Hallærislegt hjá Krónunni Ólafur Hauksson skrifar 12. mars 2024 10:00 Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. Engu að síður fékk Wok On að selja viðskiptavinum Krónunnar vægast sagt vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögreglan gerði rassíuna hjá eiganda Wok On þann 5. mars síðastliðinn. Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur. Ásta segir í viðtalinu við Morgunblaðið að þegar fréttist af ólöglegum matvælalager eiganda Wok On (í október) hafi Krónan viljað slíta samstarfinu. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður,“ segir forstjórinn. Með öðrum orðum, Krónan taldi hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur. Skeytingarleysi um verðmætt vörumerki Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þarmeð undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er? Þann 11. október síðastliðinn sendi viðskiptavinur fyrirspurn gegnum Messenger um tengsl Krónunnar við Wok On eftir fréttaflutning um hinn ógeðslega matvæla- og rottulager Quang Le, eiganda Wok On. Svona var svarað af hálfu Krónunnar: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tengist umræddur eigandi ekki Wok On ehf. sem rekur þá staði sem starfræktir eru innan Krónunnar. Sá aðili sem tengist umræddu máli Davíð Viðarsson, á 40% í Wok On Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði. Félagið hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri þeirra staða. Við hjá Krónunni munum að sjálfsögðu fylgjast með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og stöðu mála á umræddu atviki og bregðast við ef þörf er á.“ Þetta svar rímar illa við þá fullyrðingu Ástu Fjeldsted að Krónan hafi strax eftir rassíuna á matvælalagernum í október viljað segja upp samningum við Wok On. Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni? Það er líka sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar. Höfundur er hluthafi í Festi hf., móðurfélagi Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Festi Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. Engu að síður fékk Wok On að selja viðskiptavinum Krónunnar vægast sagt vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögreglan gerði rassíuna hjá eiganda Wok On þann 5. mars síðastliðinn. Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur. Ásta segir í viðtalinu við Morgunblaðið að þegar fréttist af ólöglegum matvælalager eiganda Wok On (í október) hafi Krónan viljað slíta samstarfinu. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður,“ segir forstjórinn. Með öðrum orðum, Krónan taldi hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur. Skeytingarleysi um verðmætt vörumerki Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þarmeð undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er? Þann 11. október síðastliðinn sendi viðskiptavinur fyrirspurn gegnum Messenger um tengsl Krónunnar við Wok On eftir fréttaflutning um hinn ógeðslega matvæla- og rottulager Quang Le, eiganda Wok On. Svona var svarað af hálfu Krónunnar: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tengist umræddur eigandi ekki Wok On ehf. sem rekur þá staði sem starfræktir eru innan Krónunnar. Sá aðili sem tengist umræddu máli Davíð Viðarsson, á 40% í Wok On Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði. Félagið hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri þeirra staða. Við hjá Krónunni munum að sjálfsögðu fylgjast með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og stöðu mála á umræddu atviki og bregðast við ef þörf er á.“ Þetta svar rímar illa við þá fullyrðingu Ástu Fjeldsted að Krónan hafi strax eftir rassíuna á matvælalagernum í október viljað segja upp samningum við Wok On. Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni? Það er líka sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar. Höfundur er hluthafi í Festi hf., móðurfélagi Krónunnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun