Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 06:18 Blær segir fólk alltaf hafa verið á varðbergi gagnvart Davíð og föður hans. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. Kveikur ræddi við Sögu Kjartansdóttur lögfræðing, sem sinnir vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, en hún segir nafnlausar ábendingar hafa borist sambandinu í byrjun árs 2023. „Þar kom fram að fólk sem væri að vinna á Wok on og þessum Vietnam restaurant veitingastöðum. Fólki væri að vinna mjög langar vaktir, 12–14 klukkutíma á daga alla daga vikunnar. Það væri ekki að fá rétt laun. Auk þess kom fram í einum skilaboðunum að fólk hefði borgað margar milljónir til þess að fá starfið.“ Einn þeirra sem um ræðir er maður sem Kveikur kallar Blæ. Blær segist hafa komið hingað fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldu sinnar. „Við vildum koma og prófa eitthvað nýtt. Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið. Ég er undir miklu álagi, stressi og of það er þung byrði að bera að vinna fyrir hann.“ Blær segist ekki lengur hræddur við Davíð en hann segir sig og aðra jafnan hafa verið á varðbergi og passað að láta Davíð eða pabba hans ekki nappa sig í pásu. Hann hafi unnið tólf til þrettán tíma á dag og aldrei fengið sumarfrí eða jólafrí þrátt fyrir að hafa unnið hér á landi í nokkur ár. Blær greiddi Davíð níu milljónir króna fyrir að komast til Íslands og fá vinnu og átta milljónir við viðbótar til að fá fjölskyldu sína hingað. Hann býr í leiguhúsnæði sem er ekki á vegum Davíðs og þarf því „aðeins“ að vinna sex daga vikunnar en þeir sem leigja hjá Davíð vinna alla daga. Laun Blæs hafa verið 290 þúsund krónur á mánuði en af einhverjum ástæðum hafi 425 til 480 þúsund verið greiddar inn á reikning hjá honum og hann skili mismuninum til núverandi sambýliskonu og fyrrverandi eiginkonu Davíðs. „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar,“ segir Blær. Hann segist ekki geta meira og vilja segja frá öllu. Hann staðfestir að fólk hafi gist á lagernum margumrædda, þar sem mörg tonn af ónýtum matvælum fundust. Kveikur ræddi einnig við konu sem kölluð er Júlía, en hún hefur aðstoðað fólk við að losna undan Davíð. „Hann sýnir ógnandi hegðun þegar hann fer á veitingastaðina og hittir starfsfólkið sitt. Þau eru hrædd um að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi og þurfi þá að snúa aftur til síns heimalands. Það er einhvern veginn alltaf talin smá skömm að vera að fara út til útlanda, sérstaklega til Evrópu, fá vinnu og einhvern veginn vera sendur heim eins og þú sért ekki nógu góður í því sem þú ert að gera.“ Kveikur segir fjölda Víetnama hafa komið hingað til lands síðustu ár á grundvelli svokallaðra sérfræðingaleyfa og fjölskyldusameiningar. Þá séu ennig dæmi um að fólk hafi fengið dvalarleyfi í gegnum málamyndahjúskap, þar sem Íslendingum hafi verið greitt fyrir að giftast Víetnama. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Veitingastaðir Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kveikur ræddi við Sögu Kjartansdóttur lögfræðing, sem sinnir vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, en hún segir nafnlausar ábendingar hafa borist sambandinu í byrjun árs 2023. „Þar kom fram að fólk sem væri að vinna á Wok on og þessum Vietnam restaurant veitingastöðum. Fólki væri að vinna mjög langar vaktir, 12–14 klukkutíma á daga alla daga vikunnar. Það væri ekki að fá rétt laun. Auk þess kom fram í einum skilaboðunum að fólk hefði borgað margar milljónir til þess að fá starfið.“ Einn þeirra sem um ræðir er maður sem Kveikur kallar Blæ. Blær segist hafa komið hingað fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldu sinnar. „Við vildum koma og prófa eitthvað nýtt. Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið. Ég er undir miklu álagi, stressi og of það er þung byrði að bera að vinna fyrir hann.“ Blær segist ekki lengur hræddur við Davíð en hann segir sig og aðra jafnan hafa verið á varðbergi og passað að láta Davíð eða pabba hans ekki nappa sig í pásu. Hann hafi unnið tólf til þrettán tíma á dag og aldrei fengið sumarfrí eða jólafrí þrátt fyrir að hafa unnið hér á landi í nokkur ár. Blær greiddi Davíð níu milljónir króna fyrir að komast til Íslands og fá vinnu og átta milljónir við viðbótar til að fá fjölskyldu sína hingað. Hann býr í leiguhúsnæði sem er ekki á vegum Davíðs og þarf því „aðeins“ að vinna sex daga vikunnar en þeir sem leigja hjá Davíð vinna alla daga. Laun Blæs hafa verið 290 þúsund krónur á mánuði en af einhverjum ástæðum hafi 425 til 480 þúsund verið greiddar inn á reikning hjá honum og hann skili mismuninum til núverandi sambýliskonu og fyrrverandi eiginkonu Davíðs. „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar,“ segir Blær. Hann segist ekki geta meira og vilja segja frá öllu. Hann staðfestir að fólk hafi gist á lagernum margumrædda, þar sem mörg tonn af ónýtum matvælum fundust. Kveikur ræddi einnig við konu sem kölluð er Júlía, en hún hefur aðstoðað fólk við að losna undan Davíð. „Hann sýnir ógnandi hegðun þegar hann fer á veitingastaðina og hittir starfsfólkið sitt. Þau eru hrædd um að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi og þurfi þá að snúa aftur til síns heimalands. Það er einhvern veginn alltaf talin smá skömm að vera að fara út til útlanda, sérstaklega til Evrópu, fá vinnu og einhvern veginn vera sendur heim eins og þú sért ekki nógu góður í því sem þú ert að gera.“ Kveikur segir fjölda Víetnama hafa komið hingað til lands síðustu ár á grundvelli svokallaðra sérfræðingaleyfa og fjölskyldusameiningar. Þá séu ennig dæmi um að fólk hafi fengið dvalarleyfi í gegnum málamyndahjúskap, þar sem Íslendingum hafi verið greitt fyrir að giftast Víetnama.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Veitingastaðir Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira