Byggjum borg tvö - Selfoss eða Akureyri fyrst? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 4. mars 2024 18:01 Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en hefur ekki. Og því sem hann ætti að hafa en hefur ekki. Norðlendingar, Akureyringar, vilja bera ábyrgð á nærumhverfi sínu í smáu sem stóru en hefur skort vald og umboð til þess. Framþróunin er hæg. Forsendur og tilgangur nægir ekki til að byggja Akureyrarborg. Framþróun hugmyndarinnar fellst í aðferðafræði sem dregur sjálfkrafa að sér fjármagn og fólk - vegna vöntunar á lausnum annars staðar, áður en öðrum dettur það sama í hug - til dæmis Selfyssingum. Aðferðin er að vera fyrst til að leysa stærsta vandamál samfélagsins - sem höfuðborgarsvæðinu hefur mistekist að leysa; byggja íbúðarhúsnæði. Hratt. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), í samstarfi við sérfræðinga að sunnan, ákvað árið 2019, að stíga fast og ákveðið til jarðar og framkvæmdi með sóma aðgerðina „rafmagn örugglega norður“ og naut áhrifa frá vegferð Samtaka Iðnaðarins sem var á sama tíma í sömu erindagjörðum. Hugmyndin að Akureyrarborg kviknar í þessu viðamikla verkefni hagsmunagæslu fyrir Norðurland. Seinna kom í ljós að sama hugmynd hafði verið kynnt árið 2012. Fáir hlustuðu þá. Sjálfboðavinnu sérfræðinga í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri lauk vorið 2023. Hvati þeirrar vinnu hefur þó aðeins styrkst enda enn meiri skortur á húsnæði og fyrirhyggju varðandi þarfir íbúanna í dag en fyrir nokkrum árum. AFE kynnti hugmyndina árið 2019 fyrir stjórnmálafólki, embættismönnum og öðrum sem hafa unnið hægt og sígandi með hugmyndina. Ný sóknarstefna fyrir landshlutann er í bígerð. Vonandi verður sóknin byggð á forsendum og tilgangi nýju borgarinnar eins og AFE taldi skynsamlegt á sínum tíma. Án stefnufestu er hætta á að lítið verði úr skattfé því sem úthlutað var í borgarverkefnið.Verkefnið hefur tekið of langan tíma sem kostar skattborgarinn peninga. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar hefði getað stígið á pall árið 2019 eða 2012 og tilkynnt að bærinn væri borg. Þá hefðu fleiri hlustað og eitthvað gerst, og sérfræðingarnir að sunnan ekki þurft að vinna í sjálfboðavinnu í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri fram til 2023. Hvaða landshluti verður fyrstur til að byggja nægjanlegt íbúðarhúsnæði sem dregur til sín fjármagn og fólk? Verður það Akureyrarborg eða Selfossborg? Höfundur er formaður hugmyndarinnar um aðra borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Árborg Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en hefur ekki. Og því sem hann ætti að hafa en hefur ekki. Norðlendingar, Akureyringar, vilja bera ábyrgð á nærumhverfi sínu í smáu sem stóru en hefur skort vald og umboð til þess. Framþróunin er hæg. Forsendur og tilgangur nægir ekki til að byggja Akureyrarborg. Framþróun hugmyndarinnar fellst í aðferðafræði sem dregur sjálfkrafa að sér fjármagn og fólk - vegna vöntunar á lausnum annars staðar, áður en öðrum dettur það sama í hug - til dæmis Selfyssingum. Aðferðin er að vera fyrst til að leysa stærsta vandamál samfélagsins - sem höfuðborgarsvæðinu hefur mistekist að leysa; byggja íbúðarhúsnæði. Hratt. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), í samstarfi við sérfræðinga að sunnan, ákvað árið 2019, að stíga fast og ákveðið til jarðar og framkvæmdi með sóma aðgerðina „rafmagn örugglega norður“ og naut áhrifa frá vegferð Samtaka Iðnaðarins sem var á sama tíma í sömu erindagjörðum. Hugmyndin að Akureyrarborg kviknar í þessu viðamikla verkefni hagsmunagæslu fyrir Norðurland. Seinna kom í ljós að sama hugmynd hafði verið kynnt árið 2012. Fáir hlustuðu þá. Sjálfboðavinnu sérfræðinga í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri lauk vorið 2023. Hvati þeirrar vinnu hefur þó aðeins styrkst enda enn meiri skortur á húsnæði og fyrirhyggju varðandi þarfir íbúanna í dag en fyrir nokkrum árum. AFE kynnti hugmyndina árið 2019 fyrir stjórnmálafólki, embættismönnum og öðrum sem hafa unnið hægt og sígandi með hugmyndina. Ný sóknarstefna fyrir landshlutann er í bígerð. Vonandi verður sóknin byggð á forsendum og tilgangi nýju borgarinnar eins og AFE taldi skynsamlegt á sínum tíma. Án stefnufestu er hætta á að lítið verði úr skattfé því sem úthlutað var í borgarverkefnið.Verkefnið hefur tekið of langan tíma sem kostar skattborgarinn peninga. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar hefði getað stígið á pall árið 2019 eða 2012 og tilkynnt að bærinn væri borg. Þá hefðu fleiri hlustað og eitthvað gerst, og sérfræðingarnir að sunnan ekki þurft að vinna í sjálfboðavinnu í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri fram til 2023. Hvaða landshluti verður fyrstur til að byggja nægjanlegt íbúðarhúsnæði sem dregur til sín fjármagn og fólk? Verður það Akureyrarborg eða Selfossborg? Höfundur er formaður hugmyndarinnar um aðra borg.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar