„Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 11:01 Caitlin Clark er á leið með Iowa Hawkeyes liðinu í Marsfárið eftir að hafa slegið stigamet karla og kvenna í bandaríska háskólakörfuboltanum. Getty/Matthew Holst Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. Virtur körfuboltasérfræðingur segir að Caitlin Clark sé einstök og hrósar stigahæsta leikmanni bandaríska háskólaboltans frá upphafi einnig fyrir sendingar sínar. Nike s ad of Caitlin Clark shooting to the other side of the street is too hard! pic.twitter.com/Mft9jmDMKO— Nice Kicks (@nicekicks) March 4, 2024 Vinsældir Clark í Bandaríkjunum eru ótrúlegar. Það er uppselt á alla leiki Iowa liðsins og hún er þegar komin með risastóra auglýsingasamninga eins og hjá Nike. Hún á mestan þátt í því að fréttir úr kvennakörfunni eru nú fyrsta frétt í bandarískum miðlum. Risastórar auglýsingar Nike setti upp risastórar auglýsingar af henni eftir að stigametið var í höfn, auglýsingar sem við sjáum vanalega hjá stærstu íþróttastjörnum heims. Jú, Caitlin Clark er risastórt nafn í bandarísku íþróttalífi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TT30v3wCL9U">watch on YouTube</a> Það er heldur ekki slæmt að vera nýbúin að slá stigameti karla og kvenna í háskólaboltanum en fá um leið mikið lof fyrir það hvernig þú spilar uppi liðsfélaga þína. Körfuboltagoðsögnin Rebecca Lobo átti sjálf farsælan feril í bæði háskóla og WNBA en hún hefur síðan unnið sem körfuboltasérfræðingur í bandarísku sjónvarpi. Hún er mikill aðdáandi Clark. Lobo skrifaði pistil um afrek Clark fyrir ESPN. We tried to put all of Caitlin Clark s accomplishments on one page but it didn t fit. pic.twitter.com/fJDSx4YS0u— Big Ten Women's Basketball (@B1Gwbball) March 3, 2024 Stigin segja bara hluta af sögunni „Caitlin Clark er besti sóknarleikmaðurinn sem við höfum séð í kvennaháskólakörfuboltanum á síðustu þremur áratugum. Öll stigin hennar, sem eru sér á báti, segja samt bara aðeins hluta af sögunni. Við höfum séð ótrúlega skorara eins og Lynette Woodard, Kelsey Plum, Maya Moore, Jackie Stiles og Brittney Griner. Við höfum aldrei séð konu spila svona,“ skrifaði Rebecca Lobo um Clark. „Hún er mjög stöðug í því að hitta af mjög löngu færi og er líka tilbúinn að láta vaða langt fyrir utan. Það gerir hana öðruvísi. Á þessu tímabili hefur hún skoraði 88 þrista af meira en 25 feta færi (7 metrar). Enginn önnur hefur skorað meira en 51 slíka körfu á einu tímabili á síðustu fimm árum,“ skrifaði Loco. „Varnarmenn þurfa að fara að dekka hana um leið og hún fer yfir miðju því annars er hún komin í skotfæri,“ skrifaði Loco. Líkir hennir við Curry og Lillard „Steph Curry og Damian Lillard eru þeir einu sem koma upp í hugann þegar ég velti fyrir mér viðlíka leikmönnum. Clark hefur líka gríðarleg áhrif á það hvernig mótherjarnir stilla upp vörnum sínum og hún býr til mikið vinnupláss fyrir liðsfélaga sína,“ skrifaði Loco. We ll say it again: Caitlin Clark gets it. pic.twitter.com/PhHHtHhgid— Big Ten Women's Basketball (@B1Gwbball) March 4, 2024 „Það sem lyftir henni enn hærra er samt sendingagetan hennar. Hún er ekki því ekki aðeins besti skorarinn heldur einnig besti alhliða sóknarleikmaðurinn. Clark er besta hraðaupphlaupssendingakona síðan Sue Bird og Diana Taurasi komu fram,“ skrifaði Loco. „Við höldum upp á það að Clark sé nú orðin sú stigahæst í sögunni hjá bæði körlum og konum eftir að hún sló met Pete Maravich á sunnudaginn. Við getum heldur ekki litið fram hjá því að hún er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar í sögunni. Enginn annar leikmaður er inn á topp 24 í báðum þessum tölfræðiþáttum. Sabrina Ionescu var í 25. sæti i stigum en í 4. sæti í stoðsendingum. Hún kemst henni næst,“ skrifaði Loco. „Clark er líka eini leikmaðurinn í sögu stóru deildanna sem verður efst í bæði stigum og stoðsendingum í fjögur tímabil í röð,“ skrifaði Loco en Clark spilar í BigTen deildinni. A record is a record. I don t want it to be the reason people remember me. I hope people remember me for the way I played with a smile on my face, my competitive fire. They can remember the wins but also the fun me and my teammates had together, Caitlin ClarkEnjoy the journey pic.twitter.com/CeCpypG6RM— The Winning Difference (@thewinningdiff1) March 4, 2024 Líka frábær liðsfélagi „Síðast en ekki síst þá er hún frábær liðsfélagi. Þótt hún skjóti 22,6 sinnum að meðaltali í leik þá er hún mjög sjaldan að þvinga skotin. Ég hef ekki séð hana skjóta af löngu færi þegar liðsfélagi hennar er opinn. Ég hef aldrei séð liðsfélaga hennar svekkja sig yfir því að hafa ekki fengið boltann frá henni. Pirrar Clark sig stundum yfir því þegar liðsfélagar hennar missa boltann? Jú, vissulega en það fer ekki á milli mála að hún var að svekkja sig yfir mistökunum en ekki yfir leikmanninum. Það er líka augljóst að allir liðsfélagarnir hennar elska það að spila með henni,“ skrifaði Loco. „Það er sjaldgæft að sjá leikmann koma fram sem breytir því hvernig íþróttin er spiluð. Það hefur Clark gert. Stigaskor hennar í samblandi við sendingar hennar gera hana að besta sóknarmanni sem ég hef séð í þau 35 ár sem ég hef spilað eða fylgst með kvennaháskólakörfuboltanum,“ skrifaði Loco. When Caitlin Clark was a kid, her dad couldn t find a girls league for her age.So she joined a boys league and won an AAU state championship.Parents even complained she shouldn t be allowed to play with boys.Now, Clark owns the NCAA scoring record for both men and women pic.twitter.com/zgdFib6qav— Front Office Sports (@FOS) March 3, 2024 <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VxqjmuXVSOE">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=juRbCql8tgs">watch on YouTube</a> Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Virtur körfuboltasérfræðingur segir að Caitlin Clark sé einstök og hrósar stigahæsta leikmanni bandaríska háskólaboltans frá upphafi einnig fyrir sendingar sínar. Nike s ad of Caitlin Clark shooting to the other side of the street is too hard! pic.twitter.com/Mft9jmDMKO— Nice Kicks (@nicekicks) March 4, 2024 Vinsældir Clark í Bandaríkjunum eru ótrúlegar. Það er uppselt á alla leiki Iowa liðsins og hún er þegar komin með risastóra auglýsingasamninga eins og hjá Nike. Hún á mestan þátt í því að fréttir úr kvennakörfunni eru nú fyrsta frétt í bandarískum miðlum. Risastórar auglýsingar Nike setti upp risastórar auglýsingar af henni eftir að stigametið var í höfn, auglýsingar sem við sjáum vanalega hjá stærstu íþróttastjörnum heims. Jú, Caitlin Clark er risastórt nafn í bandarísku íþróttalífi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TT30v3wCL9U">watch on YouTube</a> Það er heldur ekki slæmt að vera nýbúin að slá stigameti karla og kvenna í háskólaboltanum en fá um leið mikið lof fyrir það hvernig þú spilar uppi liðsfélaga þína. Körfuboltagoðsögnin Rebecca Lobo átti sjálf farsælan feril í bæði háskóla og WNBA en hún hefur síðan unnið sem körfuboltasérfræðingur í bandarísku sjónvarpi. Hún er mikill aðdáandi Clark. Lobo skrifaði pistil um afrek Clark fyrir ESPN. We tried to put all of Caitlin Clark s accomplishments on one page but it didn t fit. pic.twitter.com/fJDSx4YS0u— Big Ten Women's Basketball (@B1Gwbball) March 3, 2024 Stigin segja bara hluta af sögunni „Caitlin Clark er besti sóknarleikmaðurinn sem við höfum séð í kvennaháskólakörfuboltanum á síðustu þremur áratugum. Öll stigin hennar, sem eru sér á báti, segja samt bara aðeins hluta af sögunni. Við höfum séð ótrúlega skorara eins og Lynette Woodard, Kelsey Plum, Maya Moore, Jackie Stiles og Brittney Griner. Við höfum aldrei séð konu spila svona,“ skrifaði Rebecca Lobo um Clark. „Hún er mjög stöðug í því að hitta af mjög löngu færi og er líka tilbúinn að láta vaða langt fyrir utan. Það gerir hana öðruvísi. Á þessu tímabili hefur hún skoraði 88 þrista af meira en 25 feta færi (7 metrar). Enginn önnur hefur skorað meira en 51 slíka körfu á einu tímabili á síðustu fimm árum,“ skrifaði Loco. „Varnarmenn þurfa að fara að dekka hana um leið og hún fer yfir miðju því annars er hún komin í skotfæri,“ skrifaði Loco. Líkir hennir við Curry og Lillard „Steph Curry og Damian Lillard eru þeir einu sem koma upp í hugann þegar ég velti fyrir mér viðlíka leikmönnum. Clark hefur líka gríðarleg áhrif á það hvernig mótherjarnir stilla upp vörnum sínum og hún býr til mikið vinnupláss fyrir liðsfélaga sína,“ skrifaði Loco. We ll say it again: Caitlin Clark gets it. pic.twitter.com/PhHHtHhgid— Big Ten Women's Basketball (@B1Gwbball) March 4, 2024 „Það sem lyftir henni enn hærra er samt sendingagetan hennar. Hún er ekki því ekki aðeins besti skorarinn heldur einnig besti alhliða sóknarleikmaðurinn. Clark er besta hraðaupphlaupssendingakona síðan Sue Bird og Diana Taurasi komu fram,“ skrifaði Loco. „Við höldum upp á það að Clark sé nú orðin sú stigahæst í sögunni hjá bæði körlum og konum eftir að hún sló met Pete Maravich á sunnudaginn. Við getum heldur ekki litið fram hjá því að hún er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar í sögunni. Enginn annar leikmaður er inn á topp 24 í báðum þessum tölfræðiþáttum. Sabrina Ionescu var í 25. sæti i stigum en í 4. sæti í stoðsendingum. Hún kemst henni næst,“ skrifaði Loco. „Clark er líka eini leikmaðurinn í sögu stóru deildanna sem verður efst í bæði stigum og stoðsendingum í fjögur tímabil í röð,“ skrifaði Loco en Clark spilar í BigTen deildinni. A record is a record. I don t want it to be the reason people remember me. I hope people remember me for the way I played with a smile on my face, my competitive fire. They can remember the wins but also the fun me and my teammates had together, Caitlin ClarkEnjoy the journey pic.twitter.com/CeCpypG6RM— The Winning Difference (@thewinningdiff1) March 4, 2024 Líka frábær liðsfélagi „Síðast en ekki síst þá er hún frábær liðsfélagi. Þótt hún skjóti 22,6 sinnum að meðaltali í leik þá er hún mjög sjaldan að þvinga skotin. Ég hef ekki séð hana skjóta af löngu færi þegar liðsfélagi hennar er opinn. Ég hef aldrei séð liðsfélaga hennar svekkja sig yfir því að hafa ekki fengið boltann frá henni. Pirrar Clark sig stundum yfir því þegar liðsfélagar hennar missa boltann? Jú, vissulega en það fer ekki á milli mála að hún var að svekkja sig yfir mistökunum en ekki yfir leikmanninum. Það er líka augljóst að allir liðsfélagarnir hennar elska það að spila með henni,“ skrifaði Loco. „Það er sjaldgæft að sjá leikmann koma fram sem breytir því hvernig íþróttin er spiluð. Það hefur Clark gert. Stigaskor hennar í samblandi við sendingar hennar gera hana að besta sóknarmanni sem ég hef séð í þau 35 ár sem ég hef spilað eða fylgst með kvennaháskólakörfuboltanum,“ skrifaði Loco. When Caitlin Clark was a kid, her dad couldn t find a girls league for her age.So she joined a boys league and won an AAU state championship.Parents even complained she shouldn t be allowed to play with boys.Now, Clark owns the NCAA scoring record for both men and women pic.twitter.com/zgdFib6qav— Front Office Sports (@FOS) March 3, 2024 <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VxqjmuXVSOE">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=juRbCql8tgs">watch on YouTube</a>
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti