Íslensk strandmenning í brennidepli á Akranesi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. mars 2024 01:00 Frá Akranesi. Gamli Akranesvitinn er frá árinu 1918. Sá nýi var byggður á árunum 1943 til 1944 en tekinn í notkun árið 1947. Arnar Halldórsson Íslensk strandmenning – staða hennar og framtíð er yfirskrift málþings sem Vitafélagið – íslensk strandmenning stendur fyrir á Akranesi eftir hádegi í dag, mánudag 4. mars. Þar verða fyrirlestrar, tónlist og umræður um stöðu og fjölbreytileika íslenskrar strandmenningar og því meðal annars velt upp hvort þessi menningararfur Íslendinga sé í hættu. Málþingið hefst í Tónlistarskólanum á Akranesi klukkan 13 með því að Sigmundur Ernir Rúnarsson málþingsstjóri býður gesti velkomna. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins - íslenskrar strandmenningar, setur þingið og flytur aðfararorð. Í fyrsta fyrirlestrinum fer sagnfræðingurinn Árni Daníel Júlíusson yfir sögu strandmenningar. Minjavörður Vestfjarða, Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur, ræðir síðan um minjastaði við sjávarsíðuna og menningararf í hættu í erindi sem hún nefnir Sjórinn gefur og sjórinn tekur. Í pallborði að því loknu taka þátt Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins, Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskólann, og Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar. Frá Síldarminjasafninu á Siglufirði.Jóhann K. Jóhannsson Hugur og hönd nefnist annar hluti málþingsins. Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við Háskóla Íslands, fjallar um strandmenningu í bókmenntum. Eyjólfur Eyjólfsson, tónlistarmaður og þjóðfræðingur, kemur svo með framlag sem hann nefnir Úr baðstofu í Fab Lab – íslenska langspilið í nýju ljósi. Eivind Falk, framkvæmdastjóri Norsk Håndverksinstitutt, flytur erindi sem hann nefnir Hvernig varðveitum við handverkið? Eivind er sérlegur ráðgjafi UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í framhaldi af því setjast á pallborð þau Sigrún Franklín, leiðsögumaður á Reykjanesi, Linda María Ásgeirsdóttir, sem rekur Verbúðina 66 um mat og strandmenningu í Hrísey, Birkir Þór Guðmundsson bátasmiður og Sigurlaug Dagsdóttir, starfsmaður verkefnisins Lifandi hefðir. Þriðji hluti málþingsins nefnist Nútíð og framtíð. Catherine Chambers frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar ræðir um strandmenningu hér og nú og framtíð sjávarbyggða. Þá koma þær Katrín Sóley Bjarnadóttir og Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, og fjalla um skemmtiferðaskip og vöktun stranda. Loks setjast á pallborð Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri, Lúðvík Geirsson, formaður Hafnasambands Íslands, Andrés Skúlason, formaður fornminjanefndar, og Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri. Áætlað er að málþinginu ljúki klukkan 17.15 með kveðju Haraldar Benediktssonar, bæjastjóra Akraneskaupstaðar. Boðið er upp á ókeypis rútuferð frá Laugardalsvelli klukkan 11.15 ef fleiri en fimmtán skrá sig hjá Vitafélaginu. Menning Sjávarútvegur Fornminjar Akranes Íslensk fræði Handverk Söfn Ferðamennska á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Síldarminjasafnið hlaut Phoenix-verðlaunin Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers) síðastliðinn laugardag. 13. september 2023 14:38 Svipuð verðmæti og handritin Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs og mun gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta hverfa í sjóinn á næstu árum verði ekkert að gert. Sérfræðingur um sjóminjar hér á landi segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu. 18. apríl 2015 20:04 Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. 2. apríl 2015 14:38 Borgin bjargi minjum Vitafélagið – íslensk strandmenning skorar á borgaryfirvöld að sinna viðhaldi og með því varðveita einstakar sögu- og menningarminjar sem eftir eru í Grímsstaðavör fyrir komandi kynslóðir, og gera þær aðgengilegar sem mikilvægan þátt í strandmenningarsögu Reykjavíkur. 25. maí 2016 07:00 Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur Stjórn Byggðasafnsins í Görðum hefur lagt til að Akranesbær taki kútter Sigurfara í sundur og geymi þangað til nægur peningur fæst í endurbyggingu hans. 6. febrúar 2014 07:00 Norræn strandmenning haldin hátíðleg í Ósló Norræna strandmenningarhátíðin er sú fjórða í röðinni en fyrsta hátíðin var haldin á Húsavík 2011, Íslenska vitafélagið er hugmyndasmiður og frumkvöðull hátíðanna. 17. júlí 2014 12:00 Sigla afmælishring um Ísland Eikarbátnum Húna II verður í maí siglt umhverfis landið til að minnast þess að hálf öld er síðan báturinn var smíðaður á Akureyri. 23. apríl 2013 06:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Málþingið hefst í Tónlistarskólanum á Akranesi klukkan 13 með því að Sigmundur Ernir Rúnarsson málþingsstjóri býður gesti velkomna. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins - íslenskrar strandmenningar, setur þingið og flytur aðfararorð. Í fyrsta fyrirlestrinum fer sagnfræðingurinn Árni Daníel Júlíusson yfir sögu strandmenningar. Minjavörður Vestfjarða, Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur, ræðir síðan um minjastaði við sjávarsíðuna og menningararf í hættu í erindi sem hún nefnir Sjórinn gefur og sjórinn tekur. Í pallborði að því loknu taka þátt Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins, Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskólann, og Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar. Frá Síldarminjasafninu á Siglufirði.Jóhann K. Jóhannsson Hugur og hönd nefnist annar hluti málþingsins. Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við Háskóla Íslands, fjallar um strandmenningu í bókmenntum. Eyjólfur Eyjólfsson, tónlistarmaður og þjóðfræðingur, kemur svo með framlag sem hann nefnir Úr baðstofu í Fab Lab – íslenska langspilið í nýju ljósi. Eivind Falk, framkvæmdastjóri Norsk Håndverksinstitutt, flytur erindi sem hann nefnir Hvernig varðveitum við handverkið? Eivind er sérlegur ráðgjafi UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í framhaldi af því setjast á pallborð þau Sigrún Franklín, leiðsögumaður á Reykjanesi, Linda María Ásgeirsdóttir, sem rekur Verbúðina 66 um mat og strandmenningu í Hrísey, Birkir Þór Guðmundsson bátasmiður og Sigurlaug Dagsdóttir, starfsmaður verkefnisins Lifandi hefðir. Þriðji hluti málþingsins nefnist Nútíð og framtíð. Catherine Chambers frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar ræðir um strandmenningu hér og nú og framtíð sjávarbyggða. Þá koma þær Katrín Sóley Bjarnadóttir og Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, og fjalla um skemmtiferðaskip og vöktun stranda. Loks setjast á pallborð Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri, Lúðvík Geirsson, formaður Hafnasambands Íslands, Andrés Skúlason, formaður fornminjanefndar, og Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri. Áætlað er að málþinginu ljúki klukkan 17.15 með kveðju Haraldar Benediktssonar, bæjastjóra Akraneskaupstaðar. Boðið er upp á ókeypis rútuferð frá Laugardalsvelli klukkan 11.15 ef fleiri en fimmtán skrá sig hjá Vitafélaginu.
Menning Sjávarútvegur Fornminjar Akranes Íslensk fræði Handverk Söfn Ferðamennska á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Síldarminjasafnið hlaut Phoenix-verðlaunin Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers) síðastliðinn laugardag. 13. september 2023 14:38 Svipuð verðmæti og handritin Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs og mun gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta hverfa í sjóinn á næstu árum verði ekkert að gert. Sérfræðingur um sjóminjar hér á landi segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu. 18. apríl 2015 20:04 Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. 2. apríl 2015 14:38 Borgin bjargi minjum Vitafélagið – íslensk strandmenning skorar á borgaryfirvöld að sinna viðhaldi og með því varðveita einstakar sögu- og menningarminjar sem eftir eru í Grímsstaðavör fyrir komandi kynslóðir, og gera þær aðgengilegar sem mikilvægan þátt í strandmenningarsögu Reykjavíkur. 25. maí 2016 07:00 Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur Stjórn Byggðasafnsins í Görðum hefur lagt til að Akranesbær taki kútter Sigurfara í sundur og geymi þangað til nægur peningur fæst í endurbyggingu hans. 6. febrúar 2014 07:00 Norræn strandmenning haldin hátíðleg í Ósló Norræna strandmenningarhátíðin er sú fjórða í röðinni en fyrsta hátíðin var haldin á Húsavík 2011, Íslenska vitafélagið er hugmyndasmiður og frumkvöðull hátíðanna. 17. júlí 2014 12:00 Sigla afmælishring um Ísland Eikarbátnum Húna II verður í maí siglt umhverfis landið til að minnast þess að hálf öld er síðan báturinn var smíðaður á Akureyri. 23. apríl 2013 06:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Síldarminjasafnið hlaut Phoenix-verðlaunin Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers) síðastliðinn laugardag. 13. september 2023 14:38
Svipuð verðmæti og handritin Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs og mun gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta hverfa í sjóinn á næstu árum verði ekkert að gert. Sérfræðingur um sjóminjar hér á landi segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu. 18. apríl 2015 20:04
Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. 2. apríl 2015 14:38
Borgin bjargi minjum Vitafélagið – íslensk strandmenning skorar á borgaryfirvöld að sinna viðhaldi og með því varðveita einstakar sögu- og menningarminjar sem eftir eru í Grímsstaðavör fyrir komandi kynslóðir, og gera þær aðgengilegar sem mikilvægan þátt í strandmenningarsögu Reykjavíkur. 25. maí 2016 07:00
Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur Stjórn Byggðasafnsins í Görðum hefur lagt til að Akranesbær taki kútter Sigurfara í sundur og geymi þangað til nægur peningur fæst í endurbyggingu hans. 6. febrúar 2014 07:00
Norræn strandmenning haldin hátíðleg í Ósló Norræna strandmenningarhátíðin er sú fjórða í röðinni en fyrsta hátíðin var haldin á Húsavík 2011, Íslenska vitafélagið er hugmyndasmiður og frumkvöðull hátíðanna. 17. júlí 2014 12:00
Sigla afmælishring um Ísland Eikarbátnum Húna II verður í maí siglt umhverfis landið til að minnast þess að hálf öld er síðan báturinn var smíðaður á Akureyri. 23. apríl 2013 06:00