Henda meira en ellefu milljörðum út um gluggann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2024 16:30 Russell Wilson hitar upp fyrir leik með Denver Broncos. Getty/Perry Knotts NFL-félagið Denver Broncos hefur tekið þá risastóru ákvörðun að losa sig við leikstjórnandann Russell Wilson þrátt fyrir að hann eigi tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Broncos fékk Wilson í stórum leikmannaskiptum við Seattle Seahawks fyrir tveimur árum og létu mikið frá sér á móti. Í staðinn fékk Seahawks fimm valrétti þar af tvo í fyrstu umferð og tvo í annarri umferð. Einnig komu þrír leikmenn til Seattle. Russell Wilson will get $39M in cash from the #Broncos in 2024. This means he could potentially sign with a new team for the NFL minimum, as any new contract he signs would be coming off that $39M.That alone makes him one of the most fascinating QB free agents in a long time. https://t.co/s0cnSdJFom pic.twitter.com/aAFQyePrmi— Ari Meirov (@MySportsUpdate) March 4, 2024 Eftir skiptin þá gerði Denver síðan nýjan fimm ára samning við Wilson sem skilaði honum 242,6 milljónum dollara eða 33 milljörðum króna. ESPN segir frá. Undir lok síðasta tímabils gafst Denver upp á Wilson og hann spilaði ekki í síðustu tveimur leikjunum. Hann á enn eftir tvö ár af umræddum samningi en svo mikið vildi Denver losna við hann að félagið er tilbúið að henda 85 milljónum dollurum, meira en ellefu milljörðum íslenskra króna, út um gluggann. Denver þarf ekki aðeins að borga þennan pening heldur þrengir þetta einnig að launaþaki félagsins á næstu tveimur leiktíðum. Þetta er það langmesta sem félag hefur fórnað til að losna við leikmann í sögu NFL-deildarinnar. Hinn 35 ára gamli Wilson leiddi Denver til sigurs í 11 af 30 leikjum en koma hans til Denver var ekki sú vítamínssprauta sem eigendurnir bjuggust við. Wilson hafði gert góða hluti í Seattle og unnið einn meistaratitil með Seahawks. Wilson er því laus allra mála og orðrómur um að bæði Minnesota Vikings og Pittsburgh Steelers hafi áhuga á því að fá hann til síns. Hann verður því eflaust ekki atvinnulaus lengi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=frQ7facoIMc">watch on YouTube</a> NFL Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sjá meira
Broncos fékk Wilson í stórum leikmannaskiptum við Seattle Seahawks fyrir tveimur árum og létu mikið frá sér á móti. Í staðinn fékk Seahawks fimm valrétti þar af tvo í fyrstu umferð og tvo í annarri umferð. Einnig komu þrír leikmenn til Seattle. Russell Wilson will get $39M in cash from the #Broncos in 2024. This means he could potentially sign with a new team for the NFL minimum, as any new contract he signs would be coming off that $39M.That alone makes him one of the most fascinating QB free agents in a long time. https://t.co/s0cnSdJFom pic.twitter.com/aAFQyePrmi— Ari Meirov (@MySportsUpdate) March 4, 2024 Eftir skiptin þá gerði Denver síðan nýjan fimm ára samning við Wilson sem skilaði honum 242,6 milljónum dollara eða 33 milljörðum króna. ESPN segir frá. Undir lok síðasta tímabils gafst Denver upp á Wilson og hann spilaði ekki í síðustu tveimur leikjunum. Hann á enn eftir tvö ár af umræddum samningi en svo mikið vildi Denver losna við hann að félagið er tilbúið að henda 85 milljónum dollurum, meira en ellefu milljörðum íslenskra króna, út um gluggann. Denver þarf ekki aðeins að borga þennan pening heldur þrengir þetta einnig að launaþaki félagsins á næstu tveimur leiktíðum. Þetta er það langmesta sem félag hefur fórnað til að losna við leikmann í sögu NFL-deildarinnar. Hinn 35 ára gamli Wilson leiddi Denver til sigurs í 11 af 30 leikjum en koma hans til Denver var ekki sú vítamínssprauta sem eigendurnir bjuggust við. Wilson hafði gert góða hluti í Seattle og unnið einn meistaratitil með Seahawks. Wilson er því laus allra mála og orðrómur um að bæði Minnesota Vikings og Pittsburgh Steelers hafi áhuga á því að fá hann til síns. Hann verður því eflaust ekki atvinnulaus lengi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=frQ7facoIMc">watch on YouTube</a>
NFL Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sjá meira