Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austfjörðum.
Þar segir að tilkynning um flóðið hafi borist rétt upp úr klukkan fjögur. Tveir voru á svæðinu þegar flóðið féll og lenti annar þeirra undir. Viðbragðsaðilar voru strax ræstir út, björgunarsveitir á svæðinu og þyrla Landhelgisgæslu reiðubúin að fara af stað með hjálparlið og búnað. Aðgerðastjórn í umdæminu var virkjuð og samhæfingarstöð Almannavarna.
Um klukkan 16:30 var viðkomandi fundinn og laus undan flóðinu með aðstoð félaga síns. Hann var í kjölfarið fluttur undir læknishendur með sjúkrabifreið. Ekki er talið að meiðsl hans séu alvarleg en lerkaður eftir. Viðbragðsaðilar voru þá kallaðir til baka, rétt um klukkan 16:40.
Snjóflóðaeftirlit Veðurstofu var strax upplýst um atvik. Svæðinu hefur nú verið lokað þar til metið hefur verið hvort hætta er enn til staðar.