Bein útsending: Skrifað undir fjögurra ára kjarasamning Kolbeinn Tumi Daðason, Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. mars 2024 15:35 Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson hafa farið hönd í hönd í stafni breiðfylkingarinnar í samningaviðræðunum. Hér eru þau brosandi rétt fyrir klukkan fimm. vísir/vilhelm Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni. Fulltrúar félaganna þriggja funduðu í morgun með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðild ríkisstjórnar að samningunum. Heimir Már Pétursson ræddi við fulltrúa félaganna þriggja sem voru allir mjög vongóðir um undirritun í dag. Um leið væru svör frá sveitarfélögunum ekki nógu skýr varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum sem er meðal samningsatriða. Vilja fulltrúar félaganna skýrari svör hvernig sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, ætla að koma að útfærslu frírra skólamáltíða. Misjafnt er milli sveitarfélaga varðandi mótstöðu í því málefni. Eru það helst sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta sem efasemda gætir. Svo sem í stærsta sveitarfélaginu Reykjavík þar sem fulltrúar flokksins í borgarráði leggjast gegn fríum skólamáltíðum. Visir verður í beinni útsendingu úr húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni um fimmleytið. Í framhaldinu mun ríkisstjórn kynna aðkomu sína að samningunum á blaðamannafundi klukkan sex. Allt í beinni á Vísi með Heimi Má Péturssyni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.
Fulltrúar félaganna þriggja funduðu í morgun með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðild ríkisstjórnar að samningunum. Heimir Már Pétursson ræddi við fulltrúa félaganna þriggja sem voru allir mjög vongóðir um undirritun í dag. Um leið væru svör frá sveitarfélögunum ekki nógu skýr varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum sem er meðal samningsatriða. Vilja fulltrúar félaganna skýrari svör hvernig sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, ætla að koma að útfærslu frírra skólamáltíða. Misjafnt er milli sveitarfélaga varðandi mótstöðu í því málefni. Eru það helst sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta sem efasemda gætir. Svo sem í stærsta sveitarfélaginu Reykjavík þar sem fulltrúar flokksins í borgarráði leggjast gegn fríum skólamáltíðum. Visir verður í beinni útsendingu úr húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni um fimmleytið. Í framhaldinu mun ríkisstjórn kynna aðkomu sína að samningunum á blaðamannafundi klukkan sex. Allt í beinni á Vísi með Heimi Má Péturssyni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira