Finnst verðlaunaféð á HM í frjálsum fáránlega lágt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2024 13:31 Josh Kerr hrósaði sigri í þrjátíu þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow. getty/Alex Pantling Heimsmeistaranum í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss finnst verðlaunaféð á HM í frjálsum íþróttum vera fáránlegt lágt og kallar eftir að aukinni fjárfestingu í greininni. Skotinn Josh Kerr stóð uppi sem sigurvegari í þrjú þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow um helgina. Fyrir sigurinn fékk hann fjörutíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúma fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það finnst Kerr alltof lág upphæð. Hann kveðst hrifinn af hugmyndum gömlu stjörnunnar Michaels Johnson um að setja frjálsíþróttadeild í Bandaríkjunum á laggirnar á næsta ári. „Smáatriðin eru ekki komin í ljós en hann er stór rödd, vill vera með ys og þys og það hljómar vel í mín eyru. Frá sjónarhóli íþróttamanna gefur þetta okkur möguleika og það er það sem við erum að leita eftir til að eiga í okkur og á og sýna okkur og sanna. Svo lengi sem það eru engin ólögleg lyf í spilinu,“ sagði Kerr. Eins og áður sagði fengu gullverðlaunahafar á HM fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé. Silfurverðlaunahafar fengu tuttugu þúsund Bandaríkjadali (2,8 milljónir íslenskra króna) og bronsverðlaunahafar tíu þúsund Bandaríkjadali (1,4 milljónir íslenskra króna). „Það er brjálæði miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Kerr. „Við erum heppin að hafa keppendur eins og Noah Lyles, Grant Halloway og Femke Bol; frábært íþróttafólk sem kemur hingað og gerir sitt. En þessar tölur eru lægri en þátttökuféð fyrir íþróttafólk í þessum gæðaflokki.“ Sádi-Arabar hafa gert sig gildandi í íþróttaheiminum undanfarin misseri og komið með aukið fjármagn inn í hann. Kerr er ekki mótfallinn sádi-arabískri fjárfestingu í frjálsum íþróttum. „Þetta er fín lína, eins og með LIV golfið, en ef fólk vill koma og fjárfesta í íþróttinni er það vel þegið,“ sagði Kerr. „Frjálsíþróttasambandið er að gera það sem það getur til að auka áhuga fjárfesta og auka áhorf. Það er það sem 2024 snýst um.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Skotinn Josh Kerr stóð uppi sem sigurvegari í þrjú þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow um helgina. Fyrir sigurinn fékk hann fjörutíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúma fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það finnst Kerr alltof lág upphæð. Hann kveðst hrifinn af hugmyndum gömlu stjörnunnar Michaels Johnson um að setja frjálsíþróttadeild í Bandaríkjunum á laggirnar á næsta ári. „Smáatriðin eru ekki komin í ljós en hann er stór rödd, vill vera með ys og þys og það hljómar vel í mín eyru. Frá sjónarhóli íþróttamanna gefur þetta okkur möguleika og það er það sem við erum að leita eftir til að eiga í okkur og á og sýna okkur og sanna. Svo lengi sem það eru engin ólögleg lyf í spilinu,“ sagði Kerr. Eins og áður sagði fengu gullverðlaunahafar á HM fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé. Silfurverðlaunahafar fengu tuttugu þúsund Bandaríkjadali (2,8 milljónir íslenskra króna) og bronsverðlaunahafar tíu þúsund Bandaríkjadali (1,4 milljónir íslenskra króna). „Það er brjálæði miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Kerr. „Við erum heppin að hafa keppendur eins og Noah Lyles, Grant Halloway og Femke Bol; frábært íþróttafólk sem kemur hingað og gerir sitt. En þessar tölur eru lægri en þátttökuféð fyrir íþróttafólk í þessum gæðaflokki.“ Sádi-Arabar hafa gert sig gildandi í íþróttaheiminum undanfarin misseri og komið með aukið fjármagn inn í hann. Kerr er ekki mótfallinn sádi-arabískri fjárfestingu í frjálsum íþróttum. „Þetta er fín lína, eins og með LIV golfið, en ef fólk vill koma og fjárfesta í íþróttinni er það vel þegið,“ sagði Kerr. „Frjálsíþróttasambandið er að gera það sem það getur til að auka áhuga fjárfesta og auka áhorf. Það er það sem 2024 snýst um.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira