Níræður skíðakappi fer á kostum í brekkunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2024 20:31 Pétur Kjartansson, 90 ára skíðakappi, sem gefur ekki tommu eftir þegar skíðin eru annars vegar enda fer hann á kostum í brekkunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur Kjartansson, fyrrverandi bólstrari í Reykjavík og hestamaður, kallar ekki allt ömmu sína. Hann skíðar eins og herforingi í brekkunum í Bláfjöllum 90 ára gamall. Sömuleiðis fer hann reglulega í skíðaferðir til útlanda Pétur, sem er bólstrari og rak Antik bólstrun á Langholtsvegi 126 í 30 ár og stundaði hestamennsku alla tíð, er algjörlega magnaður þegar kemur að því að heimsækja skíðabrekkur hvort sem það er hér heima eða erlendis. „Það er bæði félagsskapurinn og svo náttúrulega er þetta ákaflega skemmtileg íþrótt og fjölskylduvæn. Þegar ég fór svo að eiga börn þá voru þau tekin með frá því að þau voru þriggja ára,“ segir Pétur aðspurður hvað sé svona skemmtilegt við það að vera á skíðum. Pétur og fjölskylda skíðuðu mikið í Jósepsdal en þangað þurftu þau að ganga fjóra og hálfan kílómetra. Og kvöldvökurnar þar voru frábærar segir Pétur. En þú ert orðinn 90 ára gamall, þetta er ótrúlega vel gert hjá þér. „Já, og ég finn ekkert fyrir því. Nei, maður hefur aldrei gefið neina pásu á þessu, alltaf haldið áfram og svo var ég í hestamennsku í 49 ár, þetta hefur gefið lífinu gildi,” segir Pétur kátur og hress eins og alltaf. Hversu mikilvægt er fyrir eldri borgara að hreyfa sig? „Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Svo er ég í eldri borgara leikfimi líka og það hefur hjálpað rosalega mikið og syndi, bara aldrei að hætta,” segir Pétur. Pétur er duglegur að skíða hér heima og erlendis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bryndís, dóttir Péturs er að sjálfsögðu stolt af þrautseigju og dugnaði pabba síns. „Góð gen, góð gen, ég ætla að vona að ég verði svona,” segir hún og skellihlær. Er hann alltaf svona jákvæður og hress? „Já, já, hann er það, það þarf að hafa gaman að lífinu. Hann hefur nú lengi sagt á meðan volgt er í honum hlandið þá heldur hann áfram,” segir Bryndís og hlær enn meira. Pétur og Bryndís, sem hafa bæði mjög gaman að fara á skíði og njóta útiverunnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Skíðaíþróttir Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Pétur, sem er bólstrari og rak Antik bólstrun á Langholtsvegi 126 í 30 ár og stundaði hestamennsku alla tíð, er algjörlega magnaður þegar kemur að því að heimsækja skíðabrekkur hvort sem það er hér heima eða erlendis. „Það er bæði félagsskapurinn og svo náttúrulega er þetta ákaflega skemmtileg íþrótt og fjölskylduvæn. Þegar ég fór svo að eiga börn þá voru þau tekin með frá því að þau voru þriggja ára,“ segir Pétur aðspurður hvað sé svona skemmtilegt við það að vera á skíðum. Pétur og fjölskylda skíðuðu mikið í Jósepsdal en þangað þurftu þau að ganga fjóra og hálfan kílómetra. Og kvöldvökurnar þar voru frábærar segir Pétur. En þú ert orðinn 90 ára gamall, þetta er ótrúlega vel gert hjá þér. „Já, og ég finn ekkert fyrir því. Nei, maður hefur aldrei gefið neina pásu á þessu, alltaf haldið áfram og svo var ég í hestamennsku í 49 ár, þetta hefur gefið lífinu gildi,” segir Pétur kátur og hress eins og alltaf. Hversu mikilvægt er fyrir eldri borgara að hreyfa sig? „Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Svo er ég í eldri borgara leikfimi líka og það hefur hjálpað rosalega mikið og syndi, bara aldrei að hætta,” segir Pétur. Pétur er duglegur að skíða hér heima og erlendis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bryndís, dóttir Péturs er að sjálfsögðu stolt af þrautseigju og dugnaði pabba síns. „Góð gen, góð gen, ég ætla að vona að ég verði svona,” segir hún og skellihlær. Er hann alltaf svona jákvæður og hress? „Já, já, hann er það, það þarf að hafa gaman að lífinu. Hann hefur nú lengi sagt á meðan volgt er í honum hlandið þá heldur hann áfram,” segir Bryndís og hlær enn meira. Pétur og Bryndís, sem hafa bæði mjög gaman að fara á skíði og njóta útiverunnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Skíðaíþróttir Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira