Fékk ekki hreinlætisvörur á spítalanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. mars 2024 20:59 Nadía og Stefanía. Vísir/Steingrímur Dúi Íslensk kona sem lögð var inn á spítala í Búlgaríu fyrr í mánuðinum er komin heim. Dóttir hennar og frænka lýsa hræðilegum aðstæðum á spítalanum, og tregðu í íslenska kerfinu. Lára Björk Sigrúnardóttir var lögð þungt haldin inn á gjörgæsludeild í borginni Varna í Búlgaríu 10. febrúar, eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út í þvagfærasýkingu. Það varð til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýru og lifur. Dóttir Láru var um tíma úti í Búlgaríu til að liðka fyrir því að hægt væri að koma Láru með sjúkraflugi til Íslands, en illa gekk að fá afhent sjúkragögn svo samtökin SOS International gætu metið ástand hennar til að fljúga. „Sjúkragögnin voru meginástæða þess að SOS gæti aðstoðað okkur. Áður en Nadía og Arnar fóru út voru þau búin að vera í samskiptum við spítalann og það var alltaf skellt á, og við fengum sendiherrann í Varsjá til að aðstoða okkur, það var einnig skellt á hann. SOS hringdu á spítalann, það var skellt á þá. Það var sama, það voru alltaf bara sömu svör,“ segir Stefanía Björg Jónsdóttir, frænka Láru. Aðstæður Láru á búlgarska spítalanum hafi verið afar slæmar. „Hún var ekki með neyðarbjöllu, þannig að ef hana vantaði aðstoð þá gat hún ekki hringt á hjálp. Ef hún sá lækna eða hjúkrunarfræðinga labba fram hjá sér þá var hún hundsuð. Hún var að fá tvær máltíðir á dag,“ segir Stefanía. Lá undir gardínu Dóttir Láru segir að móðir sín hafi verið nakin í sjúkrarúminu ýmist með teppi eða gardínu yfir sig. „Henni fannst mjög óþægilegt að vera nakin, við vorum búin að koma með föt til hennar og búin að fá leyfi til þess að fara með föt til hennar, en hún fékk aldrei þessi föt. Við komum með hreinlætisvörur sem hún fékk ekki. Það var ennþá maskari undir augunum. Það voru búnar að myndast flækjur í hárinu hennar, hún var ekki böðuð eða þurrkað af henni,“ segir Nadía Rós Sheriff, dóttir Láru. Fyrir tæpum tveimur vikum fengust loks afhentar skýrslur sem voru nauðsynlegar til að koma Láru í sjúkraflug síðastliðinn mánudag. Henni hrakaði hins vegar aftur og því þurfti að fresta fluginu þar til hún fengi blóðgjöf. Lára er að sögn dóttur hennar himinlifandi með að vera komin heim til Íslands. Kerfið þurfi að tala saman Lára kom til Íslands um hálf tíu á fimmtudagskvöld, og er afar ánægð að vera loks komin heim. „Bara þakklát fyrir allan stuðninginn sem hún fékk, hún fann bara ótrúlega mikla umhyggju frá öllum á Íslandi,“ segir Nadía, en móðir hennar er í einangrun á Landspítalanum. Nadía og Stefanía eru sammála um að skerpa þurfi á íslenska kerfinu þegar mál sem þetta kemur upp, meðal annars með tilliti til samskipta milli heilbrigðis- og utanríkisráðuneytis og borgaraþjónustunnar. „Ég hélt að við værum bara að fara að hringja í borgaraþjónustuna og þau myndu bara redda málunum,“ segir Nadía. „Okkar upplifun er sú að það sé ekki verið að tala saman þegar íslenskur ríkisborgari lendir á sjúkrahúsi erlendis,“ segir Stefanía. Búlgaría Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. 18. febrúar 2024 19:08 Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. 19. febrúar 2024 17:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Lára Björk Sigrúnardóttir var lögð þungt haldin inn á gjörgæsludeild í borginni Varna í Búlgaríu 10. febrúar, eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út í þvagfærasýkingu. Það varð til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýru og lifur. Dóttir Láru var um tíma úti í Búlgaríu til að liðka fyrir því að hægt væri að koma Láru með sjúkraflugi til Íslands, en illa gekk að fá afhent sjúkragögn svo samtökin SOS International gætu metið ástand hennar til að fljúga. „Sjúkragögnin voru meginástæða þess að SOS gæti aðstoðað okkur. Áður en Nadía og Arnar fóru út voru þau búin að vera í samskiptum við spítalann og það var alltaf skellt á, og við fengum sendiherrann í Varsjá til að aðstoða okkur, það var einnig skellt á hann. SOS hringdu á spítalann, það var skellt á þá. Það var sama, það voru alltaf bara sömu svör,“ segir Stefanía Björg Jónsdóttir, frænka Láru. Aðstæður Láru á búlgarska spítalanum hafi verið afar slæmar. „Hún var ekki með neyðarbjöllu, þannig að ef hana vantaði aðstoð þá gat hún ekki hringt á hjálp. Ef hún sá lækna eða hjúkrunarfræðinga labba fram hjá sér þá var hún hundsuð. Hún var að fá tvær máltíðir á dag,“ segir Stefanía. Lá undir gardínu Dóttir Láru segir að móðir sín hafi verið nakin í sjúkrarúminu ýmist með teppi eða gardínu yfir sig. „Henni fannst mjög óþægilegt að vera nakin, við vorum búin að koma með föt til hennar og búin að fá leyfi til þess að fara með föt til hennar, en hún fékk aldrei þessi föt. Við komum með hreinlætisvörur sem hún fékk ekki. Það var ennþá maskari undir augunum. Það voru búnar að myndast flækjur í hárinu hennar, hún var ekki böðuð eða þurrkað af henni,“ segir Nadía Rós Sheriff, dóttir Láru. Fyrir tæpum tveimur vikum fengust loks afhentar skýrslur sem voru nauðsynlegar til að koma Láru í sjúkraflug síðastliðinn mánudag. Henni hrakaði hins vegar aftur og því þurfti að fresta fluginu þar til hún fengi blóðgjöf. Lára er að sögn dóttur hennar himinlifandi með að vera komin heim til Íslands. Kerfið þurfi að tala saman Lára kom til Íslands um hálf tíu á fimmtudagskvöld, og er afar ánægð að vera loks komin heim. „Bara þakklát fyrir allan stuðninginn sem hún fékk, hún fann bara ótrúlega mikla umhyggju frá öllum á Íslandi,“ segir Nadía, en móðir hennar er í einangrun á Landspítalanum. Nadía og Stefanía eru sammála um að skerpa þurfi á íslenska kerfinu þegar mál sem þetta kemur upp, meðal annars með tilliti til samskipta milli heilbrigðis- og utanríkisráðuneytis og borgaraþjónustunnar. „Ég hélt að við værum bara að fara að hringja í borgaraþjónustuna og þau myndu bara redda málunum,“ segir Nadía. „Okkar upplifun er sú að það sé ekki verið að tala saman þegar íslenskur ríkisborgari lendir á sjúkrahúsi erlendis,“ segir Stefanía.
Búlgaría Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. 18. febrúar 2024 19:08 Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. 19. febrúar 2024 17:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35
Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. 18. febrúar 2024 19:08
Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. 19. febrúar 2024 17:57
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent