Einnig var mögulegt að ákvörðunin hefði getað leitt til þess að hann yrði sendur á elliheimili.
Fritzl, sem er 88 ára gamall og sagður þjást af elliglöp, var árið 2009 fangelsaður fyrir að hafa læst dóttur sína í kjallara í 24 ár. Þar nauðgaði hann henni ítrekað í gegnum árin og hún eignaðist sjö börn í haldi hans. Hann var sakfelldur fyrir nauðgun, vanrækslu og manndráp, en eitt barnanna lést vegna vanrækslu.
Sjá einnig: Fritzl fluttur í venjulegt fangelsi
APA fréttaveitan frá Austurríki segir að áfrýjunardómstóll hafi komist að þeirri niðurstöðu að frekar þurfi að skilgreina ástæður þess að flytja eigi Fritzl í almennt fangelsi. Til stendur að halda ræða málið frekar í dómsal í lok apríl.
Fritzl hefur breytt um nafn en nýtt nafn hans hefur ekki verið gert opinbert.