Sturlun á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 12:01 Kirk Cousins var að fá enn einn risasamninginn í NFL-deildinni. vísir/getty Leikmannamarkaðurinn opnaði í NFL-deildinni í gær og sjaldan eða aldrei hafa jafn margar stjörnur skipt um félag á einum degi. Það er alltaf líf þegar markaðurinn opnar en óvenju margir, stórir bitar voru á lausu. Stærsta fréttin var sú að leikstjórnandinn Kirk Cousins fór frá Minnesota Vikings til Atlanta Falcons. Það sem meira er þá fékk þessi 35 ára leikstjórnandi, sem sleit hásin á síðustu leiktíð, fjögurra ára samning upp á 180 milljónir dollara. Þar af er öruggt að hann fær 100 milljónir. Í hans stað hefur Vikings fengið Sam Darnold sem var varaleikstjórnandi hjá 49ers síðasta vetur. Hlauparinn Saquon Barkley yfirgaf svo NY Giants og fór til erkifjendanna í Philadelphia Eagles. Hann fékk þar þriggja ára samning upp á 38 milljónir dollara en sá samningur gæti hækkað í 47 milljónir dollara. Hlauparinn Josh Jacobs fór frá Raiders til Packers. Í leiðinni ákvað Packers að sleppa hlauparanum Aaron Jones sem finnur sér líklega nýtt heimili í dag. Russell Wilson er svo orðinn nýr leikstjórnandi Pittsburgh Steelers svo fátt eitt sé nefnt. Hér að neðan má sjá lista yfir helstu félagaskipti hingað til. Leikstjórnendur: Russell Wilson frá Broncos til Steelers. Gardner Minshew frá Colts til Raiders Tyrod Taylor frá Jets til Giants Jacoby Brissett frá Commanders til Patriots Hlauparar: Saquon Barkley frá Giants til Eagles Josh Jacobs frá Raiders til Packers Tony Pollard frá Cowboys til Titans D´Andre Swift frá Eagles til Bears Austin Ekeler frá Chargers til Commanders Zack Moss frá Colts til Bengals Devin Singletary frá Texans til Giants Gus Edwards frá Ravens til Chargers Annað: Robert Hunt frá Miami til Carolina (sóknarlínumaður) Christian Wilkins frá Dolphins til Raiders (varnarmaður) Jonathan Greenard frá Texans til Vikings (varnarmaður) Xavier McKinney frá Giants til Packers (varnarmaður) NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Það er alltaf líf þegar markaðurinn opnar en óvenju margir, stórir bitar voru á lausu. Stærsta fréttin var sú að leikstjórnandinn Kirk Cousins fór frá Minnesota Vikings til Atlanta Falcons. Það sem meira er þá fékk þessi 35 ára leikstjórnandi, sem sleit hásin á síðustu leiktíð, fjögurra ára samning upp á 180 milljónir dollara. Þar af er öruggt að hann fær 100 milljónir. Í hans stað hefur Vikings fengið Sam Darnold sem var varaleikstjórnandi hjá 49ers síðasta vetur. Hlauparinn Saquon Barkley yfirgaf svo NY Giants og fór til erkifjendanna í Philadelphia Eagles. Hann fékk þar þriggja ára samning upp á 38 milljónir dollara en sá samningur gæti hækkað í 47 milljónir dollara. Hlauparinn Josh Jacobs fór frá Raiders til Packers. Í leiðinni ákvað Packers að sleppa hlauparanum Aaron Jones sem finnur sér líklega nýtt heimili í dag. Russell Wilson er svo orðinn nýr leikstjórnandi Pittsburgh Steelers svo fátt eitt sé nefnt. Hér að neðan má sjá lista yfir helstu félagaskipti hingað til. Leikstjórnendur: Russell Wilson frá Broncos til Steelers. Gardner Minshew frá Colts til Raiders Tyrod Taylor frá Jets til Giants Jacoby Brissett frá Commanders til Patriots Hlauparar: Saquon Barkley frá Giants til Eagles Josh Jacobs frá Raiders til Packers Tony Pollard frá Cowboys til Titans D´Andre Swift frá Eagles til Bears Austin Ekeler frá Chargers til Commanders Zack Moss frá Colts til Bengals Devin Singletary frá Texans til Giants Gus Edwards frá Ravens til Chargers Annað: Robert Hunt frá Miami til Carolina (sóknarlínumaður) Christian Wilkins frá Dolphins til Raiders (varnarmaður) Jonathan Greenard frá Texans til Vikings (varnarmaður) Xavier McKinney frá Giants til Packers (varnarmaður)
NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira