Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 93-100 | Drungilas leiddi meistarana að sigri Dagur Lárusson skrifar 7. mars 2024 21:00 Adomas Drungilas var maður leiksins. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni Subway deildar karla en liðið landaði tveimur dýrmætum stigum í kvöld með 100-93 útisigri gegn Haukum. Fyrir leikinn var Tindastóll í sjöunda sæti deildarinnar með átján stig á meðan Haukar voru í tíunda sætinu með tíu stig. Það var gestirnir í Tindastól sem voru með yfirhöndina í fyrsta leikhluta og rúmlega það. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var alls ekki sáttur með sína menn og tók snemma leikhlé og lét þá heyra það. Leikmenn Tindastóls skoruðu úr hverju þriggja stiga skotinu á fætur öðru og á tímabili munaði sautján stigum á liðunum. Everage Richardson náði þó að laga stöðuna fyrir Hauka undir lok leikhlutans en þá skoraði hann tvíveigis frá vítalínunni og náði strax boltanum af leikmanni Tindastóls og setti niður þriggja stiga körfu. Hann náði því að laga stöðuna fyrir Hauka um fimm stig á aðeins fimm sekúndum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-30. Leikmenn Hauka tóku aðeins við sér í öðrum leikhluta en þó aðalega Everage en hann setti til dæmis niður þriggja stiga körfu strax í byrjun leikhlutans og kom forystu Tindastóls í níu stig. Þegar hálfsleiksflutan lét í sér heyra þá var staðan 44-51. Munurinn á liðunum var um það bil tíu stig nánast allan þriðja leikhluta en Haukar náðu þó að koma forystu Tindastóls niður í sjö stig fyrir fjórða leikhlutann og því var leikurinn allt í einu orðinn æsispennandi. Haukar byrjuðu fjórða leikhlutann og minnkuðu muninn í fjögur stig og síðan í tvö stig en nær komust þeir þó ekki. Leikmenn Tindastóls náðu alltaf að bíta frá sér og var Adomos Drungilas þar í aðalhlutverki. Hann fór svo sannarlega fyrir liði Tindastóls í kvöld og skoraði hvern þristinn á fætur öðrum. Lokatölur í Ólafssal voru 93-100. Afhverju vann Tindastóll? Pavel talaði sjálfur um þetta í viðtali eftir leik en stemningin í liði Tindastóls var ótrúleg og minnti á stemninguna hjá liðinu í úrslitakeppninni síðustu tvö árin. Það fóru svo margir þristar niður og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum og það er bersýnilegt að sjá að þegar eitt þriggja stiga skot dettur að þá er annað skammt undan. Það er eflaust hægt að segja þetta um mörg lið í körfubolta, en þetta á einstaklega vel við Tindastól. Hverjir stóðu upp úr? Það var einn leikmaður sem var í algjörum sérflokki í kvöld og það var Adomas Drungilas. Það var ekki bara það að hann var stigahæstur í leiknum heldur einnig það að hann var að setja niður þriggja stiga skot á virkilega mikilvægum augnablikum þegar liðið hans þurfti sérstaklega á því að halda. Hann þekkir það ekki að finna fyrir pressu. Hvað fór illa? Þessi fyrsti leikhluti Hauka var hreinlega til skammar og sagði Maté það eftir leik. Hann vildi meina að leikmenn hans voru hræddir í þessum leikhluta en það er klárt mál að þessi leikhluti gaf tóninn fyrir restina af leiknum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Tindastóls er gegn Þór á heimavelli næsta fimmtudag en sama kvöld far Haukar austur og mæta Hetti. Maté Dalmay: Litum út fyrir að vera hræddir Maté Dalmay.Vísir/Hulda Margrét „Ég hef ekki mikið að segja eftir þennan leik,“ byrjaði Maté Dalmay að segja eftir leik. „Þeir hittu ótrúlega vel og við réðum ekkert við þá varnarlega svona heilt yfir. Annað hvort voru þeir að fara út fyrir þriggja stiga línuna og refsa okkur eins og til dæmis Drungilas sem spilaði ótrúlega vel,“ hélt Maté áfram að segja. „En þegar við vorum í skipti vörn til þess að koma í veg fyrir þetta þá fóru þeir með okkur niður á póstinn og fóru illa með okkur þar líka.“ Maté vildi meina að leikmenn hans hafi verið hræddir í fyrsta leikhlutanum. „Við litum út fyrir að vera hræddir í fyrsta leikhluta og mér fannst það rosalega pirrandi. Við fórum alltaf aftur á bak og við fórum aldrei í þá. Kannski var ég með allt of flóknar varnarútfærslur og það var að valda einhverjum samskiptavandræðum, ég veit það ekki,“ endaði Maté Dalmay að segja eftir leik. Pavel Ermolinskij: Það var ákveðið hispursleysi yfir þeim Pavel talar við lið sitt.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Sóknarleikurinn okkar var virkilega góður og strákarnir spiluðu virkilega vel,“ byrjaði Pavel Ermolinskij að segja eftir leik. „Það var svona ákveðið hispursleysi yfir þeim og maður trúði því að þegar þeir voru að skjóta úr þessum þriggja stiga skotum að boltinn var að fara ofan í og maður sá að þeir trúðu því líka og það er góðs viti,“ hélt Pavel áfram að segja. „En ég fann fyrir því sama hjá Haukum, þetta var svolítið þannig leikur að varnirnar voru aðeins betri en lokatölurnar gefa til kynna og allir leikmennirnir á vellinum virtust detta inn í einhverja sóknarstemningu.“ Pavel vildi ekki meina að leikmenn liðsins hafi verið að hitta vel úr þriggja stiga skotunum því þeir séu farnir að finna lyktina af úrslitakeppninni. „Nei alls ekki, þetta var bara einstaklega góð hitni í þessum leik en verður kannski erfitt að leika eftir í næsta leik. Það sem mestu máli skiptir er að þeir muni að þeir eru þessir leikmenn sem þeir sýndu að þeir eru í kvöld,“ endaði Pavel að segja. Subway-deild karla Haukar Tindastóll
Tindastóll er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni Subway deildar karla en liðið landaði tveimur dýrmætum stigum í kvöld með 100-93 útisigri gegn Haukum. Fyrir leikinn var Tindastóll í sjöunda sæti deildarinnar með átján stig á meðan Haukar voru í tíunda sætinu með tíu stig. Það var gestirnir í Tindastól sem voru með yfirhöndina í fyrsta leikhluta og rúmlega það. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var alls ekki sáttur með sína menn og tók snemma leikhlé og lét þá heyra það. Leikmenn Tindastóls skoruðu úr hverju þriggja stiga skotinu á fætur öðru og á tímabili munaði sautján stigum á liðunum. Everage Richardson náði þó að laga stöðuna fyrir Hauka undir lok leikhlutans en þá skoraði hann tvíveigis frá vítalínunni og náði strax boltanum af leikmanni Tindastóls og setti niður þriggja stiga körfu. Hann náði því að laga stöðuna fyrir Hauka um fimm stig á aðeins fimm sekúndum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-30. Leikmenn Hauka tóku aðeins við sér í öðrum leikhluta en þó aðalega Everage en hann setti til dæmis niður þriggja stiga körfu strax í byrjun leikhlutans og kom forystu Tindastóls í níu stig. Þegar hálfsleiksflutan lét í sér heyra þá var staðan 44-51. Munurinn á liðunum var um það bil tíu stig nánast allan þriðja leikhluta en Haukar náðu þó að koma forystu Tindastóls niður í sjö stig fyrir fjórða leikhlutann og því var leikurinn allt í einu orðinn æsispennandi. Haukar byrjuðu fjórða leikhlutann og minnkuðu muninn í fjögur stig og síðan í tvö stig en nær komust þeir þó ekki. Leikmenn Tindastóls náðu alltaf að bíta frá sér og var Adomos Drungilas þar í aðalhlutverki. Hann fór svo sannarlega fyrir liði Tindastóls í kvöld og skoraði hvern þristinn á fætur öðrum. Lokatölur í Ólafssal voru 93-100. Afhverju vann Tindastóll? Pavel talaði sjálfur um þetta í viðtali eftir leik en stemningin í liði Tindastóls var ótrúleg og minnti á stemninguna hjá liðinu í úrslitakeppninni síðustu tvö árin. Það fóru svo margir þristar niður og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum og það er bersýnilegt að sjá að þegar eitt þriggja stiga skot dettur að þá er annað skammt undan. Það er eflaust hægt að segja þetta um mörg lið í körfubolta, en þetta á einstaklega vel við Tindastól. Hverjir stóðu upp úr? Það var einn leikmaður sem var í algjörum sérflokki í kvöld og það var Adomas Drungilas. Það var ekki bara það að hann var stigahæstur í leiknum heldur einnig það að hann var að setja niður þriggja stiga skot á virkilega mikilvægum augnablikum þegar liðið hans þurfti sérstaklega á því að halda. Hann þekkir það ekki að finna fyrir pressu. Hvað fór illa? Þessi fyrsti leikhluti Hauka var hreinlega til skammar og sagði Maté það eftir leik. Hann vildi meina að leikmenn hans voru hræddir í þessum leikhluta en það er klárt mál að þessi leikhluti gaf tóninn fyrir restina af leiknum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Tindastóls er gegn Þór á heimavelli næsta fimmtudag en sama kvöld far Haukar austur og mæta Hetti. Maté Dalmay: Litum út fyrir að vera hræddir Maté Dalmay.Vísir/Hulda Margrét „Ég hef ekki mikið að segja eftir þennan leik,“ byrjaði Maté Dalmay að segja eftir leik. „Þeir hittu ótrúlega vel og við réðum ekkert við þá varnarlega svona heilt yfir. Annað hvort voru þeir að fara út fyrir þriggja stiga línuna og refsa okkur eins og til dæmis Drungilas sem spilaði ótrúlega vel,“ hélt Maté áfram að segja. „En þegar við vorum í skipti vörn til þess að koma í veg fyrir þetta þá fóru þeir með okkur niður á póstinn og fóru illa með okkur þar líka.“ Maté vildi meina að leikmenn hans hafi verið hræddir í fyrsta leikhlutanum. „Við litum út fyrir að vera hræddir í fyrsta leikhluta og mér fannst það rosalega pirrandi. Við fórum alltaf aftur á bak og við fórum aldrei í þá. Kannski var ég með allt of flóknar varnarútfærslur og það var að valda einhverjum samskiptavandræðum, ég veit það ekki,“ endaði Maté Dalmay að segja eftir leik. Pavel Ermolinskij: Það var ákveðið hispursleysi yfir þeim Pavel talar við lið sitt.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Sóknarleikurinn okkar var virkilega góður og strákarnir spiluðu virkilega vel,“ byrjaði Pavel Ermolinskij að segja eftir leik. „Það var svona ákveðið hispursleysi yfir þeim og maður trúði því að þegar þeir voru að skjóta úr þessum þriggja stiga skotum að boltinn var að fara ofan í og maður sá að þeir trúðu því líka og það er góðs viti,“ hélt Pavel áfram að segja. „En ég fann fyrir því sama hjá Haukum, þetta var svolítið þannig leikur að varnirnar voru aðeins betri en lokatölurnar gefa til kynna og allir leikmennirnir á vellinum virtust detta inn í einhverja sóknarstemningu.“ Pavel vildi ekki meina að leikmenn liðsins hafi verið að hitta vel úr þriggja stiga skotunum því þeir séu farnir að finna lyktina af úrslitakeppninni. „Nei alls ekki, þetta var bara einstaklega góð hitni í þessum leik en verður kannski erfitt að leika eftir í næsta leik. Það sem mestu máli skiptir er að þeir muni að þeir eru þessir leikmenn sem þeir sýndu að þeir eru í kvöld,“ endaði Pavel að segja.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti