Leipzig vann góðan fimm marka sigur á Melsungen í sannkölluðum Íslendingaslag, lokatölur 32-27. Líkt og svo oft áður var Viggó allt í öllu í liði Leipzig en hann skoraði 7 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað hjá Leipzig í dag en faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, er sem fyrr þjálfari liðsins.
Hjá Melsungen var Elvar Örn markahæstur með 9 mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson komst hins vegar ekki á blað.
Leipzig er í 10. sæti með 19 stig á meðan Melsungen er í 5. sæti með 31 stig og harðari baráttu um Evrópusæti.