„Fullt af hlutum sem ég get bætt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2024 07:00 Getur ekki hætt að skora en segist samt geta bætt sig. EPA-EFE/ASH ALLEN Ferill hins 23 ára gamla Erlings Braut Håland hefur verið draumi líkastur til þessa en framherjinn öflugi vann þrennuna með Manchester City á síðustu leiktíð. Hann segist þó enn eiga fullt ólært og geti enn bætt sig. Håland og félagar mæta FC Kaupmannahöfn klukkan 20.00 í kvöld í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Norðmaðurinn skoraði á dögunum fimm mörk í 6-2 sigri Man City á Luton Town í ensku bikarkeppninni. Alls hefur hann skorað 80 mörk í 84 leikjum fyrir ríkjandi Evrópumeistarana. Þrátt fyrir það virðist hann frekar hugsa um færin sem fara forgörðum. „Það er fullt af hlutum sem ég get bætt. Fólk segir að ég sé góður þegar kemur að því að skora mörk en samt brenndi ég af einu mesta dauðafæri síðari ára fyrir tveimur dögum síðan. Ég get enn bætt mig,“ sagði Håland og átti þar við færið sem hann klikkaði á gegn Man United. Not every day you see Haaland miss from here pic.twitter.com/oQAmEWNEN1— B/R Football (@brfootball) March 3, 2024 Hann virðist hafa eitthvað til síns máls en samkvæmt tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar hefur enginn leikmaður klúðrað fleiri „góðum færum“ en Håland sem hefur klúðrað 24 til þessa. Næsti maður á lista er framherji Liverpool, Darwin Núñez. Hann hefur brennt af 21 góðu færi til þessa á leiktíðinni. Norðmaðurinn segist hins vegar hafa þroskast gríðarlega á undanförnum árum. Þökk sé því hafi eitt klúður ekki jafn gríðarleg áhrif á hann nú og það gerði hér áður fyrr. „Þegar ég var yngri fór ég að gráta ef við töpuðum í kjölfar þess að ég klúðraði góðum færum. Ég hef unnið gríðarlega í þessum þætti en það hefur verið erfitt. Ég geri miklar kröfur til mín og það gera liðsfélagar mínir einnig.“ Eftir að hafa raðað inn mörkum með RB Salzburg í Austurríki og Borussia Dortmund í Þýskalandi voru ekki öll sammála um að hinn ungi Håland myndi aðlagast ensku úrvalsdeildinni jafn hratt og raun bar vitni. Haaland: "I'm 23-years-old and won everything and I got a taste of it, how it is to win, and how I work is that when I feel this"."So yes, I just want to win it again!". pic.twitter.com/SKVde8rgUq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 5, 2024 Á sinni fyrstu leiktíð skoraði hann 36 mörk í 35 deildarleikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Alls skoraði Håland 52 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Ofan á það þá stóð hann uppi sem Evrópu-, Englands- og bikarmeistari síðasta haust. Hann vill hins vegar meira. „Það er hægt að hugsa þetta á tvo vegu. Ég kom hingað og vann allt aðeins 23 ára gamall, eða þá að nú veit ég hvernig það er að vera sigursæll, hvernig tilfinning því fylgir og nú vill ég vinna allt heila klabbið á nýjan leik. Svo einfalt er það.“ Að endingu sagði framherjinn að hann þekkti FC Kaupmannahöfn vel eftir að hafa farið á reynslu þar árið 2016. „Ég var áhugasamur, fékk meira að segja treyju númer 9 merkta Håland sem ég á enn. Sumir þar vildu fá mig en aðrir ekki svo það varð ekkert úr þeim félagaskiptum, því miður fyrir þá.“ Upphitun Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 19.50 færum við okkur til Manchester og klukkan 22.00 verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp en á Vodafone Sport tekur Real Madríd á móti RB Leipzig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Håland og félagar mæta FC Kaupmannahöfn klukkan 20.00 í kvöld í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Norðmaðurinn skoraði á dögunum fimm mörk í 6-2 sigri Man City á Luton Town í ensku bikarkeppninni. Alls hefur hann skorað 80 mörk í 84 leikjum fyrir ríkjandi Evrópumeistarana. Þrátt fyrir það virðist hann frekar hugsa um færin sem fara forgörðum. „Það er fullt af hlutum sem ég get bætt. Fólk segir að ég sé góður þegar kemur að því að skora mörk en samt brenndi ég af einu mesta dauðafæri síðari ára fyrir tveimur dögum síðan. Ég get enn bætt mig,“ sagði Håland og átti þar við færið sem hann klikkaði á gegn Man United. Not every day you see Haaland miss from here pic.twitter.com/oQAmEWNEN1— B/R Football (@brfootball) March 3, 2024 Hann virðist hafa eitthvað til síns máls en samkvæmt tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar hefur enginn leikmaður klúðrað fleiri „góðum færum“ en Håland sem hefur klúðrað 24 til þessa. Næsti maður á lista er framherji Liverpool, Darwin Núñez. Hann hefur brennt af 21 góðu færi til þessa á leiktíðinni. Norðmaðurinn segist hins vegar hafa þroskast gríðarlega á undanförnum árum. Þökk sé því hafi eitt klúður ekki jafn gríðarleg áhrif á hann nú og það gerði hér áður fyrr. „Þegar ég var yngri fór ég að gráta ef við töpuðum í kjölfar þess að ég klúðraði góðum færum. Ég hef unnið gríðarlega í þessum þætti en það hefur verið erfitt. Ég geri miklar kröfur til mín og það gera liðsfélagar mínir einnig.“ Eftir að hafa raðað inn mörkum með RB Salzburg í Austurríki og Borussia Dortmund í Þýskalandi voru ekki öll sammála um að hinn ungi Håland myndi aðlagast ensku úrvalsdeildinni jafn hratt og raun bar vitni. Haaland: "I'm 23-years-old and won everything and I got a taste of it, how it is to win, and how I work is that when I feel this"."So yes, I just want to win it again!". pic.twitter.com/SKVde8rgUq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 5, 2024 Á sinni fyrstu leiktíð skoraði hann 36 mörk í 35 deildarleikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Alls skoraði Håland 52 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Ofan á það þá stóð hann uppi sem Evrópu-, Englands- og bikarmeistari síðasta haust. Hann vill hins vegar meira. „Það er hægt að hugsa þetta á tvo vegu. Ég kom hingað og vann allt aðeins 23 ára gamall, eða þá að nú veit ég hvernig það er að vera sigursæll, hvernig tilfinning því fylgir og nú vill ég vinna allt heila klabbið á nýjan leik. Svo einfalt er það.“ Að endingu sagði framherjinn að hann þekkti FC Kaupmannahöfn vel eftir að hafa farið á reynslu þar árið 2016. „Ég var áhugasamur, fékk meira að segja treyju númer 9 merkta Håland sem ég á enn. Sumir þar vildu fá mig en aðrir ekki svo það varð ekkert úr þeim félagaskiptum, því miður fyrir þá.“ Upphitun Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 19.50 færum við okkur til Manchester og klukkan 22.00 verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp en á Vodafone Sport tekur Real Madríd á móti RB Leipzig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira