Innlent

Geimskot olli ljósasýningu yfir Mý­vatni

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd3
Rúnar Freyr Júlíusson

Mikilfengleg ljósasýning sást á himnum yfir Mývatni í gærkvöldi. Þar var að öllum líkindum um að ræða fyrirbæri sem til var komið vegna mannaðs geimskots SpaceX frá Bandaríkjunum í gær.

Rúnar Freyr Júlíusson, fréttaritari Kaffið.is, fangaði ljósasýninguna á mynd og spurði hann hvað um væri að ræða á Facebooksíðu áhugamanna um Norðurljós. Hann birti eina af myndunum einnig á Instagram.

Hann var ekki viss um hvað hann hefði myndað og lýsti því sem spíral af norðurljósum. Ljósin hafi verið björt og með grænum blæ og það þau hafi horfið bakvið sjóndeildarhringinn til Norðausturs.

Rúnar Freyr Júlíusson

Líkur eru á að þarna hafi verið á ferðinni eldsneyti úr geimflaug SpaceX sem bar geimfara af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í nótt. Ljóst af þessu tagi hafa áður sést á himnum í kjölfar geimskota. Til að mynda yfir Havaí í janúar í fyrra, eftir annað geimskot SpaceX.

Myndband af því má sjá hér að neðan.

Þegar eldsneyti er losað úr geimflaugum SpaceX fellur það til jarðar í spíral, vegna snúnings eldflaugarinnar, og við sérstakar aðstæður endurspeglar ljós frá Norðurljósum með tilheyrandi sýningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×