Lífið

Sjarmerandi eign í gamla Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Mismunandi efniviður blandast saman á sjarmerandi máta í þessari fallegu eign í gamla Vesturbænum í Reykjavík.
Mismunandi efniviður blandast saman á sjarmerandi máta í þessari fallegu eign í gamla Vesturbænum í Reykjavík.

Við Ægisgötu í Vesturbæ Reykjavíkur má finna fallega og mikið endurnýjaða 94 fermetra íbúð á annarri hæð í steinsteyptu húsi frá árinu 1954. Ásett verð er 82,5 milljónir.

Mjúkir litatónar, björt rými og litríkir innanstokksmunir flæða á milli rýma á heillandi máta og skapa hlýlega stemningu. Eigandi eignarinnar er Jón Bjarni Kristjáns­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður.

Fallegir innstokksmunir og listaverk prýða stofuna.Fasteignaljósmyndun

Eignin skiptist í eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi.

Í eldhúsi er nýleg innrétting í tveimur mismunandi litum, annars vegar hvít með flísalögðum vegg fyrir ofan og hins vegar dökk og há innrétting með innfelldum tækjaskáp. Þaðan er gengið inn í rúmgóða og bjarta stofu.

Vegleg renniglerhurð með svörtum stálramma skilur stofu og svefnherbergi að á sjarmerandi og töff máta.  

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Gengið er úr eldhúsinu inn í stofu.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Setustofan er máluð í fallegum bleikum lit.Fasteignaljósmyndun
Glerhurð skilur stofu og hjónaherbergi að.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergi er nýlega endurnýjað á töff máta.Fasteignaljósmyndun
Húsið var reist árið 1954.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×