Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2024 07:54 Lögregla hefur sagt tugi hafa stöðu brotaþola í mansalsanga málsins. Starfsfólk Vy-þrifa hljóp á brott við matvælalager í Sóltúni í september þegar Heilbrigðiseftirlitið mætti í óvænta heimsókn. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málefni athafnamannsins Davíðs Viðarssonar síðustu daga eftir að lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir um land allt vegna starfsemi hans. Meðal þess sem Davíð og sjö aðrir eru grunaðir um er mansal. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólk í erfiðri stöðu Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem gefur út dvalarleyfin, segir leyfin háð vinnuveitendanum sem getur sett fólk í erfiða stöðu. „Leyfið er bundið við atvinnurekandann sem þú færð það útgefið frá og í þeirri grein sem þú færð það. Ef þú færð leyfi til að vinna í heilbrigðiskerfinu þá er það bundið við heilbrigðiskerfið. Það er eftirlit. Við til dæmis fylgjumst með í staðgreiðsluskránni hjá Skattinum. Er viðkomandi að fá laun annars staðar en leyfið er bundið við?“ segir Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun. Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Sigurjón Frá byrjun árs 2022 hafa flestir þeirra sem koma hingað til lands með sérfræðingsleyfi komið einmitt frá Víetnam, 173 talsins. Næst á eftir koma Indverjar og Bandaríkjamenn. Flestir koma til að starfa í matvælaiðnaði eða 138 talsins en einnig eru margir sem starfa í líftæknigreinum og við háskóla- og rannsóknarstofnanir. Víetnamar bera af í fjölda þeirra sem koma hingað til lands vegna sérfræðiþekkingar.Vísir/Hjalti Flestir þeirra sem koma hingað til lands með dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar eru matreiðslumenn.Vísir/Hjalti Stundum ásetningur Mögulega koma þessir einstaklingar hingað til lands með það í huga að vinna sem matreiðslumenn á einum af veitingastöðum Davíðs. Þegar hingað er komið fara þeir ekkert endilega að vinna sem kokkar heldur í önnur störf fyrirtækja sem Davíð rekur, svo sem við ræstingar eins og tilfellið er með Vy-þrif eða annað slíkt. Erfitt er að sannreyna hvort þeir vinna sem kokkar því launaseðillinn kemur frá veitingastaðnum en ekki ræstingarfyrirtækinu. „Það kemur fyrir reglulega að fólk vinnur annarsstaðar. Stundum er það fáfræði en stundum er ásetningur þar á bakvið. Þá förum við í þau mál,“ segir Gísli. Grafalvarlegt mál segir ráðherra Vinnumarkaðsráðherra vinnur að frumvarpi sem tekur á brotum á vinnumarkaði. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og virkilega slæmt að þetta skuli hafa fengið að grasserast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sérfræðileyfin séu mikilvæg til að fá mannauð utan EES svæðisins til að koma og starfa hér. „Það ber að sjálfsögðu ekki að misnota það. Sé það raunin í þessu tilfelli þá þarf að skoða það með ítarlegum hætti. Er eitthvað sem við getum fært til betri vegar.“ Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málefni athafnamannsins Davíðs Viðarssonar síðustu daga eftir að lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir um land allt vegna starfsemi hans. Meðal þess sem Davíð og sjö aðrir eru grunaðir um er mansal. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólk í erfiðri stöðu Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem gefur út dvalarleyfin, segir leyfin háð vinnuveitendanum sem getur sett fólk í erfiða stöðu. „Leyfið er bundið við atvinnurekandann sem þú færð það útgefið frá og í þeirri grein sem þú færð það. Ef þú færð leyfi til að vinna í heilbrigðiskerfinu þá er það bundið við heilbrigðiskerfið. Það er eftirlit. Við til dæmis fylgjumst með í staðgreiðsluskránni hjá Skattinum. Er viðkomandi að fá laun annars staðar en leyfið er bundið við?“ segir Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun. Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Sigurjón Frá byrjun árs 2022 hafa flestir þeirra sem koma hingað til lands með sérfræðingsleyfi komið einmitt frá Víetnam, 173 talsins. Næst á eftir koma Indverjar og Bandaríkjamenn. Flestir koma til að starfa í matvælaiðnaði eða 138 talsins en einnig eru margir sem starfa í líftæknigreinum og við háskóla- og rannsóknarstofnanir. Víetnamar bera af í fjölda þeirra sem koma hingað til lands vegna sérfræðiþekkingar.Vísir/Hjalti Flestir þeirra sem koma hingað til lands með dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar eru matreiðslumenn.Vísir/Hjalti Stundum ásetningur Mögulega koma þessir einstaklingar hingað til lands með það í huga að vinna sem matreiðslumenn á einum af veitingastöðum Davíðs. Þegar hingað er komið fara þeir ekkert endilega að vinna sem kokkar heldur í önnur störf fyrirtækja sem Davíð rekur, svo sem við ræstingar eins og tilfellið er með Vy-þrif eða annað slíkt. Erfitt er að sannreyna hvort þeir vinna sem kokkar því launaseðillinn kemur frá veitingastaðnum en ekki ræstingarfyrirtækinu. „Það kemur fyrir reglulega að fólk vinnur annarsstaðar. Stundum er það fáfræði en stundum er ásetningur þar á bakvið. Þá förum við í þau mál,“ segir Gísli. Grafalvarlegt mál segir ráðherra Vinnumarkaðsráðherra vinnur að frumvarpi sem tekur á brotum á vinnumarkaði. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og virkilega slæmt að þetta skuli hafa fengið að grasserast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sérfræðileyfin séu mikilvæg til að fá mannauð utan EES svæðisins til að koma og starfa hér. „Það ber að sjálfsögðu ekki að misnota það. Sé það raunin í þessu tilfelli þá þarf að skoða það með ítarlegum hætti. Er eitthvað sem við getum fært til betri vegar.“
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira