Lífið

Skapari Dragon Ball látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Akira Toriyama skapaði Dragon Ball Z aníunda áratugnum.
Akira Toriyama skapaði Dragon Ball Z aníunda áratugnum.

Japanski teiknarinn Akira Toriyama, skapari hinnar vinsælu teiknimyndaseríu og sjónvarpsþátta Dragon Ball, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 68 ára að aldri.

Greint var frá andlátinu á opinberum X-reikningi Dragon Ball Z í gær. Þar segir að hann hafi látist af völdum innanbastsblæðingar þar sem blóð safnast saman milli heilans og yfirborðs hans.

Fram kemur að Toriyama hafi verið með fjölmörg verk í vinnslu þegar hann lést og hefur fjölskylda hans óskað eftir friði til að syrgja Toriyama.

Toriyama hóf feril sinn sem teiknari þegar hann var 23 ára og kom Dragon Ball Z fyrst fram á sjónarsviðið á níunda áratugnum í Japan og átti einnig eftir að njóta mikilla vinsælda á Bandaríkjunum. Þá vann hann einnig með framleiðendum tölvuleikjanna Dragon Quest og Chrono Trigger.

Meðal síðustu verka Toriyama var Dragon Ball Daima, hliðarþátta Dragon Ball, þar sem meðal annars birtast persónurnar Goku og Vegeta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.