024 NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Málið tengist því að 27 ára gömul kona heldur því fram að Jones sé faðir hennar. Dómstóllinn hafnaði áfrýjun Jones frá 2022. Konan heitir Alexandra Davis og segir að hún hafi komið undir í sambandi Jones og móður hennar á tíunda áratug síðustu aldar. Jerry Jones must take paternity test to see if he s the father of 27-year-old woman after his appeal is rejected https://t.co/zuTm1BwHGQ pic.twitter.com/SMihrJQsKi— New York Post Sports (@nypostsports) March 1, 2024 Lögfræðingar Jones gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir það að faðernisprófið verði framkvæmt og láta meðal annars reyna á lagalegt réttmæti þess að neyða Jones í slíkt próf. Davis lögsótti Jones árið 2022 og sóttist eftir því að dómarinn myndi ógilda samkomulag móður hennar við Jones. Móðirin skrifaði undir slíkan samning þegar barnið var tveggja ára. Samkvæmt Davis kom það það fram í samkomulaginu að Jones myndi styðja móðurina fjárhagslega svo framarlega hún opinberaði ekki að hann væri faðir Alexöndru. Jones segir að það sé ekki satt. Jones giftist konu sinni Gene árið 1963. Þau eiga þrjú börn saman og öll börnin þeirra starfa hjá Cowboys félaginu. Hinn 81 árs gamli Jones er ekki bara eigandi félagsins heldur einnig forseti og framkvæmdastjóri Dallas Cowboys. Lögfræðingar Jones segja að Alexandra Davis hafi þegar fengið samanlagt milljónir dollara frá Jones á ævi sinni. Hann er milljarðamæringur og Dallas Cowboys er verðmætasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Virði þess hefur þúsundfaldast síðan hann eignaðist félagið árið 1989. : A judge has ordered #Cowboys Owner Jerry Jones to submit a DNA test in a paternity lawsuit brought by a woman that is claiming to be his daughter. Alexandra Davis, 26, sued Jones in March, claiming the 80-year-old billionaire was her father and had been pic.twitter.com/1mtNYrjxfp— JPAFootball (@jasrifootball) February 29, 2024
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira