Lífið

Stór­brotin í­búð í Stokk­hólmi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var reist árið 1874 og fær arkitektur þess tíma að njóta sín áfram í eigninni.
Húsið var reist árið 1874 og fær arkitektur þess tíma að njóta sín áfram í eigninni.

Við Nybrogatan á Östermalm svæðinu í Stokkhólmi má finna glæsilega 143 fermetra íbúð. Það er eitthvað við sænsk heimili sem er meira heillandi en önnur. Loftlistar og rósettur, sjarmerandi litasamsetning og einstakur arkitektúr eru dæmi um það.

Íbúðin er í sjarmerandi húsi sem var byggt árið 1874. Eignin hefur verið endurnýjuð á einstakan máta þar sem hinn klassíski arkítektúr fær að njóta sín. Þar má nefna stórar stofur með aukinni lofthæð, rósettur í lofti og vegglista neðarlega á veggjum.

Hversu mikill draumur er að búa í svona húsi?lagerlings.se
Andyrið í húsinu er sannkallað listaverk.lagerlings.se

Stofurnar eru smekklega innréttaðar í hlýlegum og mjúkum litatónum. Á gólfum er gegnheilt eikarparket í fiskabeinamynstri sem er sannkölluð klassík í skandinavískri innanhúshönnun.

Í eldhúsi má sjá ljósgræna innréttingu sem nær upp í loft og borðplötu úr kalksteini. Útgengt er úr eldhúsinu á svalir í vestur. Baðherbergin eru tvö og hafa verið endurnýjuð á fallega máta. 

Ásett verð fyrir eignina er 22 milljónir og 850 þúsund sænskar krónur, eða rúmlega 305 milljónir íslenskar krónur.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á sænska fasteignavefnum Lagerlings.

Eldhúsinnréttingin er í litnum Sage Green.lagerlings.se
Stofurnar eru rúmgóðar og hlýlegar.lagerlings.se
Lofthæðin gerir íbúðina einkar glæsilega.lagerlings.se
Svefnherbergin eru innréttuð í notalegum litatónum sem taka vel utan um mann.lagerlings.se
Hjónaherbergið er stílhreint og smart.lagerlings.se
Baðherbergin eru flísalögð með gráum flísum hólf í gólf.lagerlings.se
Gólfefnið setur punktinn yfir i-ið fyrir heildarmyndina.lagerlings.se
Við innganginn er innfelldur bekkur í skápnum.lagerlings.se





Fleiri fréttir

Sjá meira


×