Spilaði 106 landsleiki en líður samt eins og útlendingi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 12:30 Henrik Larsson fagnar marki sínu fyrir Manchester United á sínum tíma. Getty/Martin Rickett Henrik Larsson er einn frægasti og farsælasti sænski knattspyrnumaður sögunnar. Larsson segist þó ekki líða eins og gegnheilum Svía í nýju viðtali. Blaðamaður Guardian heimsótti Larsson til Närlunda, í úthverfi Helsingborg, þar sem hann ólst upp. Larsson svaraði þar meðal annars spurningum um þjóðerni sitt og æskuna. Getty/Martin Rickett „Ég sé sjálfan mig sem útlending,“ sagði Henrik Larsson um leið og hann horfir upp á gömlu íbúðina sem fjölskyldan bjó í. Guardian ræddi við sænsku goðsögnina. „Ég veit samt ekki hver ég er ef ég segi alveg eins og er. Ég veit að ég spilaði 106 landsleiki fyrir Svíþjóð og ég veit að ég er þannig séð Svíi. Mér leið samt aldrei eins og hundrað prósent Svía,“ sagði Larsson. Hann skoraði 37 mörk í þessum landsleikjum sem hann lék á árunum 1993 til 2009. Þrjú af þessum mörkum skoraði hann á móti Íslandi og hann skoraði í þremur heimsmeistarakeppnum (1994, 2002 og 2006) og tveimur Evrópumeistaramótum (2000 og 2004). Larsson sló fyrst fyrir alvöru í gegn sem leikmaður Celtic í Skotlandi þar sem hann skoraði 174 mörk í 221 leik. Hann fór þaðan til Barcelona og lék í smá tíma með Manchester United. Síðustu árin á ferlinum spilaði hann þó með Helsingborgs IF í Svíþjóð. „Ég verð að virða arfleifð föður míns [Er frá Grænhöfðaeyjum] og það er kannski þess vegna. En mér leið ekki eins og Svía fyrr en ég fór að ná árangri inn á fótboltavellinum. Þegar þú ert ekkert þá skiptir þú ekki máli. Þegar þú ert eitthvað þá ertu hluti af þessu samfélagi. Þá gleymir fólk hvaðan þú kemur og hver kynþáttur þinn er,“ sagði Larsson. „Það voru útlendingar sem bjuggu hér, fólk frá Júgóslavíu, Grikklandi og Finnlandi. Á þessum stað var ég hins vegar sá eini sem var dökkur. Ég lenti því í nokkrum slagsmálum hér. Ef þeir kalla þig með N-orðinu eða eitthvað viðlíka þá var ég vanur að berja þá. Ég held að það hugarfar komi að heiman. Þú verður að standa með sjálfum þér. Þetta var ekki auðveld æska. Þú hefur tvo kosti; þú annað hvort leggst niður og ferð að gráta eða heldur áfram. Ég valdi seinni kostinn,“ sagði Larsson. Hér fyrir ofan má lesa allt viðtalið. Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira
Blaðamaður Guardian heimsótti Larsson til Närlunda, í úthverfi Helsingborg, þar sem hann ólst upp. Larsson svaraði þar meðal annars spurningum um þjóðerni sitt og æskuna. Getty/Martin Rickett „Ég sé sjálfan mig sem útlending,“ sagði Henrik Larsson um leið og hann horfir upp á gömlu íbúðina sem fjölskyldan bjó í. Guardian ræddi við sænsku goðsögnina. „Ég veit samt ekki hver ég er ef ég segi alveg eins og er. Ég veit að ég spilaði 106 landsleiki fyrir Svíþjóð og ég veit að ég er þannig séð Svíi. Mér leið samt aldrei eins og hundrað prósent Svía,“ sagði Larsson. Hann skoraði 37 mörk í þessum landsleikjum sem hann lék á árunum 1993 til 2009. Þrjú af þessum mörkum skoraði hann á móti Íslandi og hann skoraði í þremur heimsmeistarakeppnum (1994, 2002 og 2006) og tveimur Evrópumeistaramótum (2000 og 2004). Larsson sló fyrst fyrir alvöru í gegn sem leikmaður Celtic í Skotlandi þar sem hann skoraði 174 mörk í 221 leik. Hann fór þaðan til Barcelona og lék í smá tíma með Manchester United. Síðustu árin á ferlinum spilaði hann þó með Helsingborgs IF í Svíþjóð. „Ég verð að virða arfleifð föður míns [Er frá Grænhöfðaeyjum] og það er kannski þess vegna. En mér leið ekki eins og Svía fyrr en ég fór að ná árangri inn á fótboltavellinum. Þegar þú ert ekkert þá skiptir þú ekki máli. Þegar þú ert eitthvað þá ertu hluti af þessu samfélagi. Þá gleymir fólk hvaðan þú kemur og hver kynþáttur þinn er,“ sagði Larsson. „Það voru útlendingar sem bjuggu hér, fólk frá Júgóslavíu, Grikklandi og Finnlandi. Á þessum stað var ég hins vegar sá eini sem var dökkur. Ég lenti því í nokkrum slagsmálum hér. Ef þeir kalla þig með N-orðinu eða eitthvað viðlíka þá var ég vanur að berja þá. Ég held að það hugarfar komi að heiman. Þú verður að standa með sjálfum þér. Þetta var ekki auðveld æska. Þú hefur tvo kosti; þú annað hvort leggst niður og ferð að gráta eða heldur áfram. Ég valdi seinni kostinn,“ sagði Larsson. Hér fyrir ofan má lesa allt viðtalið.
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira