Lífið

„Vildu frekar nýta þetta til bætingar heldur en að vera reið við mig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svava Kristín og Andrea á heimili þeirra í Reykjavík.
Svava Kristín og Andrea á heimili þeirra í Reykjavík.

Í ágúst í fyrra kom fram viðtal við íþróttafréttakonuna Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem ætlaði eins síns liðs að eignast barn með hjálp Livio.

Eins og margir muna var Svava hreint ekki sátt við þá þjónustu sem fyrirtækið veitti og sagði í raun ríka þörf á samkeppni á þessum markaði. Sem betur fer tókst henni þó að verða ólétt og nú er komin falleg stúlka í heiminn. Sindri Sindrason hitti Svövu og hana Andreu á fallegu heimili þeirra mæðgna í Reykjavík.

„Síðast þegar við hittumst var ég pínu reið, það er rétt en ég var samt líka þakklát því ég var orðin ólétt. En auðvitað var ég reið hvernig kerfið var og hvernig ferlið var búið að vera hjá mér en eigum við ekki að segja að það sé allt að baki núna,“ segir Svava en Andrea Kristný Gretars Svövudóttir kom í heiminn 14. janúar með keisara. Svava segist vera þakklát Livio fyrir að hafa brugðist vel við gagnrýni sinni á sínum tíma.

„Livio hafði samband og boðuðu mig á fund þar sem þeir vildu fara yfir málið. Mér fannst mjög jákvætt hvernig þeir brugðust við. Þeir tala þarna við mig og ég hugsaði fyrst að nú ætti einhver gaslýsingin af fara af stað. Þarna vildu stjórnarmenn ræða við mig og sögðu blákalt við mig að þeir sjái að þetta sé að vekja mikla athygli, það sé greinilega mikil reiði í gangi og að þau vildu frekar nýta þetta til bætingar heldur en að vera reið við mig.“

Klippa: Vildu frekar nýta þetta til bætingar heldur en að vera reið við mig





Fleiri fréttir

Sjá meira


×