Viðskipti innlent

Slíta samningi við Wok On

Jón Þór Stefánsson skrifar
Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vísir/Arnar

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag.

Hún tekur fram að málið tengist Krónunni ekki. Wok On sé sjálfstæður rekstraraðili sem leigir rými hjá Krónunni. Krónan hefur þó slitið leigusamningi sínum við Wok On og hengdi upp miða þess efnis í verslunum sínum í dag.

„Það er alveg fyrirséð að við munum loka þessum stöðum innan verslana Krónunnar,“ segir Guðrún.

Miðar sem þessir hafa verið hengdir upp í verslunum Krónunnar.Aðsend

„Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um ástæður eða aðdraganda þessara aðgerða nema það sem hefur birst opinberlega. Lögreglan kom í dag og lokaði þessum einingum,“ segir hún.

Guðrún segir að fyrstu fréttir um slíkt hafi borist um þrjúleytið í dag. „Við fengum bara upplýsingar frá okkar starfsfólki að það væri komin lögregla að loka.“

„Við erum að vinna úr þessu okkar megin,“ segir Guðrún, sem tekur fram að erfitt að tjá sig um málið að svo stöddu, það sé nýkomið upp.

Wok On er með átta útibú víða um land, þar á meðal þrjú í verslunum Krónunnar, í Mosfellsbæ, Granda, og Akureyri.

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í dag beinast að fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, sem á meðal annars Wok On, Vy-þrif og Pho Víetnam.


Tengdar fréttir

Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir.

„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“

Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×