Hávaxnasti maður landsins loksins í almennilegu rúmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2024 20:05 Ragnar Ágúst hefur alltaf átt í miklum vandræðum með að finna sér rúm og dýnu sem hentar lengd hans en nú er það loksins komið hjá honum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið æði flókið að vera hávaxnasti maður landsins og get ekki sofið í rúmi án þess að fæturnir standi langt fram úr eins og fréttamaður varð vitni af þegar hann lagðist í rúmið með manninum, sem er tveir metrar og tuttugu sentímetrar á hæð. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem er alltaf kallaður Raggi Nat, er Hvergerðingur og þekktur körfuboltamaður sem spilar með Hamri og íslenska landsliðinu. Raggi er engin smásmíði þegar kemur að hæð og er hæstur á Íslandi, tveir og tuttugu, notar skó númer 52 og þarf að láta sérsauma föt á sig. Það hefur alltaf verið vesen fyrir Ragga að velja sér rúm til að sofa í og hvað þá á dýnu sem passar. Hér er Ragnar í hefðbundnu rúmi, sem er allt of lítið. „Hnén standa næstum bara fram úr í þessu, þetta er ekki alveg gert fyrir mann eins og mig,” segir Raggi. Ragnar Ágúst og fréttamaður að ræða saman.Aðsend Raggi hitti mann óvænt á dögunum, sem býr reyndar líka í Hveragerði og er með fyrirtæki sem selur rúm og dýnur í höfuðborginni og þá fóru hlutirnir að gerast. „Já, ég fékk hérna rúm, sem er tveir og fjörutíu í Woolroom og það er í fyrsta skipti í mörg ár, sem ég er með rúm, sem ég passa í, ekki bara á stærðina heldur er líka ullardýna, sem er alveg geggjuð,” segir Raggi. Hvenær ertu vaknaður á morgnanna? „Það er oftast um áttaleytið en það fer eftir því hvort ég er með dóttur mína með mér, hún á það til að vakna aðeins fyrr en ég reyni að vera komin á fætur um átta,” segir Raggi. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hæsti Íslendingurinn, sem er 2,20 sentímetrar að ræða við Vilmund Möller Sigurðsson eigandi Woolroom.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hvergerðingurinn er ánægður með að hafa getað reddað risa Hvergerðingnum rúmi og dýnu. „Já, ég er svona að reyna að koma því á framfæri líka til íþróttafólks eins og til allra að svefninn er í rauninni ekki bara tímalengd heldur er hann svefngæði. Þetta er alveg eins og að borða mat, það er ekki nóg að borða mikið, við vitum að þú þarft að borða heilnæmt til þess að ná toppárangri, til dæmis í íþróttum,” segir Vilmundur Möller Sigurðsson, eigandi Woolroom og bætir við. Ragnar er rosalega hár eins og sjá má.Aðsend „Þú þarft að sofa heilnæmt, þú þarft að sofa á heilnæmum efnum og þar virðist ullin hafa vinningin umfram held ég bara allt er í boði allavega á Íslandi.” Og Raggi segir frábært að vera svona hávaxinn, það komi sér nánast alltaf vel. „Það eru bara öll tækifærin, sem liggja í þessu. Það er að nýta þetta í körfuboltann og líta niður á alla aðra, það er mjög skemmtilegt,” segir hann hlæjandi. Hveragerði Reykjavík Verslun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem er alltaf kallaður Raggi Nat, er Hvergerðingur og þekktur körfuboltamaður sem spilar með Hamri og íslenska landsliðinu. Raggi er engin smásmíði þegar kemur að hæð og er hæstur á Íslandi, tveir og tuttugu, notar skó númer 52 og þarf að láta sérsauma föt á sig. Það hefur alltaf verið vesen fyrir Ragga að velja sér rúm til að sofa í og hvað þá á dýnu sem passar. Hér er Ragnar í hefðbundnu rúmi, sem er allt of lítið. „Hnén standa næstum bara fram úr í þessu, þetta er ekki alveg gert fyrir mann eins og mig,” segir Raggi. Ragnar Ágúst og fréttamaður að ræða saman.Aðsend Raggi hitti mann óvænt á dögunum, sem býr reyndar líka í Hveragerði og er með fyrirtæki sem selur rúm og dýnur í höfuðborginni og þá fóru hlutirnir að gerast. „Já, ég fékk hérna rúm, sem er tveir og fjörutíu í Woolroom og það er í fyrsta skipti í mörg ár, sem ég er með rúm, sem ég passa í, ekki bara á stærðina heldur er líka ullardýna, sem er alveg geggjuð,” segir Raggi. Hvenær ertu vaknaður á morgnanna? „Það er oftast um áttaleytið en það fer eftir því hvort ég er með dóttur mína með mér, hún á það til að vakna aðeins fyrr en ég reyni að vera komin á fætur um átta,” segir Raggi. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hæsti Íslendingurinn, sem er 2,20 sentímetrar að ræða við Vilmund Möller Sigurðsson eigandi Woolroom.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hvergerðingurinn er ánægður með að hafa getað reddað risa Hvergerðingnum rúmi og dýnu. „Já, ég er svona að reyna að koma því á framfæri líka til íþróttafólks eins og til allra að svefninn er í rauninni ekki bara tímalengd heldur er hann svefngæði. Þetta er alveg eins og að borða mat, það er ekki nóg að borða mikið, við vitum að þú þarft að borða heilnæmt til þess að ná toppárangri, til dæmis í íþróttum,” segir Vilmundur Möller Sigurðsson, eigandi Woolroom og bætir við. Ragnar er rosalega hár eins og sjá má.Aðsend „Þú þarft að sofa heilnæmt, þú þarft að sofa á heilnæmum efnum og þar virðist ullin hafa vinningin umfram held ég bara allt er í boði allavega á Íslandi.” Og Raggi segir frábært að vera svona hávaxinn, það komi sér nánast alltaf vel. „Það eru bara öll tækifærin, sem liggja í þessu. Það er að nýta þetta í körfuboltann og líta niður á alla aðra, það er mjög skemmtilegt,” segir hann hlæjandi.
Hveragerði Reykjavík Verslun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira