Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 6. mars 2024 11:23 Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sex einstaklingum. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að aðgerðirnar í gær séu með þeim umfangsmestu sem ráðist hafi verið í hérlendis. Vísir/Arnar Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við fréttastofu. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir sex þeirra í dag. Grímur segir mestmegnis um karlmenn að ræða en að minnsta kosti ein kona er þeirra á meðal. Fólkið er ekki tengt fjölskylduböndum en tengist í gegnum viðskipti og rekstur. Tugir mögulega þolendur mansals Að sögn Gríms var um gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir að ræða en það sem standi uppi séu grunur um mansal, smygl á fólki til landsins, peningaþvætti og brot á útlendingalögum. Grímur vildi ekki segja til um hversu mörg meint fórnarlömb mansals væru, en þau skiptu tugum. Rætt hefði verið við þau öll í gær. Ekki leikur grunur á að börn séu á meðal meintra þolenda, en barnavernd hafði aðkomu að aðgerðum í gær. Grímur segir að það hafi verið samkvæmt verklagi þar sem grunur lék á að börn væru á einhverjum af þeim heimilum þar sem farið var í húsleitir. „Síðan er það þannig að það er í þessu máli, grunur um að starfsfólk á veitingastöðum þar sem við fórum í húsleitir, sé fórnarlömb manssals. Það getur verið fjölskyldufólk, þannig að barnaverndarnefnd þarf að koma að slíkum málum þegar verið er að bjóða viðunandi úrræði fyrir möguleg fórnarlömb mansals.“ Aðspurður um hvar fólkið, meintir þolendur, sé niðurkomið núna, segir Grímur að enginn hafi þurft á húsnæðisaðstoð að halda en unnið sé að því að útvega því viðeigandi úrræði. Engin fíkniefni fundust Grímur segir að eitt sakarefnanna sem legið hafi fyrir áður en ráðist var til aðgerðanna í gær hafi verið um hvort fíkniefni væru á þeim stöðum eða einhverskonar framleiðsla. Hann segir þó engin fíkniefni hafa verið handlögð við húsleitirnar í gær. Aðspurður um hvort Davíð Viðarsson, sem meðal annars er eigandi Vy- þrifa og veitingastaðanna Wok-on og Pho Vietnam, sé á meðal þeirra handteknu, segist Grímur ekki muni gefa upp nöfn neinna einstaklinga. Mikilvægt sé að hafa í huga að engin hafi verið sakfelldur, aðeins sé um grun að ræða og rannsókn málsins sé á frumstigum. Þá segir Grímur að aðgerðirnar í gær séu með stærri lögregluaðgerðum sem ráðist hafi verið í hér á landi, en tekur fram að sérstakur saksóknari hafi farið í ámóta stóra rannsókn í kringum hrunmálin. Málin séu af svipaðri stærðargráðu. Undirbúningur aðgerðanna í gær hafi staðið yfir í langan tíma og rannsókn teygi sig nokkur ár aftur í tímann. Hátt í 100 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. 6. mars 2024 08:28 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við fréttastofu. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir sex þeirra í dag. Grímur segir mestmegnis um karlmenn að ræða en að minnsta kosti ein kona er þeirra á meðal. Fólkið er ekki tengt fjölskylduböndum en tengist í gegnum viðskipti og rekstur. Tugir mögulega þolendur mansals Að sögn Gríms var um gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir að ræða en það sem standi uppi séu grunur um mansal, smygl á fólki til landsins, peningaþvætti og brot á útlendingalögum. Grímur vildi ekki segja til um hversu mörg meint fórnarlömb mansals væru, en þau skiptu tugum. Rætt hefði verið við þau öll í gær. Ekki leikur grunur á að börn séu á meðal meintra þolenda, en barnavernd hafði aðkomu að aðgerðum í gær. Grímur segir að það hafi verið samkvæmt verklagi þar sem grunur lék á að börn væru á einhverjum af þeim heimilum þar sem farið var í húsleitir. „Síðan er það þannig að það er í þessu máli, grunur um að starfsfólk á veitingastöðum þar sem við fórum í húsleitir, sé fórnarlömb manssals. Það getur verið fjölskyldufólk, þannig að barnaverndarnefnd þarf að koma að slíkum málum þegar verið er að bjóða viðunandi úrræði fyrir möguleg fórnarlömb mansals.“ Aðspurður um hvar fólkið, meintir þolendur, sé niðurkomið núna, segir Grímur að enginn hafi þurft á húsnæðisaðstoð að halda en unnið sé að því að útvega því viðeigandi úrræði. Engin fíkniefni fundust Grímur segir að eitt sakarefnanna sem legið hafi fyrir áður en ráðist var til aðgerðanna í gær hafi verið um hvort fíkniefni væru á þeim stöðum eða einhverskonar framleiðsla. Hann segir þó engin fíkniefni hafa verið handlögð við húsleitirnar í gær. Aðspurður um hvort Davíð Viðarsson, sem meðal annars er eigandi Vy- þrifa og veitingastaðanna Wok-on og Pho Vietnam, sé á meðal þeirra handteknu, segist Grímur ekki muni gefa upp nöfn neinna einstaklinga. Mikilvægt sé að hafa í huga að engin hafi verið sakfelldur, aðeins sé um grun að ræða og rannsókn málsins sé á frumstigum. Þá segir Grímur að aðgerðirnar í gær séu með stærri lögregluaðgerðum sem ráðist hafi verið í hér á landi, en tekur fram að sérstakur saksóknari hafi farið í ámóta stóra rannsókn í kringum hrunmálin. Málin séu af svipaðri stærðargráðu. Undirbúningur aðgerðanna í gær hafi staðið yfir í langan tíma og rannsókn teygi sig nokkur ár aftur í tímann. Hátt í 100 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. 6. mars 2024 08:28 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42
Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. 6. mars 2024 08:28
Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent