Hávaxnasti maður landsins loksins í almennilegu rúmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2024 20:05 Ragnar Ágúst hefur alltaf átt í miklum vandræðum með að finna sér rúm og dýnu sem hentar lengd hans en nú er það loksins komið hjá honum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið æði flókið að vera hávaxnasti maður landsins og get ekki sofið í rúmi án þess að fæturnir standi langt fram úr eins og fréttamaður varð vitni af þegar hann lagðist í rúmið með manninum, sem er tveir metrar og tuttugu sentímetrar á hæð. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem er alltaf kallaður Raggi Nat, er Hvergerðingur og þekktur körfuboltamaður sem spilar með Hamri og íslenska landsliðinu. Raggi er engin smásmíði þegar kemur að hæð og er hæstur á Íslandi, tveir og tuttugu, notar skó númer 52 og þarf að láta sérsauma föt á sig. Það hefur alltaf verið vesen fyrir Ragga að velja sér rúm til að sofa í og hvað þá á dýnu sem passar. Hér er Ragnar í hefðbundnu rúmi, sem er allt of lítið. „Hnén standa næstum bara fram úr í þessu, þetta er ekki alveg gert fyrir mann eins og mig,” segir Raggi. Ragnar Ágúst og fréttamaður að ræða saman.Aðsend Raggi hitti mann óvænt á dögunum, sem býr reyndar líka í Hveragerði og er með fyrirtæki sem selur rúm og dýnur í höfuðborginni og þá fóru hlutirnir að gerast. „Já, ég fékk hérna rúm, sem er tveir og fjörutíu í Woolroom og það er í fyrsta skipti í mörg ár, sem ég er með rúm, sem ég passa í, ekki bara á stærðina heldur er líka ullardýna, sem er alveg geggjuð,” segir Raggi. Hvenær ertu vaknaður á morgnanna? „Það er oftast um áttaleytið en það fer eftir því hvort ég er með dóttur mína með mér, hún á það til að vakna aðeins fyrr en ég reyni að vera komin á fætur um átta,” segir Raggi. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hæsti Íslendingurinn, sem er 2,20 sentímetrar að ræða við Vilmund Möller Sigurðsson eigandi Woolroom.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hvergerðingurinn er ánægður með að hafa getað reddað risa Hvergerðingnum rúmi og dýnu. „Já, ég er svona að reyna að koma því á framfæri líka til íþróttafólks eins og til allra að svefninn er í rauninni ekki bara tímalengd heldur er hann svefngæði. Þetta er alveg eins og að borða mat, það er ekki nóg að borða mikið, við vitum að þú þarft að borða heilnæmt til þess að ná toppárangri, til dæmis í íþróttum,” segir Vilmundur Möller Sigurðsson, eigandi Woolroom og bætir við. Ragnar er rosalega hár eins og sjá má.Aðsend „Þú þarft að sofa heilnæmt, þú þarft að sofa á heilnæmum efnum og þar virðist ullin hafa vinningin umfram held ég bara allt er í boði allavega á Íslandi.” Og Raggi segir frábært að vera svona hávaxinn, það komi sér nánast alltaf vel. „Það eru bara öll tækifærin, sem liggja í þessu. Það er að nýta þetta í körfuboltann og líta niður á alla aðra, það er mjög skemmtilegt,” segir hann hlæjandi. Hveragerði Reykjavík Verslun Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem er alltaf kallaður Raggi Nat, er Hvergerðingur og þekktur körfuboltamaður sem spilar með Hamri og íslenska landsliðinu. Raggi er engin smásmíði þegar kemur að hæð og er hæstur á Íslandi, tveir og tuttugu, notar skó númer 52 og þarf að láta sérsauma föt á sig. Það hefur alltaf verið vesen fyrir Ragga að velja sér rúm til að sofa í og hvað þá á dýnu sem passar. Hér er Ragnar í hefðbundnu rúmi, sem er allt of lítið. „Hnén standa næstum bara fram úr í þessu, þetta er ekki alveg gert fyrir mann eins og mig,” segir Raggi. Ragnar Ágúst og fréttamaður að ræða saman.Aðsend Raggi hitti mann óvænt á dögunum, sem býr reyndar líka í Hveragerði og er með fyrirtæki sem selur rúm og dýnur í höfuðborginni og þá fóru hlutirnir að gerast. „Já, ég fékk hérna rúm, sem er tveir og fjörutíu í Woolroom og það er í fyrsta skipti í mörg ár, sem ég er með rúm, sem ég passa í, ekki bara á stærðina heldur er líka ullardýna, sem er alveg geggjuð,” segir Raggi. Hvenær ertu vaknaður á morgnanna? „Það er oftast um áttaleytið en það fer eftir því hvort ég er með dóttur mína með mér, hún á það til að vakna aðeins fyrr en ég reyni að vera komin á fætur um átta,” segir Raggi. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hæsti Íslendingurinn, sem er 2,20 sentímetrar að ræða við Vilmund Möller Sigurðsson eigandi Woolroom.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hvergerðingurinn er ánægður með að hafa getað reddað risa Hvergerðingnum rúmi og dýnu. „Já, ég er svona að reyna að koma því á framfæri líka til íþróttafólks eins og til allra að svefninn er í rauninni ekki bara tímalengd heldur er hann svefngæði. Þetta er alveg eins og að borða mat, það er ekki nóg að borða mikið, við vitum að þú þarft að borða heilnæmt til þess að ná toppárangri, til dæmis í íþróttum,” segir Vilmundur Möller Sigurðsson, eigandi Woolroom og bætir við. Ragnar er rosalega hár eins og sjá má.Aðsend „Þú þarft að sofa heilnæmt, þú þarft að sofa á heilnæmum efnum og þar virðist ullin hafa vinningin umfram held ég bara allt er í boði allavega á Íslandi.” Og Raggi segir frábært að vera svona hávaxinn, það komi sér nánast alltaf vel. „Það eru bara öll tækifærin, sem liggja í þessu. Það er að nýta þetta í körfuboltann og líta niður á alla aðra, það er mjög skemmtilegt,” segir hann hlæjandi.
Hveragerði Reykjavík Verslun Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira