„Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 17:51 Sigríður Margrét gæddi sér á vöfflum eins og hefð er fyrir þegar samningar nást í Karphúsinu. vísir/ívar fannar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. Í dag skrifuðu fagfélögin svokölluðu undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. „Við erum hér komin með langtíma kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Við erum bara ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag,“ sagði Sigíður Margrét í samtali við fréttastofu að lokinni undirritun samninga í Karphúsinu í dag. Með samningsundirritun er búið að semja við stóra hópa, bæði fagfélög og breiðfylkingu. Sigríður og bætir við að um mikil tímamót sé að ræða, samningarnir séu afar mikilvægir. „Það má segja að þessir stóru hópar hafi lagt upp með launastefnunni sem við munum síðan vinna eftir. Það hefur verið þannig í gegnum þessar viðræður, að öll stóru félögin komu að þeim. Við erum með þessi sameiginlegu markmið og þessir samningar eru til þess fallnir að verðbólga geti minnkað, svo það séu sköpuð skilyrði fyrir því að stýrivextir geti lækkað. Það er lykilatriði fyrir fólk og fyrirtæki hérlendis.“ Spurð út í stöðu stéttarfélagsins VR, sem sleit sig frá viðræðunum, segir Sigríður: „Viðræðurnar við VR fara af stað af fullum krafti á mánudaginn, það er þannig að VR hefur þegar tekið þátt í þessum viðræðum. Við höfum verið að semja núna formlega frá 28. desember og óformlega frá því í nóvember. Stóran hluta af þeim tíma var VR við samningaborðið. Þetta upplegg er því líka í samráði við VR.“ Sigríður segir lítið hafa skilið á milli VR og annarra samningsaðila. „Það snerist fyrst og fremst um forsenduákvæði, núna erum við búin að ganga frá þessum stóru málum og ég bara treysti því að viðræðurnar gangi vel í næstu viku. Það er búið að marka stefnu og leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er bara risastórt verkefni og við höfum allan tímann verið sammála um þessi helstu markmið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Í dag skrifuðu fagfélögin svokölluðu undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. „Við erum hér komin með langtíma kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Við erum bara ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag,“ sagði Sigíður Margrét í samtali við fréttastofu að lokinni undirritun samninga í Karphúsinu í dag. Með samningsundirritun er búið að semja við stóra hópa, bæði fagfélög og breiðfylkingu. Sigríður og bætir við að um mikil tímamót sé að ræða, samningarnir séu afar mikilvægir. „Það má segja að þessir stóru hópar hafi lagt upp með launastefnunni sem við munum síðan vinna eftir. Það hefur verið þannig í gegnum þessar viðræður, að öll stóru félögin komu að þeim. Við erum með þessi sameiginlegu markmið og þessir samningar eru til þess fallnir að verðbólga geti minnkað, svo það séu sköpuð skilyrði fyrir því að stýrivextir geti lækkað. Það er lykilatriði fyrir fólk og fyrirtæki hérlendis.“ Spurð út í stöðu stéttarfélagsins VR, sem sleit sig frá viðræðunum, segir Sigríður: „Viðræðurnar við VR fara af stað af fullum krafti á mánudaginn, það er þannig að VR hefur þegar tekið þátt í þessum viðræðum. Við höfum verið að semja núna formlega frá 28. desember og óformlega frá því í nóvember. Stóran hluta af þeim tíma var VR við samningaborðið. Þetta upplegg er því líka í samráði við VR.“ Sigríður segir lítið hafa skilið á milli VR og annarra samningsaðila. „Það snerist fyrst og fremst um forsenduákvæði, núna erum við búin að ganga frá þessum stóru málum og ég bara treysti því að viðræðurnar gangi vel í næstu viku. Það er búið að marka stefnu og leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er bara risastórt verkefni og við höfum allan tímann verið sammála um þessi helstu markmið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira