Biskup Íslands eða þröngra hagsmuna? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. mars 2024 10:01 Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans. Fríkirkjan í Reykjavík heyrir ekki undir stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar og lýtur ekki tilsjón biskups, heldur er sjálfstætt trúfélag sem rekið er einvörðungu af sóknargjöldum safnaðarmeðlima. Játningargrunnur Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins, er þó sá sami og Þjóðkirkjunnar og prestar þeirra eru guðfræðingar sem vígðir eru af biskupi Íslands og tilheyra Prestafélagi Íslands. Af því leiðir að hægt er að tilnefna presta þessara safnaða; Einar Eyjólfsson, Hjört Magna Jóhannsson, Margréti Lilju Vilmundardóttur og Pétur Þorsteinsson auk greinarhöfundar í embættið, hafi einhver á því áhuga. Sjö prestar hafa lýst yfir áhuga á þessu embætti, þau Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttur, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Engin umræða um áherslur eða hæfni þessara einstaklinga hefur farið fram á vettvangi Þjóðkirkjunnar né Prestafélagsins en öll hafa þau stigið fram í fjölmiðlum, auk þess að miðla efni á vefsíðum og á samfélagsmiðlum. Gunnar Smári Egilsson hefur á Samstöðinni tekið löng viðtöl við öll þau sem gefið hafa kost á sér og á hann miklar þakkir skildar fyrir þá þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Í biskupskosningum 2012, gátu öll þau sem uppfylltu kröfur til embættisins gefið kost á sér og buðu átta prestar sig fram til þeirrar þjónustu. Þjóðkirkjan hélt þá úti kynningarsíðu þar sem fólk gat gert grein fyrir sjálfu sér og hugsjónum sínum í biskupsþjónustu. Í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir með öllum átta í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. „Vinur er sá er til vamms segir“ og sem Fríkirkjuprestur og vinur kirkju og kristni í landinu vil ég ráðleggja Þjóðkirkjunni að grípa inn í og afstýra því fyrirkomulagi að þröngur hópur fái að handvelja þrjá frambjóðendur án umræðu og samráðs við þjóðina eða þjóðkirkjumeðlimi. Þjóðkirkjan gerir tilkall til erindis og þjónustu við þjóðina og í því ljósi ætti hún að ekki að láta sérhagsmuni ráða för þegar skipaður er biskup. Hér er um að ræða stétt presta og djákna sem vill velja sér yfirmann, en það eru þröngir hagsmunir í ljósi þess að Þjóðkirkjan vill vera þjóðinni til handa. Fyrirkomulagi þessu var mótmælt á kirkjuþingi en í 44. máli á kirkjuþinginu frá 2022–2023 gera 7 þingmenn, þar af einn prestur, athugasemdir við fyrirkomulagið og segja: „Það tilnefningarferli sem nú gildir verður að teljast fremur ólýðræðislegt og ekki í takti við þau skref sem kirkjan vill stíga í lýðræðisátt. Það er einnig ljóst að hægt er að misnota þetta fyrirkomulag þannig að einstaklingar sem ekki njóta hylli í prestastétt eru útilokaðir frá kosningu þrátt fyrir hugsanlegt fylgi frá þeim sem kosningarétt hafa. Flutningsmönnum þykir ekki rétt að einungis skuli mega tilnefna þrjá til að kjósa um, ekki síst þegar ekki er um neina faglega síun að ræða, [...] heldur geta í sjálfu sér hvaða forsendur sem er legið til grundvallar tilnefningarinnar.“Auðnist Þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem Gunnar Smári Egilsson líkti við að þingheimur tilnefndi þrjá frambjóðenda til forseta Íslands, þarf Þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Prestar og djáknar geta mótmælt ferlinu með því tilnefna einhvern af Fríkirkjuprestunum til biskups Íslands. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans. Fríkirkjan í Reykjavík heyrir ekki undir stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar og lýtur ekki tilsjón biskups, heldur er sjálfstætt trúfélag sem rekið er einvörðungu af sóknargjöldum safnaðarmeðlima. Játningargrunnur Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins, er þó sá sami og Þjóðkirkjunnar og prestar þeirra eru guðfræðingar sem vígðir eru af biskupi Íslands og tilheyra Prestafélagi Íslands. Af því leiðir að hægt er að tilnefna presta þessara safnaða; Einar Eyjólfsson, Hjört Magna Jóhannsson, Margréti Lilju Vilmundardóttur og Pétur Þorsteinsson auk greinarhöfundar í embættið, hafi einhver á því áhuga. Sjö prestar hafa lýst yfir áhuga á þessu embætti, þau Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttur, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Engin umræða um áherslur eða hæfni þessara einstaklinga hefur farið fram á vettvangi Þjóðkirkjunnar né Prestafélagsins en öll hafa þau stigið fram í fjölmiðlum, auk þess að miðla efni á vefsíðum og á samfélagsmiðlum. Gunnar Smári Egilsson hefur á Samstöðinni tekið löng viðtöl við öll þau sem gefið hafa kost á sér og á hann miklar þakkir skildar fyrir þá þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Í biskupskosningum 2012, gátu öll þau sem uppfylltu kröfur til embættisins gefið kost á sér og buðu átta prestar sig fram til þeirrar þjónustu. Þjóðkirkjan hélt þá úti kynningarsíðu þar sem fólk gat gert grein fyrir sjálfu sér og hugsjónum sínum í biskupsþjónustu. Í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir með öllum átta í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. „Vinur er sá er til vamms segir“ og sem Fríkirkjuprestur og vinur kirkju og kristni í landinu vil ég ráðleggja Þjóðkirkjunni að grípa inn í og afstýra því fyrirkomulagi að þröngur hópur fái að handvelja þrjá frambjóðendur án umræðu og samráðs við þjóðina eða þjóðkirkjumeðlimi. Þjóðkirkjan gerir tilkall til erindis og þjónustu við þjóðina og í því ljósi ætti hún að ekki að láta sérhagsmuni ráða för þegar skipaður er biskup. Hér er um að ræða stétt presta og djákna sem vill velja sér yfirmann, en það eru þröngir hagsmunir í ljósi þess að Þjóðkirkjan vill vera þjóðinni til handa. Fyrirkomulagi þessu var mótmælt á kirkjuþingi en í 44. máli á kirkjuþinginu frá 2022–2023 gera 7 þingmenn, þar af einn prestur, athugasemdir við fyrirkomulagið og segja: „Það tilnefningarferli sem nú gildir verður að teljast fremur ólýðræðislegt og ekki í takti við þau skref sem kirkjan vill stíga í lýðræðisátt. Það er einnig ljóst að hægt er að misnota þetta fyrirkomulag þannig að einstaklingar sem ekki njóta hylli í prestastétt eru útilokaðir frá kosningu þrátt fyrir hugsanlegt fylgi frá þeim sem kosningarétt hafa. Flutningsmönnum þykir ekki rétt að einungis skuli mega tilnefna þrjá til að kjósa um, ekki síst þegar ekki er um neina faglega síun að ræða, [...] heldur geta í sjálfu sér hvaða forsendur sem er legið til grundvallar tilnefningarinnar.“Auðnist Þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem Gunnar Smári Egilsson líkti við að þingheimur tilnefndi þrjá frambjóðenda til forseta Íslands, þarf Þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Prestar og djáknar geta mótmælt ferlinu með því tilnefna einhvern af Fríkirkjuprestunum til biskups Íslands. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun