Hugmyndaríka eða hugmyndasnauða Ísland? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 8. mars 2024 11:00 Ég sat skemmtilegt iðnþing Samtaka iðnaðarins sem bar yfirskriftina Hugmyndalandið – Dýrmætasta auðlind framtíðar. Á því var mikið rætt að það eru hugmyndirnar sem breyta heiminum og fleyta okkur inn í framtíðina, góðar hugmyndir eru forsenda allra góðra verka og þetta snýst ekki um hvar við erum heldur hvert við getum farið. Guðmundur, stofnandi Kerecis, kom svo og bætti við að þetta snýst ekki eingöngu um hugmyndir heldur það að vera með djúpstæða þekkingu til þess að geta leyst vandamál. Það sem mér fannst vanta var að tala um hvernig við getum ýtt undir að mannauður Íslands sé hugmyndaríkur og kunni að finna raunveruleg vandamál sem fólk er að leita að lausnum fyrir. Áslaug Arna, ráðherra, talaði um að hraðinn er sífellt að aukast og tók dæmi um að þekking mannkynsins er núna að tvöfaldast á hverjum degi þegar þekking heimsins tvöfaldaðist á hverri öld fyrir árið 1900. Rannsóknir hafa bent á að þessi aukni hraði geti dregið úr hugmyndaauki fólks og margir kannast við að fá flestar hugmyndir sínar í sturtu, úti að hlaupa eða í fjallgöngum því það er einungis þá sem við erum nógu lengi frá skjánum til þess að hafa rýmið til þess að hugsa. Það er talað um að við séum að upplifa krísu skapandi hugsunar. Í yfir 50 ár hefur gögnum um skapandi hugsun fólks í Bandaríkjunum verið safnað með Torrence prófi. Skapandi hugsun fólks óx með hverju árinu sem hún var mæld, en árið 1990 varð breyting á og einkunn fólks á prófinu byrjaði að hríðfalla. Vísindafólk telur ástæðuna vera þennan aukna hraða. Það er miður, því að skapandi hugsun er talin vera sú hæfni á vinnumarkaði sem er ein sú mikilvægasta í dag og mun nauðsyn hennar aukast hvað hraðast á næstu árum samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Rannsóknir benda einnig á að fyrirtæki sem leggja áherslu á skapandi hugsun eru með ánægðari viðskiptavini, ánægðara og heilbrigðara starfsfólk og vaxa hraðar. Það er því nokkuð ljóst að virðið í því að leggja áherslu á skapandi hugsun er mikið og leysa þarf það vandamál að skapa umhverfi sem styður við og eflir skapandi hugsun. Við getum ekki notað lausnir gærdagsins til þess að leysa vandamál dagsins í dag, því eins og Áslaug Arna talaði um þá er kominn veldisvöxtur í breytingar. Sem betur fer er hægt að þjálfa skapandi og lausnamiðaða hugsun og skapa umhverfi á vinnustöðum sem styður við hugmyndir í stað þess að draga úr þeim eins og því miður rannsóknir benda á að gerist frekar. Leggja ætti meiri áherslu á að kenna skapandi og lausnamiðaða hugsun í háskólum landsins í öllum deildum, ásamt því skapa lausnir til þess að auka rýmið fyrir skapandi hugsun í grunnskólum landsins. Það er núna sem við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að þjálfa og efla skapandi hugsun fólks því það getur verið okkar helsta samkeppnisforskot á heimsvísu og þannig getum við raunverulega orðið hugmyndalandið Ísland. Líkt og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sagði í lokin á iðnþinginu að þá blómstrar íslenskur jarðvegur ekki af sjálfum sér, við þurfum að skapa rétta jarðveginn. Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat skemmtilegt iðnþing Samtaka iðnaðarins sem bar yfirskriftina Hugmyndalandið – Dýrmætasta auðlind framtíðar. Á því var mikið rætt að það eru hugmyndirnar sem breyta heiminum og fleyta okkur inn í framtíðina, góðar hugmyndir eru forsenda allra góðra verka og þetta snýst ekki um hvar við erum heldur hvert við getum farið. Guðmundur, stofnandi Kerecis, kom svo og bætti við að þetta snýst ekki eingöngu um hugmyndir heldur það að vera með djúpstæða þekkingu til þess að geta leyst vandamál. Það sem mér fannst vanta var að tala um hvernig við getum ýtt undir að mannauður Íslands sé hugmyndaríkur og kunni að finna raunveruleg vandamál sem fólk er að leita að lausnum fyrir. Áslaug Arna, ráðherra, talaði um að hraðinn er sífellt að aukast og tók dæmi um að þekking mannkynsins er núna að tvöfaldast á hverjum degi þegar þekking heimsins tvöfaldaðist á hverri öld fyrir árið 1900. Rannsóknir hafa bent á að þessi aukni hraði geti dregið úr hugmyndaauki fólks og margir kannast við að fá flestar hugmyndir sínar í sturtu, úti að hlaupa eða í fjallgöngum því það er einungis þá sem við erum nógu lengi frá skjánum til þess að hafa rýmið til þess að hugsa. Það er talað um að við séum að upplifa krísu skapandi hugsunar. Í yfir 50 ár hefur gögnum um skapandi hugsun fólks í Bandaríkjunum verið safnað með Torrence prófi. Skapandi hugsun fólks óx með hverju árinu sem hún var mæld, en árið 1990 varð breyting á og einkunn fólks á prófinu byrjaði að hríðfalla. Vísindafólk telur ástæðuna vera þennan aukna hraða. Það er miður, því að skapandi hugsun er talin vera sú hæfni á vinnumarkaði sem er ein sú mikilvægasta í dag og mun nauðsyn hennar aukast hvað hraðast á næstu árum samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Rannsóknir benda einnig á að fyrirtæki sem leggja áherslu á skapandi hugsun eru með ánægðari viðskiptavini, ánægðara og heilbrigðara starfsfólk og vaxa hraðar. Það er því nokkuð ljóst að virðið í því að leggja áherslu á skapandi hugsun er mikið og leysa þarf það vandamál að skapa umhverfi sem styður við og eflir skapandi hugsun. Við getum ekki notað lausnir gærdagsins til þess að leysa vandamál dagsins í dag, því eins og Áslaug Arna talaði um þá er kominn veldisvöxtur í breytingar. Sem betur fer er hægt að þjálfa skapandi og lausnamiðaða hugsun og skapa umhverfi á vinnustöðum sem styður við hugmyndir í stað þess að draga úr þeim eins og því miður rannsóknir benda á að gerist frekar. Leggja ætti meiri áherslu á að kenna skapandi og lausnamiðaða hugsun í háskólum landsins í öllum deildum, ásamt því skapa lausnir til þess að auka rýmið fyrir skapandi hugsun í grunnskólum landsins. Það er núna sem við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að þjálfa og efla skapandi hugsun fólks því það getur verið okkar helsta samkeppnisforskot á heimsvísu og þannig getum við raunverulega orðið hugmyndalandið Ísland. Líkt og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sagði í lokin á iðnþinginu að þá blómstrar íslenskur jarðvegur ekki af sjálfum sér, við þurfum að skapa rétta jarðveginn. Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun