Síðasta sláturhúsi Austurlands lokað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. mars 2024 16:46 Vopnafjörður. Sláturfélag Vopnfirðinga hættir brátt rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Ákvörðunin var tekin á hluthafafundi þann 22. febrúar síðastliðinn án mótatkvæða. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins í dag. Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir rekstraraðstæður sláturfélagsins gera það að verkum að félagið sé ekki lengur samkeppnishæft um verð á við stóru húsin. Stjórnin hafi óskað eftir heimild til að hætta slátrun, selja eignir félagsins og slíta félaginu. Hluthafar sláturfélagsins voru um 64 talsins. Meirihlutinn tilheyrði Búnaðarfélagi Vopnafjarðar, Vopnafjaðarhreppi og bændum af svæðinu. Kjarnafæði Norðlenska átti um 35 prósent hlutafjár, en Kjarnafæði var helsti kaupandi afurða félagsins. Talsverð áhrif á samfélag Vopnfirðinga Fjögur heilsársstörf á Vopnafirði hverfa við lokunina, en umreiknuð störf hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga eru um tíu ársstörf. Innspýting 30-40 manns í sauðfjársláturtíð í september og október hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið. Þetta þýðir einnig að erfiðara verður fyrir Vopnfirðinga að nálgast kjöt á hagstæðu verði. Sláturfélagið hefur selt kjöt beint til neytenda og nærsamfélagsins á einhvern hátt, til dæmis beint í togarana segir Skúli. Þjónusta við bændur verður nú lengra í burtu og flutningur á fé mun lengri, eða um 150-250 km eftir því hvaða sláturhús bændur velji að leggja inn hjá. Reiknað er með því að bændur komist þokkalega að annars staðar. Vopnafjörður Landbúnaður Tengdar fréttir Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins í dag. Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir rekstraraðstæður sláturfélagsins gera það að verkum að félagið sé ekki lengur samkeppnishæft um verð á við stóru húsin. Stjórnin hafi óskað eftir heimild til að hætta slátrun, selja eignir félagsins og slíta félaginu. Hluthafar sláturfélagsins voru um 64 talsins. Meirihlutinn tilheyrði Búnaðarfélagi Vopnafjarðar, Vopnafjaðarhreppi og bændum af svæðinu. Kjarnafæði Norðlenska átti um 35 prósent hlutafjár, en Kjarnafæði var helsti kaupandi afurða félagsins. Talsverð áhrif á samfélag Vopnfirðinga Fjögur heilsársstörf á Vopnafirði hverfa við lokunina, en umreiknuð störf hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga eru um tíu ársstörf. Innspýting 30-40 manns í sauðfjársláturtíð í september og október hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið. Þetta þýðir einnig að erfiðara verður fyrir Vopnfirðinga að nálgast kjöt á hagstæðu verði. Sláturfélagið hefur selt kjöt beint til neytenda og nærsamfélagsins á einhvern hátt, til dæmis beint í togarana segir Skúli. Þjónusta við bændur verður nú lengra í burtu og flutningur á fé mun lengri, eða um 150-250 km eftir því hvaða sláturhús bændur velji að leggja inn hjá. Reiknað er með því að bændur komist þokkalega að annars staðar.
Vopnafjörður Landbúnaður Tengdar fréttir Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01