Þegar ég verð stór Berglind Sunnu Bragadóttir skrifar 9. mars 2024 15:01 Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum. Spurningin „hvað ertu að gera þessa dagana?“ eða afbrigði hennar eru fastur liður í hverju góðu fjölskylduboði. Og ekki nema furða, við verjum um fimmtung tíma okkar í vinnunni og allt frá 10 til 18 árum í skóla að undirbúa starfsævina. Það er því eins gott að við vöndum valið um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Fjöldi þátta, meðvitaðra og ómeðvitaðra, spila inn í það val eða skortinn þar á. Á ég fyrir því að fara í námið sem leiðir mig í rétta átt? Styður umhverfi mitt við þá drauma? Er raunhæft fyrir mig að láta drauminn rætast? Námsfyrirkomulag opinberu háskólanna Það er síður en svo að háskólanám henti okkur öllum eða draumar okkar allra leynist að loknu háskólanámi. En til þess að geta valið eitthvað þá verðum við líka að hafa færi á að hafna öðrum kostum. Þá er það staðreynd að bætt aðgengi að menntun er eitt af okkar bestu verkfærum til að auka jöfnuð og að skert aðgengi geti leitt til verri heilsu. Á Íslandi eru sjö háskólar starfandi og fjórir þeirra reknir sem opinberir háskólar: Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Þar sem allir landsmenn leggja í púkk við að fjármagna þessa skóla hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að öll hafi aðgang að þeim og þeir styðji við markmið jöfnuðar og bættrar lýðheilsu. Háskóli Íslands er lang stærstur opinberu háskólanna, bæði hvað varðar nemendafjölda og námsframboð. Þar eru 243 greinar í grunn- og framhaldsnámi kenndar í staðnámi og 13 í blönduðu námi. Fjarnáms framboð skólans skorðast nær einvörðungu við mennta- eða félagsvísindasvið og alls eru 39 námsleiðir í boði í fjarnámi. Allar 68 námsleiðir Háskólans á Akureyri, hvort sem er á heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviði eða hug- og félagsvísindasviði, er í boði í svokölluðu „sveigjanlegu námi“ þar sem nemandinn er ekki bundinn við að mæta í kennslustundir á Akureyri en þarf að mæta í reglulegar staðlotur líkt og gengur og gerist í fjarnámi. Námsframboð Landbúnaðarháskólans skorðast, eðlilega, að stærstum hluta til við landbúnaðartengdar greinar og allt námsframboð skólans, utan einnar greinar er í boði í fjarnámi. Sama saga á við í Háskólanum á Hólum þar sem allt nám á grunn- og framhaldsstigi eru í boði í fjarnámi. Þarna sker Háskóli Íslands sig úr hvað varðar lágt hlutfall fjárnámsleiða. Þó ber að nefna að hvað þetta varðar líkist hann hinum háskólanum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða ríflega 80% allra háskóla áfanga á landinu, aðeins 11% þeirra í fjarnámi. Þegar ég verð stór þarf ég að búa á höfuðborgarsvæðinu Af þessu er skýrt að fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunar um langt um færra að velja þegar það velur sér ævistarfið. Séu draumarnir í STEM greinum sem dæmi, sem háskólaráðherra er tíðrætt um, geta þau nánast gleymt því að búa áfram í heimabyggð meðan þau mennta sig. Ungt Framsóknarfólk telur að þörf sé á auka stafræna miðlun kennsluefnis og fjölga þeim námsleiðum sem í boði eru í stafrænu námi og fjarnámi í ríkisreknum háskólum. Aðgengi að námi á ekki að vera háð búsetu, fjárhag eða fjölskylduaðstæðum (Ályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Framsóknarmanna, 2023). Ef við viljum að fólk búi og blómstri um land allt verðum við að ráða bót á þessum málum. Við verðum að veita landsmönnum aukið frelsi. Frelsi til að velja hvar þau búa, við hvað þau starfa og í hverju þau mennta sig. höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Tölur birta með fyrirvara um færni greinarhöfundar í talningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum. Spurningin „hvað ertu að gera þessa dagana?“ eða afbrigði hennar eru fastur liður í hverju góðu fjölskylduboði. Og ekki nema furða, við verjum um fimmtung tíma okkar í vinnunni og allt frá 10 til 18 árum í skóla að undirbúa starfsævina. Það er því eins gott að við vöndum valið um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Fjöldi þátta, meðvitaðra og ómeðvitaðra, spila inn í það val eða skortinn þar á. Á ég fyrir því að fara í námið sem leiðir mig í rétta átt? Styður umhverfi mitt við þá drauma? Er raunhæft fyrir mig að láta drauminn rætast? Námsfyrirkomulag opinberu háskólanna Það er síður en svo að háskólanám henti okkur öllum eða draumar okkar allra leynist að loknu háskólanámi. En til þess að geta valið eitthvað þá verðum við líka að hafa færi á að hafna öðrum kostum. Þá er það staðreynd að bætt aðgengi að menntun er eitt af okkar bestu verkfærum til að auka jöfnuð og að skert aðgengi geti leitt til verri heilsu. Á Íslandi eru sjö háskólar starfandi og fjórir þeirra reknir sem opinberir háskólar: Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Þar sem allir landsmenn leggja í púkk við að fjármagna þessa skóla hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að öll hafi aðgang að þeim og þeir styðji við markmið jöfnuðar og bættrar lýðheilsu. Háskóli Íslands er lang stærstur opinberu háskólanna, bæði hvað varðar nemendafjölda og námsframboð. Þar eru 243 greinar í grunn- og framhaldsnámi kenndar í staðnámi og 13 í blönduðu námi. Fjarnáms framboð skólans skorðast nær einvörðungu við mennta- eða félagsvísindasvið og alls eru 39 námsleiðir í boði í fjarnámi. Allar 68 námsleiðir Háskólans á Akureyri, hvort sem er á heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviði eða hug- og félagsvísindasviði, er í boði í svokölluðu „sveigjanlegu námi“ þar sem nemandinn er ekki bundinn við að mæta í kennslustundir á Akureyri en þarf að mæta í reglulegar staðlotur líkt og gengur og gerist í fjarnámi. Námsframboð Landbúnaðarháskólans skorðast, eðlilega, að stærstum hluta til við landbúnaðartengdar greinar og allt námsframboð skólans, utan einnar greinar er í boði í fjarnámi. Sama saga á við í Háskólanum á Hólum þar sem allt nám á grunn- og framhaldsstigi eru í boði í fjarnámi. Þarna sker Háskóli Íslands sig úr hvað varðar lágt hlutfall fjárnámsleiða. Þó ber að nefna að hvað þetta varðar líkist hann hinum háskólanum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða ríflega 80% allra háskóla áfanga á landinu, aðeins 11% þeirra í fjarnámi. Þegar ég verð stór þarf ég að búa á höfuðborgarsvæðinu Af þessu er skýrt að fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunar um langt um færra að velja þegar það velur sér ævistarfið. Séu draumarnir í STEM greinum sem dæmi, sem háskólaráðherra er tíðrætt um, geta þau nánast gleymt því að búa áfram í heimabyggð meðan þau mennta sig. Ungt Framsóknarfólk telur að þörf sé á auka stafræna miðlun kennsluefnis og fjölga þeim námsleiðum sem í boði eru í stafrænu námi og fjarnámi í ríkisreknum háskólum. Aðgengi að námi á ekki að vera háð búsetu, fjárhag eða fjölskylduaðstæðum (Ályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Framsóknarmanna, 2023). Ef við viljum að fólk búi og blómstri um land allt verðum við að ráða bót á þessum málum. Við verðum að veita landsmönnum aukið frelsi. Frelsi til að velja hvar þau búa, við hvað þau starfa og í hverju þau mennta sig. höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Tölur birta með fyrirvara um færni greinarhöfundar í talningu.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun